Nægir ný stjórnarskrá? Eva Heiða Önnudóttir skrifar 14. desember 2010 05:30 Nýverið var kosið til Stjórnlagaþings sem mun taka til starfa í febrúar 2011. Ætla má að væntingar til þingsins séu þær að íslenska stjórnkerfið verði betra og jafnvel lýðræðislegra en verið hefur. Varnaðarorðin hér eru að ný stjórnaskrá nægir ekki ein og sér til þess að um raunverulega breytingu verði að ræða á framkvæmd lýðræðis á Íslandi. Kröfuna um að Stjórnlagaþing verði sett á laggirnar má rekja til óánægju með frammistöðu stjórnvalda um og eftir að efnahagkreppa skall á af fullum þunga haustið 2008. En að hverju beindist óánægjan í raun? Hér er gagnlegt að gera greinarmun á hinni formlegu stjórnarskrá, þeirri sem er skrifuð, og hinni óformlegu stjórnarskrá sem er hvernig stjórnskipanin virkar í raun. Óánægja fólks beinist fyrst og fremst að hinni óformlegu stjórnarskrá - hvernig hlutirnir virka í raun - en ekki hinni skrifuðu stjórnarskrá. Hluti af framkvæmd lýðræðis er kosningakerfi og kjördæmaskipan, en það er einungis hluti. Það sem skiptir væntanlega meira máli varðandi frammistöðu stjórnvalda er það sem gerist á milli kosninga. Þannig mun breyting á kosningakerfinu skila sér í breytingum á vali á frambjóðendum, en ekki endilega breytingum á því sem gerist á milli kosninga - en það er einmitt það sem gerist á milli kosninga sem veldur óánægju eða ánægju fólks með lýðræði á Íslandi. Stjórnlagaþingið á að taka til umfjöllunar málefni eins og íslenska stjórnskipun, hlutverk forseta, sjálfstæði dómstóla, kosningakerfi og kjördæmaskipan, lýðræðislega þátttöku almennings, framsal ríkisvalds til alþjóðastofnanna og umhverfismál. Eins og málefnin eru sett fram eru þau mjög opin og ekki liggur ljóst fyrir hvort þau muni bæta framkvæmd lýðræðis, hvorki við kosningar né á milli kosninga. Þar sem ánægja eða óánægja fólks beinist fyrst og fremst að því sem gerist á milli kosninga hvet ég fulltrúa Stjórnlagaþingsins og Alþingis til að hafa í huga að það nægir ekki eitt og sér að gera formbreytingar á framkvæmd kosninga eða auka hlut þjóðaratkvæðnagreiðslna svo fátt eitt sé nefnt, til að bæta framkvæmd lýðræðis. Heldur þarf einnig að taka fyrir það sem gerist á milli kosninga, sem er til dæmis hver ábyrgð ráðherra er í raun, gagnvart hverjum þeir bera ábyrgð og hver hefur eftirlit með störfum ráðherra og þingmanna - á milli kosninga. Jafnframt þarf að hafa í huga að við búum í alþjóðlegu umhverfi og þess vegna er ekki hægt að gera stjórnvöld ábyrg fyrir öllu sem miður fer. Það er samt sem áður mögulega hægt að gera stjórnvöld ábyrg fyrir því hversu vel tekst til við forvarnir, til dæmis gegn alþjóðlegum efnahagskreppum og síðast en ekki síst viðbrögðum þeirra við áföllum, sem þau hafa þó ekki sjálf valdið. Til að svara spurningunni sem var sett fram hér í upphafi, hvort að breyting á Íslensku stjórnarskránni nægi til að þess að bæta framkvæmd lýðræðis á Íslandi er svarið nei það nægir ekki eitt og sér. Það er samt sem áður mikilvægt skref í áttina að að betra og árangursríkara lýðræði en það er hin pólitíska menning - það er hvernig hlutirnir eru framkvæmdir í raun - sem skiptir mestu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Nýverið var kosið til Stjórnlagaþings sem mun taka til starfa í febrúar 2011. Ætla má að væntingar til þingsins séu þær að íslenska stjórnkerfið verði betra og jafnvel lýðræðislegra en verið hefur. Varnaðarorðin hér eru að ný stjórnaskrá nægir ekki ein og sér til þess að um raunverulega breytingu verði að ræða á framkvæmd lýðræðis á Íslandi. Kröfuna um að Stjórnlagaþing verði sett á laggirnar má rekja til óánægju með frammistöðu stjórnvalda um og eftir að efnahagkreppa skall á af fullum þunga haustið 2008. En að hverju beindist óánægjan í raun? Hér er gagnlegt að gera greinarmun á hinni formlegu stjórnarskrá, þeirri sem er skrifuð, og hinni óformlegu stjórnarskrá sem er hvernig stjórnskipanin virkar í raun. Óánægja fólks beinist fyrst og fremst að hinni óformlegu stjórnarskrá - hvernig hlutirnir virka í raun - en ekki hinni skrifuðu stjórnarskrá. Hluti af framkvæmd lýðræðis er kosningakerfi og kjördæmaskipan, en það er einungis hluti. Það sem skiptir væntanlega meira máli varðandi frammistöðu stjórnvalda er það sem gerist á milli kosninga. Þannig mun breyting á kosningakerfinu skila sér í breytingum á vali á frambjóðendum, en ekki endilega breytingum á því sem gerist á milli kosninga - en það er einmitt það sem gerist á milli kosninga sem veldur óánægju eða ánægju fólks með lýðræði á Íslandi. Stjórnlagaþingið á að taka til umfjöllunar málefni eins og íslenska stjórnskipun, hlutverk forseta, sjálfstæði dómstóla, kosningakerfi og kjördæmaskipan, lýðræðislega þátttöku almennings, framsal ríkisvalds til alþjóðastofnanna og umhverfismál. Eins og málefnin eru sett fram eru þau mjög opin og ekki liggur ljóst fyrir hvort þau muni bæta framkvæmd lýðræðis, hvorki við kosningar né á milli kosninga. Þar sem ánægja eða óánægja fólks beinist fyrst og fremst að því sem gerist á milli kosninga hvet ég fulltrúa Stjórnlagaþingsins og Alþingis til að hafa í huga að það nægir ekki eitt og sér að gera formbreytingar á framkvæmd kosninga eða auka hlut þjóðaratkvæðnagreiðslna svo fátt eitt sé nefnt, til að bæta framkvæmd lýðræðis. Heldur þarf einnig að taka fyrir það sem gerist á milli kosninga, sem er til dæmis hver ábyrgð ráðherra er í raun, gagnvart hverjum þeir bera ábyrgð og hver hefur eftirlit með störfum ráðherra og þingmanna - á milli kosninga. Jafnframt þarf að hafa í huga að við búum í alþjóðlegu umhverfi og þess vegna er ekki hægt að gera stjórnvöld ábyrg fyrir öllu sem miður fer. Það er samt sem áður mögulega hægt að gera stjórnvöld ábyrg fyrir því hversu vel tekst til við forvarnir, til dæmis gegn alþjóðlegum efnahagskreppum og síðast en ekki síst viðbrögðum þeirra við áföllum, sem þau hafa þó ekki sjálf valdið. Til að svara spurningunni sem var sett fram hér í upphafi, hvort að breyting á Íslensku stjórnarskránni nægi til að þess að bæta framkvæmd lýðræðis á Íslandi er svarið nei það nægir ekki eitt og sér. Það er samt sem áður mikilvægt skref í áttina að að betra og árangursríkara lýðræði en það er hin pólitíska menning - það er hvernig hlutirnir eru framkvæmdir í raun - sem skiptir mestu máli.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun