Viðskipti innlent

Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjörutíu starfsmann Icelandair hotels misstu vinnuna.
Fjörutíu starfsmann Icelandair hotels misstu vinnuna. Icelandair Hotels

Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. Túristi greinir frá þessu.

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir í samtali við Túrista að Vinnumálastofnun hafi verið greint frá aðgerðunum. Uppsagnirnar séu viðbrögð við lélegri bókunarstöðu hótela og veitingastaða næstu vikur og mánuði.

Því hafi þurft að bregðast við lækkun tekna.

Kórónuveiran og útbreiðsla hennar hefur haft áhrif á markaði víða um heim.

 

Þá var níu starfsmönnum sagt upp hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures í lok febrúar. Styrmir Þór Bragason forstjóri tjáir Túrista að um sé að ræða starfsmenn bæði á Íslandi og Vilnius í Litháen. Samhliða aðgerðunum verði kaup af verktökum minnkuð.

„Við höfum einnig endurskipulagt framboð okkar næstu mánuði til að mæta væntanlegum samdrætti í fjölda ferðamanna til Íslands,” segir Styrmir Þór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×