Þríþætt átak þarf til rafbílavæðingar 16. desember 2010 06:00 Í kuldakasti í byrjun mánaðarins var, samkvæmt heimildum blaðsins, gerð óformleg tilraun í Reykjavík með getu Mitsubishi iMiev rafmagnsbíls, sem er líkur þeim hér að ofan. Í ljós kom að í tólf stiga gaddi dugði rafhlaða bílsins bara í tæplega 40 kílómetra akstur. Mynd/ESB ecars Írar eru langt komnir í rafbílavæðingu. Paul Mulvaney, framkvæmdastjóri ESB ecars á Írlandi, segir að til þurfi samstarf hins opinbera, bílaframleiðenda og orkufyrirtækja. Framfarir í þróun rafhlaðna ýta undir væntingar um stóraukna notkun rafbíla. Stórstígar framfarir á sviði hönnunar rafhlaðna ýta undir væntingar um að rafbílanotkun verði á endanum mjög útbreidd. Þá auka framfarir á þessu sviði líkurnar á að rafhlöður í bíla þoli betur kulda. Í október var sett heimsmet í Þýskalandi þegar breyttum Audi-rafbíl var ekið 600 kílómetra á einni hleðslu. Tilraunir með slíkar ofurrafhlöður standa þó enn yfir og þær ekki fjöldaframleiddar. Paul Mulvaney, framkvæmdastjóri ESB ecars á Írlandi, segir að þar hafi menn, líkt og hér rekið sig á að kuldar hamli notkun rafbíla. „En fjöldi bílaframleiðenda hefur nú þegar náð langt í þróun betri rafhlaðna, auk þess sem sumir bílar eru búnir forhitara og þurfa því ekki að eyða orku í það þegar tekið er af stað,“ segir hann. Írar eru í hópi þeirra þjóða sem lengst eru komnar í upptöku rafbíla. ESB er orkufyrirtæki sem annast bæði virkjanaframkvæmdir og dreifingu orku á Írlandi. ESB ecars er svo dótturfyrirtæki stofnað utan um uppbyggingu dreifikerfis fyrir raforku í samgöngum. Að sögn Mulvaneys er ýtt undir notkun rafmagnsbíla á Írlandi með samstarfi bílaframleiðenda, stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Stjórnvöld búa þá til hvatann til skiptanna, bílaframleiðendur fallast á að útvega bíla hraðar en þeir annars hefðu gert og við sjáum um uppbyggingu dreifikerfis orkunnar.“ Hann bætir um leið við að samkeppni sé í framleiðslu og sölu orkunnar. „Hugmyndin er að orkufyrirtækin geti boðið ökumönnum ólíka kosti og gjöld.“ Mulvaney áréttar að markmið Íra sé að draga úr útblæstri og því sé mikill ávinningur í rafbílavæðingunni, en megnið af orkuframleiðslu landsins sé vistvænt, með vatnsafls-, vind- og sjávarfallavirkjunum. „Við byggjum nú upp stoðkerfið sem þarf að vera til áður en notkun rafbíla getur orðið almenn,“ segir Mulvaney og bætir við að ekki sé úr vegi að líkja ástandinu við það þegar myndbandstæki komu fyrst fram. Írar séu meðvitaðir um hættuna á því að enda með „Betamax“ hleðslustöðvar í stað „VHS“, en Mulvaney óttast það þó ekki með þeim búnaði sem orðið hefur fyrir valinu og aðferðafræði sem beitt er. Notuð eru sjö pinna tengi sem eru nokkuð útbreidd, meðal annars á Norðurlöndum og þess gætt að setja sem skilyrði við kaup á búnaði að hann gangi við staðlað samskiptakerfi sem bæta megi við og ólíkir framleiðendur geti notað. „Við kaupum bara hleðslustöðvar sem geta tekið við og skilað gögnum á ákveðinn hátt, en framleiðendur þeirra reyna vitanlega að selja með tækjunum sinn eigin hugbúnað. Við hins vegar látum ekki láta einskorða okkur við einhvern einn ákveðinn hugbúnað og framleiðanda.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Írar eru langt komnir í rafbílavæðingu. Paul Mulvaney, framkvæmdastjóri ESB ecars á Írlandi, segir að til þurfi samstarf hins opinbera, bílaframleiðenda og orkufyrirtækja. Framfarir í þróun rafhlaðna ýta undir væntingar um stóraukna notkun rafbíla. Stórstígar framfarir á sviði hönnunar rafhlaðna ýta undir væntingar um að rafbílanotkun verði á endanum mjög útbreidd. Þá auka framfarir á þessu sviði líkurnar á að rafhlöður í bíla þoli betur kulda. Í október var sett heimsmet í Þýskalandi þegar breyttum Audi-rafbíl var ekið 600 kílómetra á einni hleðslu. Tilraunir með slíkar ofurrafhlöður standa þó enn yfir og þær ekki fjöldaframleiddar. Paul Mulvaney, framkvæmdastjóri ESB ecars á Írlandi, segir að þar hafi menn, líkt og hér rekið sig á að kuldar hamli notkun rafbíla. „En fjöldi bílaframleiðenda hefur nú þegar náð langt í þróun betri rafhlaðna, auk þess sem sumir bílar eru búnir forhitara og þurfa því ekki að eyða orku í það þegar tekið er af stað,“ segir hann. Írar eru í hópi þeirra þjóða sem lengst eru komnar í upptöku rafbíla. ESB er orkufyrirtæki sem annast bæði virkjanaframkvæmdir og dreifingu orku á Írlandi. ESB ecars er svo dótturfyrirtæki stofnað utan um uppbyggingu dreifikerfis fyrir raforku í samgöngum. Að sögn Mulvaneys er ýtt undir notkun rafmagnsbíla á Írlandi með samstarfi bílaframleiðenda, stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Stjórnvöld búa þá til hvatann til skiptanna, bílaframleiðendur fallast á að útvega bíla hraðar en þeir annars hefðu gert og við sjáum um uppbyggingu dreifikerfis orkunnar.“ Hann bætir um leið við að samkeppni sé í framleiðslu og sölu orkunnar. „Hugmyndin er að orkufyrirtækin geti boðið ökumönnum ólíka kosti og gjöld.“ Mulvaney áréttar að markmið Íra sé að draga úr útblæstri og því sé mikill ávinningur í rafbílavæðingunni, en megnið af orkuframleiðslu landsins sé vistvænt, með vatnsafls-, vind- og sjávarfallavirkjunum. „Við byggjum nú upp stoðkerfið sem þarf að vera til áður en notkun rafbíla getur orðið almenn,“ segir Mulvaney og bætir við að ekki sé úr vegi að líkja ástandinu við það þegar myndbandstæki komu fyrst fram. Írar séu meðvitaðir um hættuna á því að enda með „Betamax“ hleðslustöðvar í stað „VHS“, en Mulvaney óttast það þó ekki með þeim búnaði sem orðið hefur fyrir valinu og aðferðafræði sem beitt er. Notuð eru sjö pinna tengi sem eru nokkuð útbreidd, meðal annars á Norðurlöndum og þess gætt að setja sem skilyrði við kaup á búnaði að hann gangi við staðlað samskiptakerfi sem bæta megi við og ólíkir framleiðendur geti notað. „Við kaupum bara hleðslustöðvar sem geta tekið við og skilað gögnum á ákveðinn hátt, en framleiðendur þeirra reyna vitanlega að selja með tækjunum sinn eigin hugbúnað. Við hins vegar látum ekki láta einskorða okkur við einhvern einn ákveðinn hugbúnað og framleiðanda.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira