Viðskipti innlent

Reðasafnið flytur undir H&M

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nýju heimkynni reðasafnsins verða á Hafnartorgi.
Nýju heimkynni reðasafnsins verða á Hafnartorgi. Vísir/Vilhelm

Hið íslenzka reðasafn flytur með vorinu, eftir að hafa staðið við Hlemm undanfarin níu ár. Hjörtur Gísli Sigurðsson, reðurfræðingur og safnstjóri, segir gamla húsnæðið við Laugaveg 116 varla hafa staðið lengur undir starfseminni. Undirbúningur flutninga sé því hafinn og stendur til að opna á nýjum stað á Hafnartorgi innan nokkurra mánaða.

Á fasteignavef Vísis er búið að auglýsa gamla rými Reðasafnsins til sölu; 590 fermetrar húsnæði og þar af 340 fermetra kjallari. Þangað flutti Reðasafnið árið 2011 frá Húsavík, að frumkvæði Hjartar sem hafði þá nýtekið við stjórnartaumunum á safninu af föður sínum, Sigurði Hjartarsyni.

Sjá einnig: Búrhvalstyppið stendur upp úrNú er aftur komið að flutningum að sögn Hjartar. Safninu býðst 700 fermetra rými á Hafnartorgi sem býður upp á útvíkkun starfseminnar. Til að mynda hafi lengi verið í myndinni að opna kaffiaðstöðu á safninu, sem gamla húsnæðið bauð ekki upp á, auk þess sem sýningargripirnir munu fá meira andrými.

Nýja rýmið er í kjallara, undir H&M, og verður gengið inn á safnið frá nýju göngugötunni. Hjörtur kveðst spenntur fyrir flutningunum og segir góðan gang í framkvæmdum. Hann segist því vonast til að geta tekið á móti gestum á nýja staðnum í mars eða apríl næstkomandi. 


Tengdar fréttir

Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur

„Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík.

Búrhvalstyppið stendur upp úr

Hið íslenzka reðasafn varð tuttugu ára í síðustu viku. Safnið er alltaf jafn vinsælt, sérstaklega meðal útlendinga. Limurinn af búrhval og mannslimurinn vekja einna mestu athygli.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,16
6
15.066
EIM
2,12
12
170.927
ISB
0,32
28
95.209
ICESEA
0
9
21.047
KVIKA
0
31
493.076

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-2,14
13
150.144
ARION
-2,13
42
906.382
VIS
-2
17
157.107
EIK
-1,68
4
35.300
SIMINN
-1,68
10
84.074
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.