Ókurteisi færist í vöxt 13. október 2005 15:31 Ókurteisi og niðurlægjandi framkoma við fólk í þjónustustörfum hefur færst í vöxt á undanförnum árum. Starfsmenn Tryggingastofnunar fá reglulega sérstaka áfallahjálp vegna erfiðra viðskiptavina og hefur verið kennt að hengja áhyggjurnar upp á snaga í lok vinnudags. Fyrr í vikunni missti viðskiptavinur Landsbankans stjórn á sér og réðst á starfsmann bankans, eins og DV greindi frá. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur nýlokið við herferð til að fá viðskiptavini til að vera kurteisari við fólk í þjónustustörfum vegna þess að niðurlægjandi framkoma viðskiptavina við starfsfólk og virðingarleysi virðist hafa færst í vöxt. Hjá Tryggingastofnun ríkisins eru samskiptin við viðskiptavini almennt góð en Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar, segir að þangað komi margir óánægðir viðskiptavinir vegna eðlis starfseminnar. Fólk fái kannski synjun á umsóknum eða lágar greiðslur og reiðist þess vegna. Vegna þessa eru haldir reglulegir fundir með starfsmönnum þar sem erfiðar uppákomur eru ræddar. Margrét segir þetta lið í áfalllahjálp þar sem starfsmenn ræði sín mál og fólk skiptist á skoðunum og þannig losi starfsmenn sig við óþægindin sem fylgi oft vinnunni. Nýlega fengu starfsmenn nýja einkennisbúninga en þeir hafa það hlutverk að hjálpa starfsmönnum að takast á við erfiðleika í vinnunni. Margrét segir að á kvöldin segi starfsmenn að þeir fari úr búningunum og hengi áhyggjur dagsins inn í skáp. Það sé mjög ánægjulegt. Margrét segir enn fremur að hugsanlega ættu fleiri vinnustaðir að taka þetta upp. Hún taki eftir því sem almennur viðskiptavinur að fólki hiki ekki við að vera ókurteist við starfsfólk og láti dagsformið þá ráða. Af því hafi hún áhyggjur. Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ókurteisi og niðurlægjandi framkoma við fólk í þjónustustörfum hefur færst í vöxt á undanförnum árum. Starfsmenn Tryggingastofnunar fá reglulega sérstaka áfallahjálp vegna erfiðra viðskiptavina og hefur verið kennt að hengja áhyggjurnar upp á snaga í lok vinnudags. Fyrr í vikunni missti viðskiptavinur Landsbankans stjórn á sér og réðst á starfsmann bankans, eins og DV greindi frá. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur nýlokið við herferð til að fá viðskiptavini til að vera kurteisari við fólk í þjónustustörfum vegna þess að niðurlægjandi framkoma viðskiptavina við starfsfólk og virðingarleysi virðist hafa færst í vöxt. Hjá Tryggingastofnun ríkisins eru samskiptin við viðskiptavini almennt góð en Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar, segir að þangað komi margir óánægðir viðskiptavinir vegna eðlis starfseminnar. Fólk fái kannski synjun á umsóknum eða lágar greiðslur og reiðist þess vegna. Vegna þessa eru haldir reglulegir fundir með starfsmönnum þar sem erfiðar uppákomur eru ræddar. Margrét segir þetta lið í áfalllahjálp þar sem starfsmenn ræði sín mál og fólk skiptist á skoðunum og þannig losi starfsmenn sig við óþægindin sem fylgi oft vinnunni. Nýlega fengu starfsmenn nýja einkennisbúninga en þeir hafa það hlutverk að hjálpa starfsmönnum að takast á við erfiðleika í vinnunni. Margrét segir að á kvöldin segi starfsmenn að þeir fari úr búningunum og hengi áhyggjur dagsins inn í skáp. Það sé mjög ánægjulegt. Margrét segir enn fremur að hugsanlega ættu fleiri vinnustaðir að taka þetta upp. Hún taki eftir því sem almennur viðskiptavinur að fólki hiki ekki við að vera ókurteist við starfsfólk og láti dagsformið þá ráða. Af því hafi hún áhyggjur.
Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira