Innlent

Telja snjómoksturinn ekki boðlegan

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjarráð Vesturbyggðar gagnrýnir tækjabúnað Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum.
Bæjarráð Vesturbyggðar gagnrýnir tækjabúnað Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum. Fréttablaðið/Pjetur
„Sýnilegt er að tækjakostur Vegagerðarinnar annar engan veginn því álagi og snjómagni sem nú er,“ segir bæjarstjórn Vesturbyggðar sem „lýsir áhyggjum vegna þess ástands sem upp er komið í snjómokstursmálum á sunnanverðum Vestfjörðum“.

Bæjarstjórnin skorar á Vegagerðina að bæta tækjakost og fyrirkomulag snjómokstursins. „Einbreið leið er milli Bíldudals og Patreksfjarðar sem og frá Patreksfirði yfir á Barðaströnd. Þá er ekki hægt að treysta á að búið sé að ryðja leiðina milli þéttbýlisstaðanna snemma að morgni sem er óboðlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×