Handbolti

For­maður hkd. Hauka: HSÍ ætti að vera löngu búið að af­lýsa öllum mótum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá Haukum í vetur.
Úr leik hjá Haukum í vetur. vísir/bára

Formaður handknattleiksdeildar Hauka, Þorgeir Haraldsson, setur mikla pressu á HSÍ að öll mót innan handboltahreyfingarinnar verði flautuð af vegna kórónuveirunnar.

Handboltinn hefur verið í hléi vegna kórónuveirunnar frá því 12. mars en HSÍ hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort að klára eigi mótið í sumar eða blása tímabilið af eins og karfan gerði.

Þorgeir setur inn pistil á Facebook-síðu Hauka fyrr í vikunni þar sem hann segir að staðan sem upp er komin hér heima eins og annarsstaðar sé merkileg.

„Við erum nú í stöðu sem við höfum ekki upplifað áður og þá breytist margt eins og við öll finnum fyrir,“ skrifar Þorgeir í pistlinum.

Hann tekur undir orð Gunnars Valgeirssonar, prófessors, sem skrifaði í Morgunblaðið á dögunum að við værum í íþróttafangelsi. Hann segir að það sé ekkert annað í stöðunni en að blása tímabilið af.

„Það er mín skoðun að HSÍ ætti að vera löngu búið að aflýsa öllum mótum í handbolta þennan veturinn og hef ég lýst þeirri skoðun minni marg oft við framkvæmdastjóra HSÍ. Vonast ég til að það komi yfirlýsing þaðan nú um mánaðarmótin í síðasta lagi.“

„Við skulum ekki gera ráð fyrir neinni starfsemi hjá okkur í handboltanum næstu vikurnar og geri ég ekki ráð fyrir öðru en að yfirstandandi mót verði blásið af svo við getum farið að skipuleggja starfið og undirbúið liðin okkar fyrir næstu leiktíð.“

Allan pistil má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.