Innlent

Hækkanir hafa mikil áhrif á barnafjölskyldur

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Anton Brink
Barnafjölskyldur í Reykjavík þurfa að vinna hálfan mánuð meira á næsta ári til að mæta skattahækkunum Besta flokks og Samfylkingar. Þetta fullyrðir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár hafa staðið í dag. Í ræðu sinni sagði Júlíus Vífill að afleiðingar fjárhagsáætlunar Besta flokks og Samfylkingar myndu hafa mjög mikil áhrif á fjárhag barnafjölskyldna. Hann tók dæmi af fjögurra og fimm manna fjölskyldu.

Um fimm manna fjölskylduna sagði Júlíus Vífill: „Fimm manna fjölskylda, hjón með þrjú börn, mun þurfa að greiða 165 þúsund krónur umfram það sem hún greiddi á þessu ári vegna skatta- og gjaldskrárhækkana Besta flokks og Samfylkingar. Sú fjölskylda mun þurfa að afla um 235 þúsund króna tekna umfram það sem hún aflaði á þessu ári og mun þurfa að leggja á sig tveggja vikna vinnu til að ná því."

Júlíus Vífill sagði nær útilokað að fá aukavinnu og kvöldvinnu til að afla þessara tekna. „Það er furðulegt hvernig meirihluti borgarstjórnar reynir að fegra þessa mynd með hálfsannleika.“




Tengdar fréttir

Vildi geta boðið ókeypis handklæði

„Þessi fjárhagsáætlun Samfylkingarinnar og Besta flokksins er góð miðað við aðstæður. Það væri auðvitað frábært að eiga meiri peninga," sagði Jón Gnarr í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. En svona væri staðan núna Unnið væri útfrá þeim aðstæðum sem nú væru uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×