Lífið

Stelpurnar hans Steinda í stuði - myndir

Ellý Ármanns skrifar
Stelpurnar hans Steinda á Grímunni í gærkvöldi. Myndir/elly@365.is
Stelpurnar hans Steinda á Grímunni í gærkvöldi. Myndir/elly@365.is

Hin árlega uppskeruhátíð leiklistarinnar, Gríman, var haldin hátíðleg í Þjóðleikhúsinu í gær.

Eins og myndirnar sýna voru hátíðargestir í spariskapi og þá sér í lagi stelpurnar hans Steinda Jr. sem mættu spariklæddar með bros á vör.

Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson. Sumir yngjast með hverju árinu. MYNDIR/elly@365.is

Sýningin Jesú litli hlaut Grímuna fyrir sýningu ársins 2010.

Þá hlaut Hilmir Snær Guðnason Grímuna fyrir leikstjórn en hann leikstýrði Fjölskyldunni.

Ingvar E. Sigurðsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir hlutu Grímuna fyrir leik í aðalhlutverki.

Ragnheiður Elín Clausen, Þórunn Erna Clausen og Guðrún Sesselja Arnardóttir voru stórglæsilegar og ekki skemmir fyrir að þær eru skemmtilegar líka. MYNDIR/elly@365.is

Margrét Helga fékk verðlaunin fyrir Fjölskylduna sem var sýnt í Borgarleikhúsinu.

Árni Tryggvason var heiðraður sérstaklega og fékk heiðursverðlaun Grímunnar.

Þá fékk leikverkið 39 Þrep áhorfendaverðlaunin. Það verk er sýnt af Leikfélagi Akureyrar.

Lífið á Facebook.


Tengdar fréttir

Baksviðs á Grímunni - myndband

Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastýra Grímunnar leyfði okkur að kíkja örstutt baksviðs í Þjóðleikhúsinu þar sem undirbúningur fyrir Grímuna stendur yfir. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt og sjáðu hvað liðið er afslappað og í góðum gír.

Fær lánuð föt á Grímuna - myndband

„Heyrðu ég hugsa að ég fari niður í bæ á eftir og bara svona.. ef ég sé eitthvað sem mér líst á, hitti einhvern sem er í flottum fötum, reyni ég að fá það lánað,“ svaraði Björn Ingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.