Lífið

Drangar fá gullplötu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hljómsveitin Drangar.
Hljómsveitin Drangar. Mynd/Jón Þór Þorleifsson
Fyrsta skífa hljómsveitarinnar Dranga hefur nú selst í 5000 eintökum og hefur náð því takmarki að vera gullplata. Platan, sem ber nafn hljómsveitarinnar, kom út þann 23. október og eru þeir félagar Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjóns eru, samkvæmt tilkynningu frá hljómsveitinni, himin lifandi yfir þessum miklu og góðu móttökum sem diskurinn þeirra hefur fengið.

Meðfram því að gefa út plötuna hafa þeir túrað um landið og haldið alls 30 tónleika á síðustu vikum og hefur það verið mikið og gott ævintýri.

„Gaman er frá því að segja að þemað í þessari ferð þeirra um landið var að spila í félagsheimilum og var það óneitanlega mjög skemmtilegt að heimsækja hin ýmsu félagsheimili. Mörg þeirra eru mjög lítið notuð í seinni tíð meðan önnur hafa verið gerð glæsilega upp og eru orðin að sannkölluðum tónleikahöllum. Á tónleikunum hafa þeir flutt efni af nýju plötunni í bland við annað efni sem þeir hafa gefið út áður.“

Á laugardaginn halda Drangar upp á gullplötuna og loka hringnum með tónleikum í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er forsala miða á heimasíðu þeirra félaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.