Svar til Sjálfsbjargar Björk Vilhelmsdóttir skrifar 16. mars 2012 06:00 Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær um að allir öryrkjar fái sérstakar húsaleigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverjum þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubætur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað. Síðar færðist niðurgreiðsla borgarinnar til Félagsbústaða frá almennri niðurgreiðslu yfir til leigjenda í formi sérstakra húsaleigubóta. Ekki hafa því verið greiddar sérstakar húsaleigubætur til leigjenda í sérstökum leiguúrræðum á vegum samtaka öryrkja en fram hefur komið í nýlegri húsnæðisúttekt Öryrkjabandalagsins að greiðslubyrði leigjenda þeirra er umtalsvert lægri en almennt gerist – sem betur fer. Borgarstjórn samþykkti nýlega húsnæðisstefnu þar sem segir skýrt að endurskoða eigi stuðning til leigjenda í Reykjavík þannig að hann verði óháður því hver á og rekur húsnæðið en taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum. Jafnframt er nú í gangi endurskoðun á öllum húsnæðisstuðningi opinberra aðila í samvinnu sveitarfélaga og ríkis. Er stefnt að því að um næstu áramót komi til húsnæðisbætur sem taki við húsaleigubótum og vaxtabótum og auki stuðning við leigjendur en í dag er hann miklu minni en vaxtabætur til eigenda. Á meðan þessi endurskoðun stendur yfir er ekki hægt að gera breytingar á gildandi reglum. Þegar hið nýja húsnæðisstuðningskerfi hefur verið þróað mun Reykjavíkurborg í samvinnu við önnur sveitarfélög endurskoða núverandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Mun Reykjavíkurborg gera það í samræmi við umrædda samþykkta húsnæðisstefnu borgarinnar um að leigustuðningur taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum, óháð því hver á og rekur húsnæðið. Slíkur stuðningur verður því vonandi í boði frá og með næstu áramótum, þó í öðru formi en er í dag. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að mæta fólki sem býr við félagslega erfiðleika og hefur mikla greiðslubyrði vegna húsnæðis og veita því húsnæðisstuðning. Það er von okkar sem að þessum málum vinnum að nýtt kerfi verði réttlátara en það sem fyrir er og mæti þörfum leigjenda betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær um að allir öryrkjar fái sérstakar húsaleigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverjum þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubætur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað. Síðar færðist niðurgreiðsla borgarinnar til Félagsbústaða frá almennri niðurgreiðslu yfir til leigjenda í formi sérstakra húsaleigubóta. Ekki hafa því verið greiddar sérstakar húsaleigubætur til leigjenda í sérstökum leiguúrræðum á vegum samtaka öryrkja en fram hefur komið í nýlegri húsnæðisúttekt Öryrkjabandalagsins að greiðslubyrði leigjenda þeirra er umtalsvert lægri en almennt gerist – sem betur fer. Borgarstjórn samþykkti nýlega húsnæðisstefnu þar sem segir skýrt að endurskoða eigi stuðning til leigjenda í Reykjavík þannig að hann verði óháður því hver á og rekur húsnæðið en taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum. Jafnframt er nú í gangi endurskoðun á öllum húsnæðisstuðningi opinberra aðila í samvinnu sveitarfélaga og ríkis. Er stefnt að því að um næstu áramót komi til húsnæðisbætur sem taki við húsaleigubótum og vaxtabótum og auki stuðning við leigjendur en í dag er hann miklu minni en vaxtabætur til eigenda. Á meðan þessi endurskoðun stendur yfir er ekki hægt að gera breytingar á gildandi reglum. Þegar hið nýja húsnæðisstuðningskerfi hefur verið þróað mun Reykjavíkurborg í samvinnu við önnur sveitarfélög endurskoða núverandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Mun Reykjavíkurborg gera það í samræmi við umrædda samþykkta húsnæðisstefnu borgarinnar um að leigustuðningur taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum, óháð því hver á og rekur húsnæðið. Slíkur stuðningur verður því vonandi í boði frá og með næstu áramótum, þó í öðru formi en er í dag. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að mæta fólki sem býr við félagslega erfiðleika og hefur mikla greiðslubyrði vegna húsnæðis og veita því húsnæðisstuðning. Það er von okkar sem að þessum málum vinnum að nýtt kerfi verði réttlátara en það sem fyrir er og mæti þörfum leigjenda betur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar