EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar 15. desember 2025 10:00 Varaformaður Miðflokksins steig í pontu Alþingis nýlega og talaði um að “taka stjórn” á landamærunum með því að hefta innflutning EES-fólks, og sagði beinlínis að ef það gengi ekki þá þyrfti að skoða að segja EES-samningnum upp. Það leið hins vegar ekki nema einn dagur þar til varaformaðurinn þurfti að draga í land; hann vildi víst bara “opna” umræðuna og meinti þetta alls ekki. Ég ætla ekki að endurtaka umræðuna um ávinning EES-samningsins, það hafa aðrir gert. Ég ætla að tala um fólkið og tölurnar — og byrja á einni staðreynd: fyrir hverja 2 Íslendinga búsetta í EES eru um 3 EES-búar búsettir á Íslandi. Íslenskir ríkisborgarar búsettir á Íslandi: 325.504 (1. des. 2024) Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis: 50.923 (1. des. 2024) Erlendir ríkisborgarar alls á Íslandi: 80.546 (1. des. 2024) EES-búar á Íslandi (ESB 27 + Noregur + Liechtenstein): 59.138 (1. des. 2024) Næstum því helmingur þeirra eru Pólverjar sem hafa lengi flust hingað til vinnu eða 45% Íslendingar búsettir í EES-löndum:39.571 (1. des. 2024) Þessar tölur sýna berlega hversu djúp menningarleg, félagsleg og efnahagsleg tengsl Íslands við Evrópu eru: um fjórir af hverjum fimm Íslendingum búsettum erlendis eru innan EES. En þessar tölur segja samt bara hluta sögunnar því skoða þarf aldursamsetningu og hlutverk þessa hópa innan þeirra landa sem þeir búa. EES-búar á Íslandi (1. des. 2024): 20–64: 83,6% — þetta er vinnualdur. 65+: 2,1% Þegar við síðan skoðum aldursamsetningu Íslendinga sem búa í EES þá er stærstur hluti þeirra á norðurlöndum, blanda af fólki á vinnumarkaði, í námi og merkjanlegum stærri hluta eldra fólks. Íslendingar á Norðurlöndum (1. des. 2024): 20–64: 70,0% 65+: 9,2% Fjöldi Íslendinga býr einnig á suðlægri slóðum en þar flytur fólk til að njóta eldri áranna í sólinni, flýr Íslenska húsnæðismarkaðinn og dýrtíðina. Íslendingar á Spáni (1. des. 2024): 20–64: 57,6%Hluti þessa hóps eru langveikir og öryrkjar sem ná ekki að lifa hér á landi sökum dýrtíðar. 65+: 23,6% Þegar þessi tölfræði er skoðuð sést berlega að fólk frá EES kemur hingað fyrst og fremst til að vinna enda er atvinnuþáttaka þeirra hlutfallslega hærri en okkar eða 89% á móti 82%. Þetta fólk, ásamt öðrum innflytjendum, mannar að mestu lægst launuðu störfin á landinu og þau laun eru síðan tekin af þeim aftur í leigu sem er í engu samhengi við laun og aðrar hagstærðir — og hvað þá annars staðar í Evrópu.Þannig að það er ljóst hverjir hagnast mest á komu þessa fólks, það eru þeir sem eiga fyrirtækin sem þau vinna hjá og húsnæðið sem þau næstum því undantekningarlaust leigja dýrum dómum. Við sjáum þetta skýrt í tölum sem sýna meðalleigu á íbúð sem hlutfall af lágmarkslaunum í Reykjavík borið saman við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndum. Reykjavík 2000: 43% (svipað og á Norðurlöndum: 41–46%) Reykjavík í dag: yfir 67% Norðurlönd í dag: enn um 45% (Kaupmannahöfn t.d. 46%). Þess vegna var varaformaðurinn neyddur til að draga í land með eftirá skýringum, þarna eru hagsmunir fárra sem ber að tala varlega um. EES er ekki bara “útlendingar hingað”. Þetta eru líka tugþúsundir Íslendinga erlendis sem reiða sig á réttindi og stöðugleika — og það er verið að setja stöðu þeirra í uppnám þegar menn henda fram uppsögn samningsins bara til að losna við útlendinga sem þó vinna nauðsynleg störf hér á landi. Ef menn ætla að gera þetta að pólitísku skotmarki til að veiða atkvæði, þá verða þeir að svara spurningum sem þeir forðast: Hvað tekur við þegar fólk missir öryggið sitt úti og þarf að flytja heim? Og hvað gerist þegar við missum allt þetta vinnandi fólk úr landi? Heimildir: Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Nordic Statistics, INE á Spáni og OECD Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna og áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein EES-samningurinn Alþingi Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Varaformaður Miðflokksins steig í pontu Alþingis nýlega og talaði um að “taka stjórn” á landamærunum með því að hefta innflutning EES-fólks, og sagði beinlínis að ef það gengi ekki þá þyrfti að skoða að segja EES-samningnum upp. Það leið hins vegar ekki nema einn dagur þar til varaformaðurinn þurfti að draga í land; hann vildi víst bara “opna” umræðuna og meinti þetta alls ekki. Ég ætla ekki að endurtaka umræðuna um ávinning EES-samningsins, það hafa aðrir gert. Ég ætla að tala um fólkið og tölurnar — og byrja á einni staðreynd: fyrir hverja 2 Íslendinga búsetta í EES eru um 3 EES-búar búsettir á Íslandi. Íslenskir ríkisborgarar búsettir á Íslandi: 325.504 (1. des. 2024) Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis: 50.923 (1. des. 2024) Erlendir ríkisborgarar alls á Íslandi: 80.546 (1. des. 2024) EES-búar á Íslandi (ESB 27 + Noregur + Liechtenstein): 59.138 (1. des. 2024) Næstum því helmingur þeirra eru Pólverjar sem hafa lengi flust hingað til vinnu eða 45% Íslendingar búsettir í EES-löndum:39.571 (1. des. 2024) Þessar tölur sýna berlega hversu djúp menningarleg, félagsleg og efnahagsleg tengsl Íslands við Evrópu eru: um fjórir af hverjum fimm Íslendingum búsettum erlendis eru innan EES. En þessar tölur segja samt bara hluta sögunnar því skoða þarf aldursamsetningu og hlutverk þessa hópa innan þeirra landa sem þeir búa. EES-búar á Íslandi (1. des. 2024): 20–64: 83,6% — þetta er vinnualdur. 65+: 2,1% Þegar við síðan skoðum aldursamsetningu Íslendinga sem búa í EES þá er stærstur hluti þeirra á norðurlöndum, blanda af fólki á vinnumarkaði, í námi og merkjanlegum stærri hluta eldra fólks. Íslendingar á Norðurlöndum (1. des. 2024): 20–64: 70,0% 65+: 9,2% Fjöldi Íslendinga býr einnig á suðlægri slóðum en þar flytur fólk til að njóta eldri áranna í sólinni, flýr Íslenska húsnæðismarkaðinn og dýrtíðina. Íslendingar á Spáni (1. des. 2024): 20–64: 57,6%Hluti þessa hóps eru langveikir og öryrkjar sem ná ekki að lifa hér á landi sökum dýrtíðar. 65+: 23,6% Þegar þessi tölfræði er skoðuð sést berlega að fólk frá EES kemur hingað fyrst og fremst til að vinna enda er atvinnuþáttaka þeirra hlutfallslega hærri en okkar eða 89% á móti 82%. Þetta fólk, ásamt öðrum innflytjendum, mannar að mestu lægst launuðu störfin á landinu og þau laun eru síðan tekin af þeim aftur í leigu sem er í engu samhengi við laun og aðrar hagstærðir — og hvað þá annars staðar í Evrópu.Þannig að það er ljóst hverjir hagnast mest á komu þessa fólks, það eru þeir sem eiga fyrirtækin sem þau vinna hjá og húsnæðið sem þau næstum því undantekningarlaust leigja dýrum dómum. Við sjáum þetta skýrt í tölum sem sýna meðalleigu á íbúð sem hlutfall af lágmarkslaunum í Reykjavík borið saman við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndum. Reykjavík 2000: 43% (svipað og á Norðurlöndum: 41–46%) Reykjavík í dag: yfir 67% Norðurlönd í dag: enn um 45% (Kaupmannahöfn t.d. 46%). Þess vegna var varaformaðurinn neyddur til að draga í land með eftirá skýringum, þarna eru hagsmunir fárra sem ber að tala varlega um. EES er ekki bara “útlendingar hingað”. Þetta eru líka tugþúsundir Íslendinga erlendis sem reiða sig á réttindi og stöðugleika — og það er verið að setja stöðu þeirra í uppnám þegar menn henda fram uppsögn samningsins bara til að losna við útlendinga sem þó vinna nauðsynleg störf hér á landi. Ef menn ætla að gera þetta að pólitísku skotmarki til að veiða atkvæði, þá verða þeir að svara spurningum sem þeir forðast: Hvað tekur við þegar fólk missir öryggið sitt úti og þarf að flytja heim? Og hvað gerist þegar við missum allt þetta vinnandi fólk úr landi? Heimildir: Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Nordic Statistics, INE á Spáni og OECD Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna og áhugamaður um betra samfélag.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun