Svar til Sjálfsbjargar Björk Vilhelmsdóttir skrifar 16. mars 2012 06:00 Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær um að allir öryrkjar fái sérstakar húsaleigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverjum þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubætur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað. Síðar færðist niðurgreiðsla borgarinnar til Félagsbústaða frá almennri niðurgreiðslu yfir til leigjenda í formi sérstakra húsaleigubóta. Ekki hafa því verið greiddar sérstakar húsaleigubætur til leigjenda í sérstökum leiguúrræðum á vegum samtaka öryrkja en fram hefur komið í nýlegri húsnæðisúttekt Öryrkjabandalagsins að greiðslubyrði leigjenda þeirra er umtalsvert lægri en almennt gerist – sem betur fer. Borgarstjórn samþykkti nýlega húsnæðisstefnu þar sem segir skýrt að endurskoða eigi stuðning til leigjenda í Reykjavík þannig að hann verði óháður því hver á og rekur húsnæðið en taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum. Jafnframt er nú í gangi endurskoðun á öllum húsnæðisstuðningi opinberra aðila í samvinnu sveitarfélaga og ríkis. Er stefnt að því að um næstu áramót komi til húsnæðisbætur sem taki við húsaleigubótum og vaxtabótum og auki stuðning við leigjendur en í dag er hann miklu minni en vaxtabætur til eigenda. Á meðan þessi endurskoðun stendur yfir er ekki hægt að gera breytingar á gildandi reglum. Þegar hið nýja húsnæðisstuðningskerfi hefur verið þróað mun Reykjavíkurborg í samvinnu við önnur sveitarfélög endurskoða núverandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Mun Reykjavíkurborg gera það í samræmi við umrædda samþykkta húsnæðisstefnu borgarinnar um að leigustuðningur taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum, óháð því hver á og rekur húsnæðið. Slíkur stuðningur verður því vonandi í boði frá og með næstu áramótum, þó í öðru formi en er í dag. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að mæta fólki sem býr við félagslega erfiðleika og hefur mikla greiðslubyrði vegna húsnæðis og veita því húsnæðisstuðning. Það er von okkar sem að þessum málum vinnum að nýtt kerfi verði réttlátara en það sem fyrir er og mæti þörfum leigjenda betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær um að allir öryrkjar fái sérstakar húsaleigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverjum þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubætur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað. Síðar færðist niðurgreiðsla borgarinnar til Félagsbústaða frá almennri niðurgreiðslu yfir til leigjenda í formi sérstakra húsaleigubóta. Ekki hafa því verið greiddar sérstakar húsaleigubætur til leigjenda í sérstökum leiguúrræðum á vegum samtaka öryrkja en fram hefur komið í nýlegri húsnæðisúttekt Öryrkjabandalagsins að greiðslubyrði leigjenda þeirra er umtalsvert lægri en almennt gerist – sem betur fer. Borgarstjórn samþykkti nýlega húsnæðisstefnu þar sem segir skýrt að endurskoða eigi stuðning til leigjenda í Reykjavík þannig að hann verði óháður því hver á og rekur húsnæðið en taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum. Jafnframt er nú í gangi endurskoðun á öllum húsnæðisstuðningi opinberra aðila í samvinnu sveitarfélaga og ríkis. Er stefnt að því að um næstu áramót komi til húsnæðisbætur sem taki við húsaleigubótum og vaxtabótum og auki stuðning við leigjendur en í dag er hann miklu minni en vaxtabætur til eigenda. Á meðan þessi endurskoðun stendur yfir er ekki hægt að gera breytingar á gildandi reglum. Þegar hið nýja húsnæðisstuðningskerfi hefur verið þróað mun Reykjavíkurborg í samvinnu við önnur sveitarfélög endurskoða núverandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Mun Reykjavíkurborg gera það í samræmi við umrædda samþykkta húsnæðisstefnu borgarinnar um að leigustuðningur taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum, óháð því hver á og rekur húsnæðið. Slíkur stuðningur verður því vonandi í boði frá og með næstu áramótum, þó í öðru formi en er í dag. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að mæta fólki sem býr við félagslega erfiðleika og hefur mikla greiðslubyrði vegna húsnæðis og veita því húsnæðisstuðning. Það er von okkar sem að þessum málum vinnum að nýtt kerfi verði réttlátara en það sem fyrir er og mæti þörfum leigjenda betur.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun