Lítilmagninn fái áheyrn 3. maí 2007 05:00 Vegna þeirra gífurlegu eignatilfærslna sem orðið hafa undir ráðstjórn D og B listans hér á landi undanfarið rifja ég upp ævagamla sögu af gæsinni og gulleggjunum sem er að finna í Dæmisögum Esóps: Maður nokkur átti gæs, sem verpti einu gulleggi á dag. En hann var ekki ánægður með það. Honum fannst það ganga allt of seint. Til þess að auðgast fyrr, tók hann það ráð að drepa gæsina og rista hana á kviðinn. En þar greip hann í tómt. Gæsin var eins og hver önnur gæs.Mikið vill alltaf meira, missir að síðustu allt. Í skólalok gangast nemendur undir próf. Í lok kjörtímabils gangast þingmenn einnig undir próf – eins konar frammistöðumat. Kjósenda er að nota það tækifæri og meta vandlega hvernig þeir hafa staðið sig, hverjir eru „á vetur setjandi” og hverjir ekki. Nú ríður á að vera gagnrýnin en réttlát, sýna enga miskunn, hampa kjarnafólki og því sem það hefur vel gert en losa sig við hryggleysingja og hismi. Mín skoðun er að vart megi á milli sjá hvor flokkur núverandi ríkisstjórnar Framsóknar-íhalds og Sjálfstæðis-íhalds hefur reynst verri öllum þorra almennings í landinu. Þeim efnuðu hafa þeir hampað en níðst á peningasnauðum, fótfúnum og þeim sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni. Allt er þeirra æði fallvalt eins og dæmisagan sýnir. Á undanförnum árum hefur græðgin verið æst markvisst upp í fólki með aukinni skuldasöfnun, skrumi og viðeigandi kaupæði. Lítilmagninn hefur á sama tíma dregist aftur úr og gleymst. Áðurnefndir ríkisstjórnarflokkar hafa gleymt hinu gullna boðorði um náungakærleikann og hvað jöfnuður merkir. Í Samfylkingu undir forystu Ingibjargar Sólrúnar er jöfnuður aðalmarkmið. Sólrún hét því að berjast með kjafti og klóm fyrir velferðarmálum fengi hún umboð í vor. Hún og hennar stuðningsfólk talar ekki tungum tveim í jafnaðar- og velferðarmálum. Þar er talað um jöfnuð og jafnrétti í reynd. Þetta eru stór orð og því er nú reynt að rugga báti Samfylkingarinnar og Ingibjargar Sólrúnar, í þeirri von að það verði henni að falli. Undirliggjandi er hræðsla við að þessi sterka kona og hennar fólk muni í reynd snúa óheillaþróuninni við, ríkisstjórninni og plotti hennar gegn þjóðinni verði fleygt út í hafsauga – lítilmagninn fái loks áheyrn. Í litlum eineltisþjóðfélögum, eins og okkar virðist vera um þessar mundir, er stöðug uppnefning og stagl um að viðkomandi sé fýld eða reið og því ekta „lúser“ ótrúlega beitt, niðrandi og niðurdrepandi vopn. Ef „lúser“ eða „tapari“ er notað um slíka hörkupólitíkusa og femínista eins og hana Ingibjörgu Sólrúnu, er það hreint öfugmæli og vindhögg sem fólk sér vonandi í gegnum. Efinn nægir hins vegar oft til að grafa undan tiltrú fólks. Einelti af hvaða toga sem er hefur niðurrífandi áhrif og getur skemmt fyrir framúrskarandi manneskjum. Vonandi sér fólk litlu sálirnar á bak við róginn og hefur hann að engu. Ég hvet fólk til að kjósa hana Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkinguna, það er lag nú í vor að færa til betri vegar á ýmsum sviðum það sem ríkisstjórnin hefur úr lagi fært. Með baráttukveðjum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Vegna þeirra gífurlegu eignatilfærslna sem orðið hafa undir ráðstjórn D og B listans hér á landi undanfarið rifja ég upp ævagamla sögu af gæsinni og gulleggjunum sem er að finna í Dæmisögum Esóps: Maður nokkur átti gæs, sem verpti einu gulleggi á dag. En hann var ekki ánægður með það. Honum fannst það ganga allt of seint. Til þess að auðgast fyrr, tók hann það ráð að drepa gæsina og rista hana á kviðinn. En þar greip hann í tómt. Gæsin var eins og hver önnur gæs.Mikið vill alltaf meira, missir að síðustu allt. Í skólalok gangast nemendur undir próf. Í lok kjörtímabils gangast þingmenn einnig undir próf – eins konar frammistöðumat. Kjósenda er að nota það tækifæri og meta vandlega hvernig þeir hafa staðið sig, hverjir eru „á vetur setjandi” og hverjir ekki. Nú ríður á að vera gagnrýnin en réttlát, sýna enga miskunn, hampa kjarnafólki og því sem það hefur vel gert en losa sig við hryggleysingja og hismi. Mín skoðun er að vart megi á milli sjá hvor flokkur núverandi ríkisstjórnar Framsóknar-íhalds og Sjálfstæðis-íhalds hefur reynst verri öllum þorra almennings í landinu. Þeim efnuðu hafa þeir hampað en níðst á peningasnauðum, fótfúnum og þeim sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni. Allt er þeirra æði fallvalt eins og dæmisagan sýnir. Á undanförnum árum hefur græðgin verið æst markvisst upp í fólki með aukinni skuldasöfnun, skrumi og viðeigandi kaupæði. Lítilmagninn hefur á sama tíma dregist aftur úr og gleymst. Áðurnefndir ríkisstjórnarflokkar hafa gleymt hinu gullna boðorði um náungakærleikann og hvað jöfnuður merkir. Í Samfylkingu undir forystu Ingibjargar Sólrúnar er jöfnuður aðalmarkmið. Sólrún hét því að berjast með kjafti og klóm fyrir velferðarmálum fengi hún umboð í vor. Hún og hennar stuðningsfólk talar ekki tungum tveim í jafnaðar- og velferðarmálum. Þar er talað um jöfnuð og jafnrétti í reynd. Þetta eru stór orð og því er nú reynt að rugga báti Samfylkingarinnar og Ingibjargar Sólrúnar, í þeirri von að það verði henni að falli. Undirliggjandi er hræðsla við að þessi sterka kona og hennar fólk muni í reynd snúa óheillaþróuninni við, ríkisstjórninni og plotti hennar gegn þjóðinni verði fleygt út í hafsauga – lítilmagninn fái loks áheyrn. Í litlum eineltisþjóðfélögum, eins og okkar virðist vera um þessar mundir, er stöðug uppnefning og stagl um að viðkomandi sé fýld eða reið og því ekta „lúser“ ótrúlega beitt, niðrandi og niðurdrepandi vopn. Ef „lúser“ eða „tapari“ er notað um slíka hörkupólitíkusa og femínista eins og hana Ingibjörgu Sólrúnu, er það hreint öfugmæli og vindhögg sem fólk sér vonandi í gegnum. Efinn nægir hins vegar oft til að grafa undan tiltrú fólks. Einelti af hvaða toga sem er hefur niðurrífandi áhrif og getur skemmt fyrir framúrskarandi manneskjum. Vonandi sér fólk litlu sálirnar á bak við róginn og hefur hann að engu. Ég hvet fólk til að kjósa hana Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkinguna, það er lag nú í vor að færa til betri vegar á ýmsum sviðum það sem ríkisstjórnin hefur úr lagi fært. Með baráttukveðjum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun