Erlent

King vinnur að framhaldi The Shining

The Shining kom út árið 1977 og var kvikmynduð árið 1980.
The Shining kom út árið 1977 og var kvikmynduð árið 1980. mynd/AFP
Bandaríski rithöfundurinn Stephen King tilkynnti á fyrirlestri í George Mason Háskólanum að hann væri að vinna að framhaldi The Shining. Bókin er ein vinsælasta skáldsaga King. Leikstjórinn Stanley Kubrick framleiddi og leikstýrði kvikmynd byggða á bókinni.

King sagði framhaldið heita Dr. Sleep og las hann nokkra kafla fyrir nemendur háskólans.

Söguhetja The Shining, Danny Torrance, snýr aftur í Dr. Sleep sem fullorðinn maður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×