Samúel Ívar Árnason verður næsti þjálfari Íslandsmeistara HK í handbolta. Hann tekur við starfinu af Kristni Guðmundssyni sem er á leið til Noregs.
Þetta kemur fram á heimasíðu HK í dag en Samúle Ívar lék með liðinu frá 1999 til 2004. Faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK á árum áður.
Samúel hefur verið búsettur í Noregi frá árin 2007 og starfað þar sem þjálfari, bæði hjá karla- og kvennaliðum. Hann er væntanlegur til landsins í næstu viku og mun þá skrifa formlega undir.
