Mótmæla lokun vínbúðar á Garðatorgi 14. desember 2010 06:00 Verslunarfólk á Garðatorgi óttast að lokun Vínbúðarinnar orsaki meiri niðursveiflu.Fréttablaðið/anton Eigendur og starfsfólk fyrirtækja á Garðartorgi hafa sent áskorun til bæjaryfirvalda í Garðabæ um að fyrirhugaðri lokun Vínbúðar ÁTVR um áramót verði mótmælt. Bæjarráð kveðst ætla að leita skýringa hjá ÁTVR. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir ástæðuna fyrir lokun Vínbúðarinnar á Garðatorgi áður hafa komið fram. Það sé mat fyrirtæksins að búðin þjóni ekki Garðbæingum. Reksturinn sé óhagkvæmur og þar sem núverandi leigusamningur renni út um áramót hafi verið afráðið að loka þá. „Ef maður ber saman Vínbúðina í Garðabæ við Vínbúðir í öðrum bæjarfélögum, eins og til dæmis Mosfellsbæ þar sem eru færri íbúar, þá er salan þar að meðaltali fjörutíu til fimmtíu prósentum minni,“ útskýrir Sigrún og segir þess utan hægt og bítandi draga úr sölunni á Garðatorgi. „Við erum mjög áhyggjufull yfir meiri niðursveiflu á Garðatorgi,“ segir í fyrrnefndri áskorun fyrirtækjanna á Garðatorgi. „Við vonumst til að þetta sé ekki „pólitískt viðhorf“ stjórnarflokkanna um breytta staðsetningu innan Garðabæjar til að styrkja verslun við Litlatún.“ Sigrún Ósk segir að ákvörðuninni verði ekki haggað þótt ekki sé útlokað að opnað verði annars staðar í Garðabæ síðar. „Við viljum horfa á svæðið sem er Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær í heild og finna framtíðarlausn þar,“ segir aðstoðarforstjóri ÁTVR. - gar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
Eigendur og starfsfólk fyrirtækja á Garðartorgi hafa sent áskorun til bæjaryfirvalda í Garðabæ um að fyrirhugaðri lokun Vínbúðar ÁTVR um áramót verði mótmælt. Bæjarráð kveðst ætla að leita skýringa hjá ÁTVR. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir ástæðuna fyrir lokun Vínbúðarinnar á Garðatorgi áður hafa komið fram. Það sé mat fyrirtæksins að búðin þjóni ekki Garðbæingum. Reksturinn sé óhagkvæmur og þar sem núverandi leigusamningur renni út um áramót hafi verið afráðið að loka þá. „Ef maður ber saman Vínbúðina í Garðabæ við Vínbúðir í öðrum bæjarfélögum, eins og til dæmis Mosfellsbæ þar sem eru færri íbúar, þá er salan þar að meðaltali fjörutíu til fimmtíu prósentum minni,“ útskýrir Sigrún og segir þess utan hægt og bítandi draga úr sölunni á Garðatorgi. „Við erum mjög áhyggjufull yfir meiri niðursveiflu á Garðatorgi,“ segir í fyrrnefndri áskorun fyrirtækjanna á Garðatorgi. „Við vonumst til að þetta sé ekki „pólitískt viðhorf“ stjórnarflokkanna um breytta staðsetningu innan Garðabæjar til að styrkja verslun við Litlatún.“ Sigrún Ósk segir að ákvörðuninni verði ekki haggað þótt ekki sé útlokað að opnað verði annars staðar í Garðabæ síðar. „Við viljum horfa á svæðið sem er Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær í heild og finna framtíðarlausn þar,“ segir aðstoðarforstjóri ÁTVR. - gar
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira