Svar til Sjálfsbjargar Björk Vilhelmsdóttir skrifar 16. mars 2012 06:00 Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær um að allir öryrkjar fái sérstakar húsaleigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverjum þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubætur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað. Síðar færðist niðurgreiðsla borgarinnar til Félagsbústaða frá almennri niðurgreiðslu yfir til leigjenda í formi sérstakra húsaleigubóta. Ekki hafa því verið greiddar sérstakar húsaleigubætur til leigjenda í sérstökum leiguúrræðum á vegum samtaka öryrkja en fram hefur komið í nýlegri húsnæðisúttekt Öryrkjabandalagsins að greiðslubyrði leigjenda þeirra er umtalsvert lægri en almennt gerist – sem betur fer. Borgarstjórn samþykkti nýlega húsnæðisstefnu þar sem segir skýrt að endurskoða eigi stuðning til leigjenda í Reykjavík þannig að hann verði óháður því hver á og rekur húsnæðið en taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum. Jafnframt er nú í gangi endurskoðun á öllum húsnæðisstuðningi opinberra aðila í samvinnu sveitarfélaga og ríkis. Er stefnt að því að um næstu áramót komi til húsnæðisbætur sem taki við húsaleigubótum og vaxtabótum og auki stuðning við leigjendur en í dag er hann miklu minni en vaxtabætur til eigenda. Á meðan þessi endurskoðun stendur yfir er ekki hægt að gera breytingar á gildandi reglum. Þegar hið nýja húsnæðisstuðningskerfi hefur verið þróað mun Reykjavíkurborg í samvinnu við önnur sveitarfélög endurskoða núverandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Mun Reykjavíkurborg gera það í samræmi við umrædda samþykkta húsnæðisstefnu borgarinnar um að leigustuðningur taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum, óháð því hver á og rekur húsnæðið. Slíkur stuðningur verður því vonandi í boði frá og með næstu áramótum, þó í öðru formi en er í dag. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að mæta fólki sem býr við félagslega erfiðleika og hefur mikla greiðslubyrði vegna húsnæðis og veita því húsnæðisstuðning. Það er von okkar sem að þessum málum vinnum að nýtt kerfi verði réttlátara en það sem fyrir er og mæti þörfum leigjenda betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær um að allir öryrkjar fái sérstakar húsaleigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverjum þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubætur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað. Síðar færðist niðurgreiðsla borgarinnar til Félagsbústaða frá almennri niðurgreiðslu yfir til leigjenda í formi sérstakra húsaleigubóta. Ekki hafa því verið greiddar sérstakar húsaleigubætur til leigjenda í sérstökum leiguúrræðum á vegum samtaka öryrkja en fram hefur komið í nýlegri húsnæðisúttekt Öryrkjabandalagsins að greiðslubyrði leigjenda þeirra er umtalsvert lægri en almennt gerist – sem betur fer. Borgarstjórn samþykkti nýlega húsnæðisstefnu þar sem segir skýrt að endurskoða eigi stuðning til leigjenda í Reykjavík þannig að hann verði óháður því hver á og rekur húsnæðið en taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum. Jafnframt er nú í gangi endurskoðun á öllum húsnæðisstuðningi opinberra aðila í samvinnu sveitarfélaga og ríkis. Er stefnt að því að um næstu áramót komi til húsnæðisbætur sem taki við húsaleigubótum og vaxtabótum og auki stuðning við leigjendur en í dag er hann miklu minni en vaxtabætur til eigenda. Á meðan þessi endurskoðun stendur yfir er ekki hægt að gera breytingar á gildandi reglum. Þegar hið nýja húsnæðisstuðningskerfi hefur verið þróað mun Reykjavíkurborg í samvinnu við önnur sveitarfélög endurskoða núverandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Mun Reykjavíkurborg gera það í samræmi við umrædda samþykkta húsnæðisstefnu borgarinnar um að leigustuðningur taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum, óháð því hver á og rekur húsnæðið. Slíkur stuðningur verður því vonandi í boði frá og með næstu áramótum, þó í öðru formi en er í dag. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að mæta fólki sem býr við félagslega erfiðleika og hefur mikla greiðslubyrði vegna húsnæðis og veita því húsnæðisstuðning. Það er von okkar sem að þessum málum vinnum að nýtt kerfi verði réttlátara en það sem fyrir er og mæti þörfum leigjenda betur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar