Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar 14. desember 2025 22:02 Húsnæðisvandinn hefur fylgt okkur í áratugi. Hann birtist í síendurteknum sveiflum: skortur, verðþensla, hrun, stöðnun, síðan aftur skortur og svo framvegis. Afleiðingarnar eru alvarlegar fyrir tugi þúsunda fólks sem vantar viðráðanlegar íbúðir og efnahagslífið í heild. Hátt húsnæðisverð þrýstir á óraunhæfar launakröfur, þrýsta upp vöxtum, hækkar skatta til að niðurgreiða húsnæði og allt þetta leiðir af sér óstöðugt efnahagslíf. Langtímaþörf en samt skammtímahugsun Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áætlar að á næstu 10 árum þurfi að meðaltali um 4300 nýjar íbúðir á ári á landinu. Síðustu áratugi hefur eftirspurn og framleiðsla hins vegar sveiflast frá nokkur hundruð íbúðum á ári upp í um 5.000. Þegar eftirspurn hrynur dregur mjög úr byggingarframkvæmdum því byggingaraðilar hafa ekki aðgang að nægu fjármagni til að halda áfram að byggja. Byggingafyrirtæki stöðvast, fara jafnvel á hausinn, starfsfólk flytur úr landi, þekking tapast og þegar hagkerfið tekur við sér vantar íbúðir á markaðinn, og getur til að framleiða þær. Íbúðaverð ríkur upp langt umfram raunverulegan byggingarkostnað. Þetta er gamalkunnugt mynstur – og það er mörgum dýrt. Framleiðni byggingariðnaðarins Vegna þessara sveiflna er framleiðni í byggingariðnaði hér lág í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt rannsókn frá 2016 var framleiðni vinnuafls á byggingamarkaði hér um 48% lægri en í Noregi. Meginskýringin er ekki hæfni starfsfólks heldur miklar framleiðslusveiflur. Ef byggt væri jafnt og þétt samkvæmt langtímaþörf, óháð skammtímasveiflum, mætti auka framleiðni verulega og lækka meðalkostnaðarverð íbúða. Varlega áætlað gæti stöðug næg framleiðsla lækkað kostnaðarverð um 10–15%, jafnvel meira til lengri tíma litið. Lager í stað skorts Í stað þess að bregðast seint við þenslu með neyðarúrræðum ætti markmiðið að vera að hafa tilbúinn hóflegan lager af óseldum íbúðum þegar uppsveifla hefst. Í kreppum mætti safna upp lager sem síðan gengur út þegar eftirspurn vex á ný. Ef húsnæði væri framleitt óháð skammtímasveiflum væri hámarkslager lauslega áætlað um 5.000 íbúðir í lok nokkurra ára kreppu. Slík fjárbinding væri um 300 milljarðar króna miðað við 60 milljóna króna kostnaðarverð á íbúð. Hér er komið að lykilatriðinu. Lífeyrissjóðirnir – náttúrulegir langtímafjárfestar Lífeyrissjóðirnir ávaxta megin hluta almenns sparnaðar í landinu. Engir aðilar í íslensku hagkerfi eru betur til þess fallnir að fjármagna stöðuga byggingu íbúða, en lífeyrissjóðirnir og þeir færu létt með það. Þeir hafa: Langtímasjónarmið, stöðugt innstreymi fjármagns, burði til að fjárfesta þvert á hagsveiflur, og samfélagslegt hlutverk sem lítur að því að stuðla að velferð almennings út æfina. Við þurfum að fela lífeyrissjóðum að fjárfesta í uppbyggingu íbúðahúsnæðis með skipulögðum hætti til að jafna framboðið, lækka kostnaðarverð og draga úr verðþenslu. Það gætu þeir gert með því að taka þátt í eða stofna bygginga- og innviðafélög sem myndu byggja um 1/3 til ½ árlegrar þarfar og tengda innviði ef á þyrfti að halda. Að sjálfsögðu ætti að miða við að langtímaávöxtun væri viðunandi. Eðlilega þyrftu lífeyrissjóðir að hafa skilyrði og raunhæf viðmið fyrir þátttöku sinni í byggingarfélögum og þeim væri ætlað að selja íbúðir með hóflegri álagningu með sveiflujöfnun og hagkvæmni fyrir neytendur að leiðarljósi. Þátttaka lífeyrissjóða ætti ekki að breyta eðli húsnæðismarkaðarins yfir í leigumarkað, heldur ættu þeir að selja megin hluta þeirra íbúða sem þeir fjármagna framleiðslu á en ef til vill leigja álíka hátt hlutfall og almennt er við líði. Innviðir og heildarsýn Hröð uppbygging er fjárhagslega erfið sveitarfélögum. Byggingafélög lífeyrissjóða ættu að geta samið við sveitarfélög um fjármögnun og uppbygging innviða til dæmis skóla, leikskóla, íþróttamannvirkja, samgöngumannvirkja og almenningssamgangna. Slík heildarsýn myndi gera sveitarfélögum fært að auka lóðaframboð og flýta uppbyggingu. Sterk aðkoma lífeyrissjóða ætti að hafa skýra ramma. Varst þarf að fjárhagslegir yfirburðir þeirra kæfi aðra byggingaraðila. Aðkoma lífeyrissjóðanna ætti að miða við hæfilega marga byggingar sem næðu stærðarhagkvæmni og nægum styrkleika til að byggja stöðugt óháð sveiflum Ávinningurinn Með stöðugri uppbyggingu, betra skipulagi og minni framboðssveiflum mætti: lækka íbúðaverð um 5–30% til lengri tíma, draga úr verðbólguþrýstingi, lækka vexti og minnka hækkun verðtryggðra lána, styrkja byggingariðnaðinn, og bæta kjör heimilanna verulega til frambúðar. Þetta er ekki róttæk hugmynd heldur klassísk hagfræðileg lausn: jafnvægi, langtímahugsun og ábyrg nýting fjármagns. Lífeyrissjóðirnir starfa innan lagaramma. Eðlilega þarf að þróa þann ramma til að hann þjóni þörfum fólks sem best til langs tíma litið. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Lífeyrissjóðir Mest lesið Handboltaangistin Fastir pennar Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn hefur fylgt okkur í áratugi. Hann birtist í síendurteknum sveiflum: skortur, verðþensla, hrun, stöðnun, síðan aftur skortur og svo framvegis. Afleiðingarnar eru alvarlegar fyrir tugi þúsunda fólks sem vantar viðráðanlegar íbúðir og efnahagslífið í heild. Hátt húsnæðisverð þrýstir á óraunhæfar launakröfur, þrýsta upp vöxtum, hækkar skatta til að niðurgreiða húsnæði og allt þetta leiðir af sér óstöðugt efnahagslíf. Langtímaþörf en samt skammtímahugsun Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áætlar að á næstu 10 árum þurfi að meðaltali um 4300 nýjar íbúðir á ári á landinu. Síðustu áratugi hefur eftirspurn og framleiðsla hins vegar sveiflast frá nokkur hundruð íbúðum á ári upp í um 5.000. Þegar eftirspurn hrynur dregur mjög úr byggingarframkvæmdum því byggingaraðilar hafa ekki aðgang að nægu fjármagni til að halda áfram að byggja. Byggingafyrirtæki stöðvast, fara jafnvel á hausinn, starfsfólk flytur úr landi, þekking tapast og þegar hagkerfið tekur við sér vantar íbúðir á markaðinn, og getur til að framleiða þær. Íbúðaverð ríkur upp langt umfram raunverulegan byggingarkostnað. Þetta er gamalkunnugt mynstur – og það er mörgum dýrt. Framleiðni byggingariðnaðarins Vegna þessara sveiflna er framleiðni í byggingariðnaði hér lág í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt rannsókn frá 2016 var framleiðni vinnuafls á byggingamarkaði hér um 48% lægri en í Noregi. Meginskýringin er ekki hæfni starfsfólks heldur miklar framleiðslusveiflur. Ef byggt væri jafnt og þétt samkvæmt langtímaþörf, óháð skammtímasveiflum, mætti auka framleiðni verulega og lækka meðalkostnaðarverð íbúða. Varlega áætlað gæti stöðug næg framleiðsla lækkað kostnaðarverð um 10–15%, jafnvel meira til lengri tíma litið. Lager í stað skorts Í stað þess að bregðast seint við þenslu með neyðarúrræðum ætti markmiðið að vera að hafa tilbúinn hóflegan lager af óseldum íbúðum þegar uppsveifla hefst. Í kreppum mætti safna upp lager sem síðan gengur út þegar eftirspurn vex á ný. Ef húsnæði væri framleitt óháð skammtímasveiflum væri hámarkslager lauslega áætlað um 5.000 íbúðir í lok nokkurra ára kreppu. Slík fjárbinding væri um 300 milljarðar króna miðað við 60 milljóna króna kostnaðarverð á íbúð. Hér er komið að lykilatriðinu. Lífeyrissjóðirnir – náttúrulegir langtímafjárfestar Lífeyrissjóðirnir ávaxta megin hluta almenns sparnaðar í landinu. Engir aðilar í íslensku hagkerfi eru betur til þess fallnir að fjármagna stöðuga byggingu íbúða, en lífeyrissjóðirnir og þeir færu létt með það. Þeir hafa: Langtímasjónarmið, stöðugt innstreymi fjármagns, burði til að fjárfesta þvert á hagsveiflur, og samfélagslegt hlutverk sem lítur að því að stuðla að velferð almennings út æfina. Við þurfum að fela lífeyrissjóðum að fjárfesta í uppbyggingu íbúðahúsnæðis með skipulögðum hætti til að jafna framboðið, lækka kostnaðarverð og draga úr verðþenslu. Það gætu þeir gert með því að taka þátt í eða stofna bygginga- og innviðafélög sem myndu byggja um 1/3 til ½ árlegrar þarfar og tengda innviði ef á þyrfti að halda. Að sjálfsögðu ætti að miða við að langtímaávöxtun væri viðunandi. Eðlilega þyrftu lífeyrissjóðir að hafa skilyrði og raunhæf viðmið fyrir þátttöku sinni í byggingarfélögum og þeim væri ætlað að selja íbúðir með hóflegri álagningu með sveiflujöfnun og hagkvæmni fyrir neytendur að leiðarljósi. Þátttaka lífeyrissjóða ætti ekki að breyta eðli húsnæðismarkaðarins yfir í leigumarkað, heldur ættu þeir að selja megin hluta þeirra íbúða sem þeir fjármagna framleiðslu á en ef til vill leigja álíka hátt hlutfall og almennt er við líði. Innviðir og heildarsýn Hröð uppbygging er fjárhagslega erfið sveitarfélögum. Byggingafélög lífeyrissjóða ættu að geta samið við sveitarfélög um fjármögnun og uppbygging innviða til dæmis skóla, leikskóla, íþróttamannvirkja, samgöngumannvirkja og almenningssamgangna. Slík heildarsýn myndi gera sveitarfélögum fært að auka lóðaframboð og flýta uppbyggingu. Sterk aðkoma lífeyrissjóða ætti að hafa skýra ramma. Varst þarf að fjárhagslegir yfirburðir þeirra kæfi aðra byggingaraðila. Aðkoma lífeyrissjóðanna ætti að miða við hæfilega marga byggingar sem næðu stærðarhagkvæmni og nægum styrkleika til að byggja stöðugt óháð sveiflum Ávinningurinn Með stöðugri uppbyggingu, betra skipulagi og minni framboðssveiflum mætti: lækka íbúðaverð um 5–30% til lengri tíma, draga úr verðbólguþrýstingi, lækka vexti og minnka hækkun verðtryggðra lána, styrkja byggingariðnaðinn, og bæta kjör heimilanna verulega til frambúðar. Þetta er ekki róttæk hugmynd heldur klassísk hagfræðileg lausn: jafnvægi, langtímahugsun og ábyrg nýting fjármagns. Lífeyrissjóðirnir starfa innan lagaramma. Eðlilega þarf að þróa þann ramma til að hann þjóni þörfum fólks sem best til langs tíma litið. Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar