Ég hefði getað drepið einhvern Inga María Árnadóttir skrifar 27. janúar 2017 12:00 Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Ég sem ætlaði alltaf að verða hjúkrunarfræðingurinn sem myndi ekki framkvæma nein lyfjamistök á ferlinum. Áður en ég vissi hafði ég tekið á rás eftir ganginum, inn til deildarstjórans og bunað út úr mér: „Ég gaf röng lyf! Ég gaf einum sjúklingi lyf sem annar sjúklingur átti að fá!“. Mín fyrstu viðbrögð voru að láta einhvern vita í von um að bjarga því sem bjargað yrði, enda öryggi skjólstæðingsins mér efst í huga.SkömmÍ kjölfarið voru lyfjablöðin yfirfarin og kallað í lækni, auk þess sem aðstandendur og sjúklingur voru látnir vita. Gerð var atvikaskráning og var ég látin skrifa undir hana. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. Skömmin var svo mikil að ég þorði ekki að horfa framan í einn einasta mann. Allra síst samstarfsfélaga mína. Sem betur fer hafði lyfjaskammturinn ekki skaðleg áhrif á sjúklinginn og hann tók fréttunum af miklu æðruleysi, auk þess sem aðstandendur sýndu atvikinu aðdáunarverðan skilning. Léttirinn, að geta sagt frá atvikinu og talað um það var gífurlegur. Ég öðlaðist frið. Lyfjamistök, sem og önnur mistök innan heilbrigðisþjónustunnar, eru mikið feimnismál. Vanskráning atvika er talin stafa af hræðslu við viðbrögð stjórnenda og samstarfsfólks og hættu á að vera refsað eða sviptur starfsleyfi. Séu mistökin ekki skráð, tilkynnt eða falin með einhverjum hætti, mun það ekki aðeins hafa neikvæð áhrif á starfsemi og öryggi innan spítalans heldur einnig á líðan þess sem framkvæmir þau. Ekki má gera lítið úr því andlega álagi sem fylgir því að valda mistökum.Úllen, dúllen, doffRannsóknir sýna að helstu orsakir lyfjamistaka eru truflanir, vinnuálag og nýtt eða óreynt starfsfólk. Eins og gefur að skilja nær þjálfunin í náminu ekki utan um þær fjölmörgu aðstæður sem geta komið upp á starfsvettvangi. Vinnuálag er afar breytilegt frá einum vinnustað til annars og oft koma upp aðstæður sem ekki er hægt að sjá fyrir. Ábyrgðin sem hvílir á hjúkrunarfræðingum er ekkert grín. Sjúklingurinn hefði getað hlotið mikinn skaða af og jafnvel dáið. En fyrir einskæra heppni skaðaðist sjúklingurinn ekki og lærði af mistökunum. Ég bætti mig í starfi og varð ábyrgari hjúkrunarfræðingur fyrir vikið. En ég hefði vel getað verið óheppin þennan dag. En alvarlegar gloppur eru í kerfinu ef heppni getur ráðið úrslitum í meðferð sjúklinga. Það er óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.LyfjagreinirMedEye er lyfjagreinir sem tryggir að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma. Tækið skannar lyfin og greinir ólíkar töflur í sundur. Síðan er skammturinn borinn saman við auðkenni sjúklingsins og þannig er hægt að koma í veg fyrir lyfjamistök. MedEye er íslensk-hollensk hönnun og er komin á markað í Bretlandi og Hollandi. Nú er verið að reyna að fá forsvarsmenn Landspítalans til þess að prófa að taka kerfið í notkun en það gengur brösulega. Breytingar á tölvukerfum spítalans taka tíma og þau eru líka ansi úrelt. Þá kosta breytingar auðvitað peninga, en talað er að upphæðin jafngildi stöðugildi eins hjúkrunarfræðings á 200-300 rúma sjúkrahúsi. Fyrir mitt leyti er þó aldrei hægt að setja verðmiða á öryggi sjúklinga. Ég get því ekki annað en barist fyrir því að lyfjagreinar verði teknir í notkun á sjúkrastofnunum landsins.Launaðir leiðbeinendurÞegar ég mæti í verknám á heilbrigðisstofnun vil ég að hjúkrunarfræðingurinn sem ég á að fylgja þann dag sé meðvitaður um hvaða verklegu þætti ég þarf að ná tökum á. Hann þarf einnig að hafa áhuga á því að kenna mér og ég vil einnig að viðkomandi fái greitt fyrir handleiðsluna vegna þess að því fylgir auka álag að kenna nema, ef vel á að vera að því staðið. Í dag, kemur fyrir að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar með litla starfsreynslu þurfi jafnvel að taka að sér nema, því Landspítali er jú háskólasjúkrahús og starfsmennirnir því haldnir kennsluskyldu. Þeir fá hvorki greitt fyrir það né vita hvað þeir eiga að vera að kenna. Það er algjörlega óásættanlegt.Fjármögnun háskólannaFrá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef ekki verður ráðist í þessar breytingar og fjárþörfinni mætt liggur beinast við að það þurfi að endurskoða starfsemi háskólans. Það myndi hafa neikvæðar afleiðingar fyrir allt nám innan háskólans og segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ritstjórnarpistli Læknablaðsins að „afleiðinganna myndi ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu. Háskóli Íslands og Landspítalinn starfa sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði“ en nú eru meira en 2000 nemendur sem þurfa nauðsynlega þjálfun á spítalanum. „Hagmunir Háskóla Íslands og Landspítalans, sem einnig hefur verið vanfjármagnaður um langa hríð, eru því nátengdir og ljóst að áframhaldandi vanfjármögnun háskólans mun leiða til alvarlegs skorts á fagfólki í heilbrigðiskerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Þar sem nýskipaður menntamálaráðherra er fyrrum heilbrigðisráðherra vænti ég þess að hann sé fullmeðvitaður um mikilvægi þess fjármunir verði settir í menntun og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum. Mun Vaka því halda ótrauð áfram að beita sér fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Ég sem ætlaði alltaf að verða hjúkrunarfræðingurinn sem myndi ekki framkvæma nein lyfjamistök á ferlinum. Áður en ég vissi hafði ég tekið á rás eftir ganginum, inn til deildarstjórans og bunað út úr mér: „Ég gaf röng lyf! Ég gaf einum sjúklingi lyf sem annar sjúklingur átti að fá!“. Mín fyrstu viðbrögð voru að láta einhvern vita í von um að bjarga því sem bjargað yrði, enda öryggi skjólstæðingsins mér efst í huga.SkömmÍ kjölfarið voru lyfjablöðin yfirfarin og kallað í lækni, auk þess sem aðstandendur og sjúklingur voru látnir vita. Gerð var atvikaskráning og var ég látin skrifa undir hana. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. Skömmin var svo mikil að ég þorði ekki að horfa framan í einn einasta mann. Allra síst samstarfsfélaga mína. Sem betur fer hafði lyfjaskammturinn ekki skaðleg áhrif á sjúklinginn og hann tók fréttunum af miklu æðruleysi, auk þess sem aðstandendur sýndu atvikinu aðdáunarverðan skilning. Léttirinn, að geta sagt frá atvikinu og talað um það var gífurlegur. Ég öðlaðist frið. Lyfjamistök, sem og önnur mistök innan heilbrigðisþjónustunnar, eru mikið feimnismál. Vanskráning atvika er talin stafa af hræðslu við viðbrögð stjórnenda og samstarfsfólks og hættu á að vera refsað eða sviptur starfsleyfi. Séu mistökin ekki skráð, tilkynnt eða falin með einhverjum hætti, mun það ekki aðeins hafa neikvæð áhrif á starfsemi og öryggi innan spítalans heldur einnig á líðan þess sem framkvæmir þau. Ekki má gera lítið úr því andlega álagi sem fylgir því að valda mistökum.Úllen, dúllen, doffRannsóknir sýna að helstu orsakir lyfjamistaka eru truflanir, vinnuálag og nýtt eða óreynt starfsfólk. Eins og gefur að skilja nær þjálfunin í náminu ekki utan um þær fjölmörgu aðstæður sem geta komið upp á starfsvettvangi. Vinnuálag er afar breytilegt frá einum vinnustað til annars og oft koma upp aðstæður sem ekki er hægt að sjá fyrir. Ábyrgðin sem hvílir á hjúkrunarfræðingum er ekkert grín. Sjúklingurinn hefði getað hlotið mikinn skaða af og jafnvel dáið. En fyrir einskæra heppni skaðaðist sjúklingurinn ekki og lærði af mistökunum. Ég bætti mig í starfi og varð ábyrgari hjúkrunarfræðingur fyrir vikið. En ég hefði vel getað verið óheppin þennan dag. En alvarlegar gloppur eru í kerfinu ef heppni getur ráðið úrslitum í meðferð sjúklinga. Það er óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.LyfjagreinirMedEye er lyfjagreinir sem tryggir að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma. Tækið skannar lyfin og greinir ólíkar töflur í sundur. Síðan er skammturinn borinn saman við auðkenni sjúklingsins og þannig er hægt að koma í veg fyrir lyfjamistök. MedEye er íslensk-hollensk hönnun og er komin á markað í Bretlandi og Hollandi. Nú er verið að reyna að fá forsvarsmenn Landspítalans til þess að prófa að taka kerfið í notkun en það gengur brösulega. Breytingar á tölvukerfum spítalans taka tíma og þau eru líka ansi úrelt. Þá kosta breytingar auðvitað peninga, en talað er að upphæðin jafngildi stöðugildi eins hjúkrunarfræðings á 200-300 rúma sjúkrahúsi. Fyrir mitt leyti er þó aldrei hægt að setja verðmiða á öryggi sjúklinga. Ég get því ekki annað en barist fyrir því að lyfjagreinar verði teknir í notkun á sjúkrastofnunum landsins.Launaðir leiðbeinendurÞegar ég mæti í verknám á heilbrigðisstofnun vil ég að hjúkrunarfræðingurinn sem ég á að fylgja þann dag sé meðvitaður um hvaða verklegu þætti ég þarf að ná tökum á. Hann þarf einnig að hafa áhuga á því að kenna mér og ég vil einnig að viðkomandi fái greitt fyrir handleiðsluna vegna þess að því fylgir auka álag að kenna nema, ef vel á að vera að því staðið. Í dag, kemur fyrir að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar með litla starfsreynslu þurfi jafnvel að taka að sér nema, því Landspítali er jú háskólasjúkrahús og starfsmennirnir því haldnir kennsluskyldu. Þeir fá hvorki greitt fyrir það né vita hvað þeir eiga að vera að kenna. Það er algjörlega óásættanlegt.Fjármögnun háskólannaFrá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef ekki verður ráðist í þessar breytingar og fjárþörfinni mætt liggur beinast við að það þurfi að endurskoða starfsemi háskólans. Það myndi hafa neikvæðar afleiðingar fyrir allt nám innan háskólans og segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ritstjórnarpistli Læknablaðsins að „afleiðinganna myndi ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu. Háskóli Íslands og Landspítalinn starfa sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði“ en nú eru meira en 2000 nemendur sem þurfa nauðsynlega þjálfun á spítalanum. „Hagmunir Háskóla Íslands og Landspítalans, sem einnig hefur verið vanfjármagnaður um langa hríð, eru því nátengdir og ljóst að áframhaldandi vanfjármögnun háskólans mun leiða til alvarlegs skorts á fagfólki í heilbrigðiskerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Þar sem nýskipaður menntamálaráðherra er fyrrum heilbrigðisráðherra vænti ég þess að hann sé fullmeðvitaður um mikilvægi þess fjármunir verði settir í menntun og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum. Mun Vaka því halda ótrauð áfram að beita sér fyrir því.
Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar