Sérstakur saksóknari: Enginn vill leka upplýsingum 16. desember 2010 08:55 Ólafur Þór Hauksson segir starfsfólk embættisins vita að það eyðileggur fyrri sér með því að leka upplýsingum um starfið Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er líklega eini Íslendingurinn sem hefur það í starfstitli að vera sérstakur. Spurður af blaðamanni Skessuhorns hvort hann sé í raun svolítið sérstakur segir Ólafur: „Lögin segja að svo sé en ég held að þess utan sé ég nú frekar venjulegur." Stefnt er að því að þessu verkefni hans verði lokið árið 2014 og því verði hann ekki sérstakur eftir það. Ólafur er í stóru viðtali í nýjasta tölublaði Skessuhorns þar sem hann ræðir meðal annars mikilvægi þess að starfsmenn embættis sérstaks saksóknara virði trúnað við starfið. „Það er líka þannig að þeir sem starfa í þessu kerfi átta sig mjög snemma á því að það þjónar ekki rannsóknarhagsmunum að upplýsingar fari frá okkur án þess að formleg ákvörðun sé tekin um það. Starfsmenn sjá að með því eyðileggja þeir fyir því sem framundan er í þeirra vinnu. Þannig hefur enginn sem starfar í þessu umhverfi áhuga á að leka neinu," segir Ólafur. Athygli vakti þegar embættið gerði nýverið átján húsleitir á um einum sólarhring. Að verkefninu komu um sjötíu manns, ekki aðeins frá embætti sérstaks saksóknara heldur einnig frá efnahagsbrotadeild lögreglu, sérsveitinni og Fjármálaeftirlitinu. Ekkert spurðist út um þessar húsleitir fyrr en þær voru að mestu afstaðnar. Blaðamaður Skesshorns spyr hvernig hafi verið hægt að fá allan þennan fjölda fólks til að steinþegja yfir því sem framundan var. „Þú sérð að í þessu tilviki tókst það mjög vel. Við byrjuðum á þessari aðgerð mjög snemma morguns en fjölmiðlarnir voru ekki búnir að komast að því fyrr en um hádegið, þannig að það var ekki svo mikið sem lak þann daginn, sem betur fer," segir Ólafur.Tengill:Vefur Skessuhorns Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er líklega eini Íslendingurinn sem hefur það í starfstitli að vera sérstakur. Spurður af blaðamanni Skessuhorns hvort hann sé í raun svolítið sérstakur segir Ólafur: „Lögin segja að svo sé en ég held að þess utan sé ég nú frekar venjulegur." Stefnt er að því að þessu verkefni hans verði lokið árið 2014 og því verði hann ekki sérstakur eftir það. Ólafur er í stóru viðtali í nýjasta tölublaði Skessuhorns þar sem hann ræðir meðal annars mikilvægi þess að starfsmenn embættis sérstaks saksóknara virði trúnað við starfið. „Það er líka þannig að þeir sem starfa í þessu kerfi átta sig mjög snemma á því að það þjónar ekki rannsóknarhagsmunum að upplýsingar fari frá okkur án þess að formleg ákvörðun sé tekin um það. Starfsmenn sjá að með því eyðileggja þeir fyir því sem framundan er í þeirra vinnu. Þannig hefur enginn sem starfar í þessu umhverfi áhuga á að leka neinu," segir Ólafur. Athygli vakti þegar embættið gerði nýverið átján húsleitir á um einum sólarhring. Að verkefninu komu um sjötíu manns, ekki aðeins frá embætti sérstaks saksóknara heldur einnig frá efnahagsbrotadeild lögreglu, sérsveitinni og Fjármálaeftirlitinu. Ekkert spurðist út um þessar húsleitir fyrr en þær voru að mestu afstaðnar. Blaðamaður Skesshorns spyr hvernig hafi verið hægt að fá allan þennan fjölda fólks til að steinþegja yfir því sem framundan var. „Þú sérð að í þessu tilviki tókst það mjög vel. Við byrjuðum á þessari aðgerð mjög snemma morguns en fjölmiðlarnir voru ekki búnir að komast að því fyrr en um hádegið, þannig að það var ekki svo mikið sem lak þann daginn, sem betur fer," segir Ólafur.Tengill:Vefur Skessuhorns
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira