Ungfrú Ísland í The Sun Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 13. desember 2008 07:00 Alexandra Helga Ívarsdóttir sleppur vel frá grein The Sun en svo virðist sem keppinautar hennar hafi dáðst að hæfileikum hennar til að pakka. Vísir/GVA Femínistar eru bara lesbíur í karlmannsfötum, ungfrúrnar skiptast á hæðnis-legum athugasemdum á milli þess sem þær gera hvað þær geta til að ganga í augun á dómnefndinni. Svona sér blaðamaður The Sun þátttakendur í Miss World. Breska blaðið The Sun er þekkt fyrir allt annað en að fara fínlega í umfjöllunarefni sín og grein blaðsins um Miss World, sem nú fer fram í Suður-Afríku, fellur fyllilega undir ritstjórnarstefnu blaðsins. Blaðamaðurinn segir þátttakendurna vera yfirborðslega góða og þær láti út úr sér fáránlegar athugasemdir um útlit keppinautanna. „Ég elska hreinlega hárið á þér, það er svo dökkt,“ á ein að hafa sagt. Önnur ummælin bæta þó um betur. „Hællinn á skónum þínum er svo hár. Þú ert ótrúlega gáfuð að detta hreinlega ekki. Og húðin þín er svo hrein, þú hlýtur bara að drekka mikið af vatni, vel gert.“ Ungfrú Ísland, Alexandra Helga Ívarsdóttir, kemst þó vel frá greininni sem er öll skrifuð í fremur háðslegum tón. Blaðamaðurinn varð vitni að því þegar stúlkurnar voru að gera sig klára að koma sér á hótel. Hver og ein var með fimm ferðatöskur, smekkfullar af kjólum, baðfötum og öðru sem fegurðardrottningar þurfa á að halda í svona keppni. Alexandra virtist hins vegar bara koma með eina tösku til Jóhannesarborgar. „Hún hlýtur að vera alveg rosalega góð í að pakka,“ á ein að hafa sagt fyrir framan nef blaðamanns. Hópurinn mun hafa sprungið úr hlátri yfir ferðatöskuleysi Alexöndru. Hún sat hins vegar bara þögul sem gröfin og beið eftir að verða ferjuð upp á hótel. „Hversu marga kjóla ætli hún hafi tekið með sér? Vonandi tók hún bara þvottaefni með sér,“ voru hinar köldu kveðjur sem hún fékk frá stallsystrum sínum. Miss World er engu síður elsta fegurðarsamkeppni heims en þetta er í 57. skipti sem hún er haldin. Keppnin hefur þó ekki alltaf gengið þrautalaust fyrir sig; nígerískir múslimar hótuðu að grýta keppendur til dauða árið 2002 og Indverjar mótmæltu harðlega þegar keppendur komu fram á sundfötunum. Femínistar hafa jafnframt löngum haft horn í síðu keppninnar en einn aðstandandi keppninnar, Julia, hefur sínar skýringar á þeim hópi: „Hverjar eru þessir femínistar? Þetta eru lesbíur sem langar til að verða karlmenn. Þær klæðast eins og karlar og líta út fyrir að vera karlar. Fólk villl hins vegar kveikja á sjónvarpinu og sjá fallegar og hamingjusamar konur. Við erum að gefa fólkinu það sem það vill.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Femínistar eru bara lesbíur í karlmannsfötum, ungfrúrnar skiptast á hæðnis-legum athugasemdum á milli þess sem þær gera hvað þær geta til að ganga í augun á dómnefndinni. Svona sér blaðamaður The Sun þátttakendur í Miss World. Breska blaðið The Sun er þekkt fyrir allt annað en að fara fínlega í umfjöllunarefni sín og grein blaðsins um Miss World, sem nú fer fram í Suður-Afríku, fellur fyllilega undir ritstjórnarstefnu blaðsins. Blaðamaðurinn segir þátttakendurna vera yfirborðslega góða og þær láti út úr sér fáránlegar athugasemdir um útlit keppinautanna. „Ég elska hreinlega hárið á þér, það er svo dökkt,“ á ein að hafa sagt. Önnur ummælin bæta þó um betur. „Hællinn á skónum þínum er svo hár. Þú ert ótrúlega gáfuð að detta hreinlega ekki. Og húðin þín er svo hrein, þú hlýtur bara að drekka mikið af vatni, vel gert.“ Ungfrú Ísland, Alexandra Helga Ívarsdóttir, kemst þó vel frá greininni sem er öll skrifuð í fremur háðslegum tón. Blaðamaðurinn varð vitni að því þegar stúlkurnar voru að gera sig klára að koma sér á hótel. Hver og ein var með fimm ferðatöskur, smekkfullar af kjólum, baðfötum og öðru sem fegurðardrottningar þurfa á að halda í svona keppni. Alexandra virtist hins vegar bara koma með eina tösku til Jóhannesarborgar. „Hún hlýtur að vera alveg rosalega góð í að pakka,“ á ein að hafa sagt fyrir framan nef blaðamanns. Hópurinn mun hafa sprungið úr hlátri yfir ferðatöskuleysi Alexöndru. Hún sat hins vegar bara þögul sem gröfin og beið eftir að verða ferjuð upp á hótel. „Hversu marga kjóla ætli hún hafi tekið með sér? Vonandi tók hún bara þvottaefni með sér,“ voru hinar köldu kveðjur sem hún fékk frá stallsystrum sínum. Miss World er engu síður elsta fegurðarsamkeppni heims en þetta er í 57. skipti sem hún er haldin. Keppnin hefur þó ekki alltaf gengið þrautalaust fyrir sig; nígerískir múslimar hótuðu að grýta keppendur til dauða árið 2002 og Indverjar mótmæltu harðlega þegar keppendur komu fram á sundfötunum. Femínistar hafa jafnframt löngum haft horn í síðu keppninnar en einn aðstandandi keppninnar, Julia, hefur sínar skýringar á þeim hópi: „Hverjar eru þessir femínistar? Þetta eru lesbíur sem langar til að verða karlmenn. Þær klæðast eins og karlar og líta út fyrir að vera karlar. Fólk villl hins vegar kveikja á sjónvarpinu og sjá fallegar og hamingjusamar konur. Við erum að gefa fólkinu það sem það vill.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira