Hin íslenska verðtrygging Kjartan Eggertsson skrifar 14. nóvember 2007 18:56 Umræðan Verðtrygging Ýmsum kann að þykja að verðtrygging á höfustól láns sé réttlætismál og hagur beggja aðila, lántakanda og lánveitanda. Vissulega er það falleg hugsun að lántakandi greiði til baka raunverðmæti þess láns sem hann tekur. Á íslenskum lánamarkaði gilda hins vegar reglur og háttsemi sem er á skjön við alla jafnræðishugsun. Á Íslandi er það aðeins annar aðilinn, (íslenskar lánastofnanir) sem tilkynnir lántakandanum með reglubundnum hætti eða árlega, um hækkun höfuðstóls láns. Einhver þriðji aðili „úti í bæ", oftast opinber stofnun eða lánveitandinn sjálfur, reiknar ímyndaða hækkun á raunvirði höfuðstólsins án tillits til aðstæðna lántakanda eða raunvirði hagtalna í lífi hans. Þessi háttur er ekki aðeins á skjön við það jafnræði sem aðilar ættu að búa við, samkvæmt almennum hugmyndum um jafnræði heldur má flokka hann undir ok. Það að höfuðstóll láns vaxi samkvæmt duttlungum annars aðilans og án atbeina hins er ekki samkvæmt leikreglum mannréttindasáttmála. Leikreglur íslenska lánamarkaðarins svipta flesta lántakendur fjárhagslegu frelsi. Íslenskir lántakendur hafa t.d. engin tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér þegar lánveitandi ákveður upp á sitt eindæmi að breyta vöxtum, því á markaðnum ríkir fákeppni og sameiginlega reyna lánastofnanir að kúga út úr almenningi eins mikið fé og þær mögulega geta. Allt er selt á okurverði samanber færslugjöldin og dráttarvextirnir eins og þeir eru í dag. Lántakendur á Íslandi búa við hálfgerða einokun einnar stórrar bankaklíku á peningamarkaðnum, sem endurspeglast t.d. í því að hér eru almennir vextir margfalt hærri en í nágrannalöndunum. Bankaklíka þessi tók við af ríkisbankaklíkunni þegar ríkisbankarnir voru seldir útvöldum einstaklingum og félögum á slikk. Þar að auki leyfist bönkum á Íslandi að semja við lántakendur um tvenns konar vexti, annars vegar fasta vexti og hins vegar breytilega vexti. Um föstu vextina er samið við töku láns, en breytilegu vextirnir eru eins og verðtryggingin á höfuðstól lána háðir einhverjum aðstæðum sem lántakandi hefur engin áhrif á. Á sumum lánum hvíla jafnvel allir þessir vextir; verðtrygging, fastir vextir og breytilegir vextir. Þar að auki hafa bankarnir leyfi til að krefja lántakendur um sérstakt gjald ef lán er greitt upp, fyrir áætlaðan endurgreiðslutíma, en það gjald getur komið í veg fyrir að lántakandi ákveði að skipta við aðra lánastofnum ef þar bjóðast betri vaxtakjör. Ofan á allt saman leggur svo ríkissjóður skatta á alla lántöku með svokölluðum stimpilgjöldum, sem hamlar enn meir samkeppni á lánamarkaðnum. Það þarf að gera róttækar breytingar á íslenskri bankalöggjöf og ríkissjóður þarf að leggja af gjöld sem hamla eðlilegri samkeppni. Almenningur á ekki að sætta sig við að þurfa að taka lán á þessum kjörum sem nú bjóðast, t.d. til að reisa sér þak yfir höfuðið og mennta sig til að koma undir sig fótunum og koma börnum sínum til manns. Í raun er staðan sú að ungt fólk sem kaupir sér húsnæði festist í neti „kúgara" sem heimta andvirði lánsins (hússins) allt að þrefalt til baka, enda fer mest öll starfsævi almennings á Íslandi í að greiða upp húsnæðislán. Rök bankanna á móti breytingum á verðtryggingu lána eru m.a. þau að benda á alla þá fjármuni sem Íslendingar eiga í bönkunum og lífeyrissjóðunum og hvort menn sætti sig við að þeir fjármunir rýrni í verðbólgu þeirri sem er viðvarandi í Íslandi. Þar komum við aftur að sama einkenninu í íslenskri lánastarfsemi sem áður var nefnt, en það er með verðtrygginguna á innlánin eins og útlánin að það er bankinn sjálfur sem ákveður verðtrygginguna en ekki eigandi innistæðunnar. Ef eigandi innistæðu tilkynnti bankanum um raunhækkun á innistæðunni samkvæmt hans eigin hag, þá væru þessu rök bankanna gild. Það eru lánastofnanir sem hafa þennan útreikning allan á eigin hendi og rétt til að hækka höfuðstól láns eða innistæðu og breytilega vexti að eigin geðþótta og á meðan svo er mun íslenskur almenningur þrautpíndur og okaður. Verkefnið er að banna verðtryggingu lána, breytilega vexti og öll ákvæði samninga sem hafa í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Svo þarf að leggja af stimpilgjöld hins opinbera.Höfundur er varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Verðtrygging Ýmsum kann að þykja að verðtrygging á höfustól láns sé réttlætismál og hagur beggja aðila, lántakanda og lánveitanda. Vissulega er það falleg hugsun að lántakandi greiði til baka raunverðmæti þess láns sem hann tekur. Á íslenskum lánamarkaði gilda hins vegar reglur og háttsemi sem er á skjön við alla jafnræðishugsun. Á Íslandi er það aðeins annar aðilinn, (íslenskar lánastofnanir) sem tilkynnir lántakandanum með reglubundnum hætti eða árlega, um hækkun höfuðstóls láns. Einhver þriðji aðili „úti í bæ", oftast opinber stofnun eða lánveitandinn sjálfur, reiknar ímyndaða hækkun á raunvirði höfuðstólsins án tillits til aðstæðna lántakanda eða raunvirði hagtalna í lífi hans. Þessi háttur er ekki aðeins á skjön við það jafnræði sem aðilar ættu að búa við, samkvæmt almennum hugmyndum um jafnræði heldur má flokka hann undir ok. Það að höfuðstóll láns vaxi samkvæmt duttlungum annars aðilans og án atbeina hins er ekki samkvæmt leikreglum mannréttindasáttmála. Leikreglur íslenska lánamarkaðarins svipta flesta lántakendur fjárhagslegu frelsi. Íslenskir lántakendur hafa t.d. engin tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér þegar lánveitandi ákveður upp á sitt eindæmi að breyta vöxtum, því á markaðnum ríkir fákeppni og sameiginlega reyna lánastofnanir að kúga út úr almenningi eins mikið fé og þær mögulega geta. Allt er selt á okurverði samanber færslugjöldin og dráttarvextirnir eins og þeir eru í dag. Lántakendur á Íslandi búa við hálfgerða einokun einnar stórrar bankaklíku á peningamarkaðnum, sem endurspeglast t.d. í því að hér eru almennir vextir margfalt hærri en í nágrannalöndunum. Bankaklíka þessi tók við af ríkisbankaklíkunni þegar ríkisbankarnir voru seldir útvöldum einstaklingum og félögum á slikk. Þar að auki leyfist bönkum á Íslandi að semja við lántakendur um tvenns konar vexti, annars vegar fasta vexti og hins vegar breytilega vexti. Um föstu vextina er samið við töku láns, en breytilegu vextirnir eru eins og verðtryggingin á höfuðstól lána háðir einhverjum aðstæðum sem lántakandi hefur engin áhrif á. Á sumum lánum hvíla jafnvel allir þessir vextir; verðtrygging, fastir vextir og breytilegir vextir. Þar að auki hafa bankarnir leyfi til að krefja lántakendur um sérstakt gjald ef lán er greitt upp, fyrir áætlaðan endurgreiðslutíma, en það gjald getur komið í veg fyrir að lántakandi ákveði að skipta við aðra lánastofnum ef þar bjóðast betri vaxtakjör. Ofan á allt saman leggur svo ríkissjóður skatta á alla lántöku með svokölluðum stimpilgjöldum, sem hamlar enn meir samkeppni á lánamarkaðnum. Það þarf að gera róttækar breytingar á íslenskri bankalöggjöf og ríkissjóður þarf að leggja af gjöld sem hamla eðlilegri samkeppni. Almenningur á ekki að sætta sig við að þurfa að taka lán á þessum kjörum sem nú bjóðast, t.d. til að reisa sér þak yfir höfuðið og mennta sig til að koma undir sig fótunum og koma börnum sínum til manns. Í raun er staðan sú að ungt fólk sem kaupir sér húsnæði festist í neti „kúgara" sem heimta andvirði lánsins (hússins) allt að þrefalt til baka, enda fer mest öll starfsævi almennings á Íslandi í að greiða upp húsnæðislán. Rök bankanna á móti breytingum á verðtryggingu lána eru m.a. þau að benda á alla þá fjármuni sem Íslendingar eiga í bönkunum og lífeyrissjóðunum og hvort menn sætti sig við að þeir fjármunir rýrni í verðbólgu þeirri sem er viðvarandi í Íslandi. Þar komum við aftur að sama einkenninu í íslenskri lánastarfsemi sem áður var nefnt, en það er með verðtrygginguna á innlánin eins og útlánin að það er bankinn sjálfur sem ákveður verðtrygginguna en ekki eigandi innistæðunnar. Ef eigandi innistæðu tilkynnti bankanum um raunhækkun á innistæðunni samkvæmt hans eigin hag, þá væru þessu rök bankanna gild. Það eru lánastofnanir sem hafa þennan útreikning allan á eigin hendi og rétt til að hækka höfuðstól láns eða innistæðu og breytilega vexti að eigin geðþótta og á meðan svo er mun íslenskur almenningur þrautpíndur og okaður. Verkefnið er að banna verðtryggingu lána, breytilega vexti og öll ákvæði samninga sem hafa í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Svo þarf að leggja af stimpilgjöld hins opinbera.Höfundur er varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun