Líknarmeðferð, aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing - Fyrri grein Björn Einarsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Í Fréttatímanum 14. janúar sl. birtist viðtal við Rob Jonquiére, hollenskan lækni, sem mælti fyrir líknardeyðingu lækna á dauðvona sjúklingum, eins og löglegt hefur verið í Hollandi frá 2002. Einnig kynnti hann skoðanir sínar á fundi Siðfræðiráðs lækna 10. janúar síðastliðinn. Markmið þessarar greinar er að lýsa þeim þremur ólíkum kerfum sem við lýði eru í heiminum við líknardeyðingu, þannig að upplýst umræða verði í íslensku samfélagi um þessi mál.Líknarmeðferð hérlendis Líknarmeðferð sem stunduð er hérlendis og erlendis felst í því að lina þjáningar deyjandi sjúklinga án ásetnings um að stytta líf þeirra. Hún á uppruna sinn í Hospice-hreyfingunni. Engin takmörk eru á því hvað má gefa mikið af lyfjum í þeim tilgangi, jafnvel þó það þurfi að svæfa sjúklinginn líknarsvefni, þó svo það kunni að stytta líf hans. Það er gert samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar: „Það er réttmætt við sérstakar aðstæður að framkvæma verknað sem hefur auk þeirrar góðu afleiðingar sem stefnt er að, aðrar afleiðingar, sem aldrei er réttlætanlegt að stefna að af ráðnum hug“. Höfundur lögmálsins er heimspekingur kaþólsku kirkjunnar Thomas Aquinas (1225-1274). Þannig getum við veitt fullnægjandi líknarmeðferð án þess að það sé ásetningur að stytta líf sjúklingsins.Aðstoð við sjálfsvíg í Sviss Aðstoð við sjálfsvíg var leyfð í Sviss 1948, með því að fella niður þá lagagrein sem bannaði það. Ekki veit ég til að önnur ríki hafi tekið upp þetta fyrirkomulag. Upp úr 1980 var komið á fót fyrstu einkareknu leikmannastofnuninni sem aðstoðaði fólk við sjálfsvíg. Eina skilyrðið er að ekki séu neinir fjárhagslegir hagsmunir fyrir hendi. Ekki eru nein skilyrði fyrir því að um dauðvona sjúklinga sé um að ræða og dæmi er um að frískur maki hafi fylgt dauðvona eiginkonu sinni í dauðann. Einstaklingar leita sjálfir til stofnunarinnar með ósk um aðstoð þeirra sem þar starfa við sjálfsvíg sitt. Lögð er áhersla á staðfestingu að hann hafi óskað eftir aðstoðinni, skriflega eða á myndbandi. Læknar koma þar ekki nærri. Viðkomandi verður sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, geti hann það ekki verður ekkert af sjálfsvíginu. Að sjálfsvíginu loknu er kallað á lögregluna sem staðfestir það. Ekkert opinbert eftirlit hefur verið með starfseminni hingað til, né hefur þessi aðstoð við sjálfsvíg verið bundin við svissneskan ríkisborgarétt.Aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku Mörg ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Kanada hafa tekið upp strangt kerfi með opinberu eftirliti og fer þeim ríkjum fjölgandi. Ekki geta aðrir lagt fram beiðni um aðstoð við sjálfsvíg en þeir sem eru heimilisfastir í ríkinu og þarlendir ríkisborgarar. Skilyrði er að sjúklingurinn sé dauðvona innan skamms tíma og þarf það að vera staðfest af tveimur læknum. Beiðni sjúklingsins þarf að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vera vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er öll í yfirumsjón læknisins. Sjúklingurinn þarf sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, annars verður ekkert af því.Bein líknardeyðing í Hollandi Auk Hollands hafa Belgía og Lúxemborg tekið upp þetta fyrirkomulag. Forsendurnar eru jafnstrangar og við aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku. Staðfest þarf að vera af tveimur læknum að sjúklingurinn sé dauðvona. Einnig þarf beiðni sjúklingsins að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er alfarið í höndum læknis sjúklingsins, sem gefur honum tvær sprautur sem leiða sjúklinginn til dauða. Læknirinn gefur síðan skýrslu til opinberrar eftirlitsnefndar. Aðeins í þessu kerfi er hægt að deyða sjúkling sem ekki getur gert það með eigin hendi og að gera lífsskrá um að vera deyddur við ákveðnar aðstæður, þar sem framkvæmdin er ekki í höndum sjúklingsins sjálfs. Í næstu grein verður gerð grein fyrir þeim rökum sem þarf að íhuga við val á hvernig við viljum hafa dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í Fréttatímanum 14. janúar sl. birtist viðtal við Rob Jonquiére, hollenskan lækni, sem mælti fyrir líknardeyðingu lækna á dauðvona sjúklingum, eins og löglegt hefur verið í Hollandi frá 2002. Einnig kynnti hann skoðanir sínar á fundi Siðfræðiráðs lækna 10. janúar síðastliðinn. Markmið þessarar greinar er að lýsa þeim þremur ólíkum kerfum sem við lýði eru í heiminum við líknardeyðingu, þannig að upplýst umræða verði í íslensku samfélagi um þessi mál.Líknarmeðferð hérlendis Líknarmeðferð sem stunduð er hérlendis og erlendis felst í því að lina þjáningar deyjandi sjúklinga án ásetnings um að stytta líf þeirra. Hún á uppruna sinn í Hospice-hreyfingunni. Engin takmörk eru á því hvað má gefa mikið af lyfjum í þeim tilgangi, jafnvel þó það þurfi að svæfa sjúklinginn líknarsvefni, þó svo það kunni að stytta líf hans. Það er gert samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar: „Það er réttmætt við sérstakar aðstæður að framkvæma verknað sem hefur auk þeirrar góðu afleiðingar sem stefnt er að, aðrar afleiðingar, sem aldrei er réttlætanlegt að stefna að af ráðnum hug“. Höfundur lögmálsins er heimspekingur kaþólsku kirkjunnar Thomas Aquinas (1225-1274). Þannig getum við veitt fullnægjandi líknarmeðferð án þess að það sé ásetningur að stytta líf sjúklingsins.Aðstoð við sjálfsvíg í Sviss Aðstoð við sjálfsvíg var leyfð í Sviss 1948, með því að fella niður þá lagagrein sem bannaði það. Ekki veit ég til að önnur ríki hafi tekið upp þetta fyrirkomulag. Upp úr 1980 var komið á fót fyrstu einkareknu leikmannastofnuninni sem aðstoðaði fólk við sjálfsvíg. Eina skilyrðið er að ekki séu neinir fjárhagslegir hagsmunir fyrir hendi. Ekki eru nein skilyrði fyrir því að um dauðvona sjúklinga sé um að ræða og dæmi er um að frískur maki hafi fylgt dauðvona eiginkonu sinni í dauðann. Einstaklingar leita sjálfir til stofnunarinnar með ósk um aðstoð þeirra sem þar starfa við sjálfsvíg sitt. Lögð er áhersla á staðfestingu að hann hafi óskað eftir aðstoðinni, skriflega eða á myndbandi. Læknar koma þar ekki nærri. Viðkomandi verður sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, geti hann það ekki verður ekkert af sjálfsvíginu. Að sjálfsvíginu loknu er kallað á lögregluna sem staðfestir það. Ekkert opinbert eftirlit hefur verið með starfseminni hingað til, né hefur þessi aðstoð við sjálfsvíg verið bundin við svissneskan ríkisborgarétt.Aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku Mörg ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Kanada hafa tekið upp strangt kerfi með opinberu eftirliti og fer þeim ríkjum fjölgandi. Ekki geta aðrir lagt fram beiðni um aðstoð við sjálfsvíg en þeir sem eru heimilisfastir í ríkinu og þarlendir ríkisborgarar. Skilyrði er að sjúklingurinn sé dauðvona innan skamms tíma og þarf það að vera staðfest af tveimur læknum. Beiðni sjúklingsins þarf að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vera vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er öll í yfirumsjón læknisins. Sjúklingurinn þarf sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, annars verður ekkert af því.Bein líknardeyðing í Hollandi Auk Hollands hafa Belgía og Lúxemborg tekið upp þetta fyrirkomulag. Forsendurnar eru jafnstrangar og við aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku. Staðfest þarf að vera af tveimur læknum að sjúklingurinn sé dauðvona. Einnig þarf beiðni sjúklingsins að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er alfarið í höndum læknis sjúklingsins, sem gefur honum tvær sprautur sem leiða sjúklinginn til dauða. Læknirinn gefur síðan skýrslu til opinberrar eftirlitsnefndar. Aðeins í þessu kerfi er hægt að deyða sjúkling sem ekki getur gert það með eigin hendi og að gera lífsskrá um að vera deyddur við ákveðnar aðstæður, þar sem framkvæmdin er ekki í höndum sjúklingsins sjálfs. Í næstu grein verður gerð grein fyrir þeim rökum sem þarf að íhuga við val á hvernig við viljum hafa dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun