Milljón fermetrar af bílum Haukur Logi Karlsson skrifar 14. nóvember 2007 18:57 Umræðan Samgöngur Frítt í Strætó fyrir námsmenn" er athyglisverð tilraun borgaryfirvalda til að blása lífi í almenningssamgöngur. Slagorðið „frítt í strætó" teiknað á plaköt í sósíalrealískum stíl mun þó að öllum líkindum hrökkva skammt til að toga bifreiðaeigendur út úr kapitalískum hversdeginum. Ástæðan gæti verið sú að 5.000 kr. afsláttur í strætó breytir ekki heimilisbókhaldi þeirra sem þegar hafa ákveðið að reka bifreið. Líkja mætti „frítt í strætó" við þá aðgerð að ætla að stemma stigu við drykkjuskap með því að bjóða upp á ókeypis djús á skemmtistöðum. Til þess að takast af alvöru á við vandann þarf að ráðast beint á rótina og hækka verðið á áfengi. Meðal partíljónið er aðeins tilbúið að eyða ákveðinni fjárhæð í áfengi á hverju kvöldi. Þannig mætti fækka þeim drykkjum sem það væri tilbúið að greiða fyrir og beina því að til dæmis hóflega verðlögðu kaffi sem ágætum valkosti. Hið sama gildir um samgöngur í Reykjavík. „Frítt í strætó" er eins og djús á barnum sem meðal samkvæmisljónið hefur ekki áhuga á að drekka jafnvel þótt það sé ókeypis. Áhrifaríkast er að auka kostnaðinn við notkun einkabifreiðarinnar jafnframt því að bjóða upp á góðan, hóflega verðlagðan strætó sem valkost. Ástæðan er sú sama og með partístandið að flestir hafa ákveðið hámark í huga sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir samgöngur í hverjum mánuði. Niðurgreiðsla samfélagsins til bíleigenda er umtalsverð. Eftir því sem lóðaverð hækkar á þéttbyggðum svæðum gerist sú spurning áleitnari hvort forsvaranlegt sé að fletja hraðbrautarmannvirki út á stórum eftirsóttum lóðum. Eðlilegt væri að bíleigendur borguðu hæfilega leigu af slíku landsvæði sem annars bæri rentur með öðrum hætti samfélaginu til heilla. Hið sama ætti að gilda um bifreiðar sem lagt er á dýrmætu landsvæði. Meðal bíll þekur um 10 fermetra af landi þegar honum er lagt. Hundrað þúsund íslenskir bílar þekja milljón fermetra. Miðað við leiguverð á húsnæði í miðborginni mætti rukka bíleiganda um fimmtán til tuttugu þúsund á mánuði fyrir að teppa verðmætt land. Loks mætti nefna almenn óþægindi og leiðindi sem fylgja umferð bifreiða fyrir aðra en þá sem nota þær. Hljóð- og loftmengun er hvimleið og jafnvel heilsuspillandi. Bið á umferðarljósum og í umferðarteppum kostar þjóðfélagið mörg ársverk í minnkaðri framleiðni. Umferðargötur hefta og tefja umferð vegfarenda sem ekki nota bifreiðar. Í útópísku frjálsu markaðssamfélagi mundi allur slíkur beinn sem óbeinn kostnaður velta yfir á bifreiðanotandann og hafa þar með áhrif á hvort hann teldi forsvaranlegt að greiða fyrir ávinninginn af notkuninni. Íbúar flestra stórborga í heiminum hafa fyrir löngu svarað reikningsdæminu með kröfu um skilvirkt almenningssamgangnakerfi sem lágmarkar samfélagslegan kostnað af samgöngum og hámarkar skilvirkni. Færri bílar á haus og gott almenningssamgangnakerfi eru skilyrði fyrir þróun og þéttingu Reykjavíkur í átt að 500 þúsund manna heimsborg. Líklegt er að íslensk heimsborg ráði úrslitum um það hvort Íslendingar haldi áfram að vera sérstök þjóð á öld alþjóðavæðingarinnar. Höfundur er námsmaður í Stokkhólmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Umræðan Samgöngur Frítt í Strætó fyrir námsmenn" er athyglisverð tilraun borgaryfirvalda til að blása lífi í almenningssamgöngur. Slagorðið „frítt í strætó" teiknað á plaköt í sósíalrealískum stíl mun þó að öllum líkindum hrökkva skammt til að toga bifreiðaeigendur út úr kapitalískum hversdeginum. Ástæðan gæti verið sú að 5.000 kr. afsláttur í strætó breytir ekki heimilisbókhaldi þeirra sem þegar hafa ákveðið að reka bifreið. Líkja mætti „frítt í strætó" við þá aðgerð að ætla að stemma stigu við drykkjuskap með því að bjóða upp á ókeypis djús á skemmtistöðum. Til þess að takast af alvöru á við vandann þarf að ráðast beint á rótina og hækka verðið á áfengi. Meðal partíljónið er aðeins tilbúið að eyða ákveðinni fjárhæð í áfengi á hverju kvöldi. Þannig mætti fækka þeim drykkjum sem það væri tilbúið að greiða fyrir og beina því að til dæmis hóflega verðlögðu kaffi sem ágætum valkosti. Hið sama gildir um samgöngur í Reykjavík. „Frítt í strætó" er eins og djús á barnum sem meðal samkvæmisljónið hefur ekki áhuga á að drekka jafnvel þótt það sé ókeypis. Áhrifaríkast er að auka kostnaðinn við notkun einkabifreiðarinnar jafnframt því að bjóða upp á góðan, hóflega verðlagðan strætó sem valkost. Ástæðan er sú sama og með partístandið að flestir hafa ákveðið hámark í huga sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir samgöngur í hverjum mánuði. Niðurgreiðsla samfélagsins til bíleigenda er umtalsverð. Eftir því sem lóðaverð hækkar á þéttbyggðum svæðum gerist sú spurning áleitnari hvort forsvaranlegt sé að fletja hraðbrautarmannvirki út á stórum eftirsóttum lóðum. Eðlilegt væri að bíleigendur borguðu hæfilega leigu af slíku landsvæði sem annars bæri rentur með öðrum hætti samfélaginu til heilla. Hið sama ætti að gilda um bifreiðar sem lagt er á dýrmætu landsvæði. Meðal bíll þekur um 10 fermetra af landi þegar honum er lagt. Hundrað þúsund íslenskir bílar þekja milljón fermetra. Miðað við leiguverð á húsnæði í miðborginni mætti rukka bíleiganda um fimmtán til tuttugu þúsund á mánuði fyrir að teppa verðmætt land. Loks mætti nefna almenn óþægindi og leiðindi sem fylgja umferð bifreiða fyrir aðra en þá sem nota þær. Hljóð- og loftmengun er hvimleið og jafnvel heilsuspillandi. Bið á umferðarljósum og í umferðarteppum kostar þjóðfélagið mörg ársverk í minnkaðri framleiðni. Umferðargötur hefta og tefja umferð vegfarenda sem ekki nota bifreiðar. Í útópísku frjálsu markaðssamfélagi mundi allur slíkur beinn sem óbeinn kostnaður velta yfir á bifreiðanotandann og hafa þar með áhrif á hvort hann teldi forsvaranlegt að greiða fyrir ávinninginn af notkuninni. Íbúar flestra stórborga í heiminum hafa fyrir löngu svarað reikningsdæminu með kröfu um skilvirkt almenningssamgangnakerfi sem lágmarkar samfélagslegan kostnað af samgöngum og hámarkar skilvirkni. Færri bílar á haus og gott almenningssamgangnakerfi eru skilyrði fyrir þróun og þéttingu Reykjavíkur í átt að 500 þúsund manna heimsborg. Líklegt er að íslensk heimsborg ráði úrslitum um það hvort Íslendingar haldi áfram að vera sérstök þjóð á öld alþjóðavæðingarinnar. Höfundur er námsmaður í Stokkhólmi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun