Hin blíðu hraun í Hafnarborg 11. júlí 2006 12:00 Hraunið í íslenskri samtímalist Fjöbreytileg verk er að finna á sýningunni í Hafnarborg. MYND/Hörður Yfirskrift sýningarinnar Hin blíðu hraun er tilvitnun í Jóhannes Kjarval, en með henni er sjónum beint að hrauninu sem er í Hafnarfirði allt um kring. Um síðustu helgi opnaði sýning tólf listamanna í Hafnarborg, en þeir sækja allir innblástur sinn í hraunið líkt og Kjarval forðum daga. Listamennirnir eru Anna Líndal, Bjarni Sigurbjörnsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Erling TV Klingenberg, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Halldór Ásgeirsson, Kristbergur Pétursson, Patrick Huse, Ragna Róbertsdóttir, Spessi og Steina Vasulka. Unnið er með hina ýmsu miðla á sýningunni, allt frá málverkum, skúlptúrum, lágmyndum, til myndbandsverka. Að sögn Jóns Proppé listfræðings eru verkin mjög fjölbreytileg, allt frá að hafa beina vísun í viðfangsefnið, yfir í að vera mjög abstrakt. Hér eru á ferðinni listamenn sem allir hafa sýnt víða og lagt drjúgan skerf til listalífsins undanfarin ár. Þeir eru á ýmsum aldri, en þeir yngstu eru um þrítugt og þeir elstu eru að nálgast sextugt. Jón segist lengi hafa alið með sér þann draum að skipuleggja sýningu tengda hrauni. Ég ólst upp hér í Hafnarfirði og naut þess að búa við fegurð hraunsins sem umlykur allt. Þegar til kom að ræða þessa hugmynd við réttu aðilana var henni tekið fagnandi og listamennirnir sem koma að sýningunni hafa allir fengist við hraun í verkum sínum eða efni sem tengjast hrauni. Það er frábært að sjá að þetta viðfang, sem Kjarval kenndi okkur ef til vill fyrstur að meta, lifir í samtímalist, jafnt hjá ungum sem öldnum. Stærsta verkið á sýningunni er jafnframt gjörningur sem listamaðurinn Halldór Ásgeirsson mun sýna, en hann verður unninn fyrir utan listasafnið á hverjum laugardegi. Halldór hefur lengi unnið með hraun, brætt það og teygt á alla vegu en nú vinnur hann með vikurstein sem hann bræðir með logsuðutæki. Við smíðuðum risastóran múraðan steinkassa sem er mikið meira en mannhæðahár og jafn á alla kanta. Hann er alls staðar lokaður, hliðar, loft og gólf, en Halldór mætti á laugardaginn með logsuðugræjurnar og bræddi sér leið inn í steininn á tveimur stöðum. Hann heldur síðan gjörningnum áfram og afraksturinn á eftir að verða afskaplega fallegur, því þegar vikursteinn bráðnar þá breytist hann í svartan gljáandi glerung. Verkið klárar Halldór á næstu sjö vikunum, segir Jón. Þetta er langstærsta verkið sem Halldór hefur unnið með og segja má að það sé mjög karlmannlegt. Enn á eftir að finna skúlptúrnum endanlegan stað, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn Jóns. Meðan á sýningunni stendur verður jafnframt fjölbreytt dagskrá í Hafnarborg og í Höfða, húsi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, en félagið stendur að sýningunni í samvinnu við Hafnarborg. Boðið verður upp á leiðsögn og fræðslu í skógræktinni frá hádegi á laugardögum. Í Hafnarborg verður líka leiðsögn og ýmsir gjörningar á laugardögum klukkan 16 og loks verða fyrirlestrar um náttúrufræði og listir í Hafnarborg á fimmtudagskvöldum kl. 20 en fimmtudaga er sýningin jafnframt opin lengur, frá 11-21. Sýningin stendur til 28. ágúst. Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Yfirskrift sýningarinnar Hin blíðu hraun er tilvitnun í Jóhannes Kjarval, en með henni er sjónum beint að hrauninu sem er í Hafnarfirði allt um kring. Um síðustu helgi opnaði sýning tólf listamanna í Hafnarborg, en þeir sækja allir innblástur sinn í hraunið líkt og Kjarval forðum daga. Listamennirnir eru Anna Líndal, Bjarni Sigurbjörnsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Erling TV Klingenberg, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Halldór Ásgeirsson, Kristbergur Pétursson, Patrick Huse, Ragna Róbertsdóttir, Spessi og Steina Vasulka. Unnið er með hina ýmsu miðla á sýningunni, allt frá málverkum, skúlptúrum, lágmyndum, til myndbandsverka. Að sögn Jóns Proppé listfræðings eru verkin mjög fjölbreytileg, allt frá að hafa beina vísun í viðfangsefnið, yfir í að vera mjög abstrakt. Hér eru á ferðinni listamenn sem allir hafa sýnt víða og lagt drjúgan skerf til listalífsins undanfarin ár. Þeir eru á ýmsum aldri, en þeir yngstu eru um þrítugt og þeir elstu eru að nálgast sextugt. Jón segist lengi hafa alið með sér þann draum að skipuleggja sýningu tengda hrauni. Ég ólst upp hér í Hafnarfirði og naut þess að búa við fegurð hraunsins sem umlykur allt. Þegar til kom að ræða þessa hugmynd við réttu aðilana var henni tekið fagnandi og listamennirnir sem koma að sýningunni hafa allir fengist við hraun í verkum sínum eða efni sem tengjast hrauni. Það er frábært að sjá að þetta viðfang, sem Kjarval kenndi okkur ef til vill fyrstur að meta, lifir í samtímalist, jafnt hjá ungum sem öldnum. Stærsta verkið á sýningunni er jafnframt gjörningur sem listamaðurinn Halldór Ásgeirsson mun sýna, en hann verður unninn fyrir utan listasafnið á hverjum laugardegi. Halldór hefur lengi unnið með hraun, brætt það og teygt á alla vegu en nú vinnur hann með vikurstein sem hann bræðir með logsuðutæki. Við smíðuðum risastóran múraðan steinkassa sem er mikið meira en mannhæðahár og jafn á alla kanta. Hann er alls staðar lokaður, hliðar, loft og gólf, en Halldór mætti á laugardaginn með logsuðugræjurnar og bræddi sér leið inn í steininn á tveimur stöðum. Hann heldur síðan gjörningnum áfram og afraksturinn á eftir að verða afskaplega fallegur, því þegar vikursteinn bráðnar þá breytist hann í svartan gljáandi glerung. Verkið klárar Halldór á næstu sjö vikunum, segir Jón. Þetta er langstærsta verkið sem Halldór hefur unnið með og segja má að það sé mjög karlmannlegt. Enn á eftir að finna skúlptúrnum endanlegan stað, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn Jóns. Meðan á sýningunni stendur verður jafnframt fjölbreytt dagskrá í Hafnarborg og í Höfða, húsi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, en félagið stendur að sýningunni í samvinnu við Hafnarborg. Boðið verður upp á leiðsögn og fræðslu í skógræktinni frá hádegi á laugardögum. Í Hafnarborg verður líka leiðsögn og ýmsir gjörningar á laugardögum klukkan 16 og loks verða fyrirlestrar um náttúrufræði og listir í Hafnarborg á fimmtudagskvöldum kl. 20 en fimmtudaga er sýningin jafnframt opin lengur, frá 11-21. Sýningin stendur til 28. ágúst.
Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira