Tímabærar aðgerðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Taugaeitursárásin í Salisbury fyrr í þessum mánuði var ekki aðeins tilræði við fyrrverandi gagnnjósnara Breta hjá rússnesku alríkislögreglunni (FSB), heldur ósvífin og fordæmalaus árás gegn íbúum Evrópu. Tæplega fjörutíu manns urðu fyrir barðinu á Novichok-taugaeitrinu þegar því var sleppt í hjarta smábæjarins. Eitrið er, samkvæmt rússneskum vísindamönnum, það banvænasta sem þróað hefur verið, og var það framleitt í tonnavís á seinni hluta síðustu aldar í Sovétríkjunum. Leiðtogar Evrópusambandsins tóku undir með breskum yfirvöldum að afar líklegt væri að árásin væri á ábyrgð stjórnvalda í Rússlandi, og í gær voru 140 rússneskir útsendarar og diplómatar, í 25 löndum, gerðir brottrækir. Voðaverkið í Salisbury er auðvitað ekki það eina sem skiptir máli í þessum efnum. Hafa ber í huga ólöglega innlimun Krímskaga í Rússland, tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016, umfangsmiklar og ríkisstuddar tölvuárásir, að ógleymdu banatilræðinu við Alexander Lítvínenko, fyrrverandi starfsmann FSB og breskan ríkisborgara, árið 2006 þar sem stórhættulegt geislavirkt efni var notað (pólóníum 210). Fyrir utan þessar árásir á fullveldi ríkja, eins og Úkraínu og Georgíu, og tilraunir til að grafa undan trausti stofnana á Vesturlöndum, ásamt aðgerðum til að raska hinu lýðræðislega ferli sem myndar grundvöll samfélags okkar, þá hafa rússnesk yfirvöld orðið uppvís að kerfisbundnum mannréttindabrotum sem eru allt of mörg til að tíunda hér. Vonandi er sú linkind sem þjóðarleiðtogar hafa sýnt rússneskum yfirvöldum á enda. Brottrekstur 140 diplómata er öflugt svar og sömuleiðis eru viðbrögð íslenskra yfirvalda yfirveguð, viðeigandi og umfram allt uppbyggileg þar sem áhersla er lögð á að halda samskiptaleiðum milli Rússlands og Íslands opnum. Sama hvert svar rússneskra yfirvalda verður við aðgerðum og þrýstingi þá er það fyrir öllu að rússneska þjóðin verði ekki látin gjalda fyrir gjörðir leiðtoga sinna. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, komst svona að orði í Fréttablaðinu í gær: „Við eigum ekkert sökótt við rússnesku þjóðina, sem getur verið stolt af afrekum sínum […] En við deilum öll skyldu til að andæfa metnaði ráðamanna í Kreml til að kljúfa og veikja alþjóðasamfélagið. Í hvert sinn sem rússneska ríkiskerfið brýtur alþjóðalög, eflist hættan sem af því stafar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Taugaeitursárásin í Salisbury fyrr í þessum mánuði var ekki aðeins tilræði við fyrrverandi gagnnjósnara Breta hjá rússnesku alríkislögreglunni (FSB), heldur ósvífin og fordæmalaus árás gegn íbúum Evrópu. Tæplega fjörutíu manns urðu fyrir barðinu á Novichok-taugaeitrinu þegar því var sleppt í hjarta smábæjarins. Eitrið er, samkvæmt rússneskum vísindamönnum, það banvænasta sem þróað hefur verið, og var það framleitt í tonnavís á seinni hluta síðustu aldar í Sovétríkjunum. Leiðtogar Evrópusambandsins tóku undir með breskum yfirvöldum að afar líklegt væri að árásin væri á ábyrgð stjórnvalda í Rússlandi, og í gær voru 140 rússneskir útsendarar og diplómatar, í 25 löndum, gerðir brottrækir. Voðaverkið í Salisbury er auðvitað ekki það eina sem skiptir máli í þessum efnum. Hafa ber í huga ólöglega innlimun Krímskaga í Rússland, tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016, umfangsmiklar og ríkisstuddar tölvuárásir, að ógleymdu banatilræðinu við Alexander Lítvínenko, fyrrverandi starfsmann FSB og breskan ríkisborgara, árið 2006 þar sem stórhættulegt geislavirkt efni var notað (pólóníum 210). Fyrir utan þessar árásir á fullveldi ríkja, eins og Úkraínu og Georgíu, og tilraunir til að grafa undan trausti stofnana á Vesturlöndum, ásamt aðgerðum til að raska hinu lýðræðislega ferli sem myndar grundvöll samfélags okkar, þá hafa rússnesk yfirvöld orðið uppvís að kerfisbundnum mannréttindabrotum sem eru allt of mörg til að tíunda hér. Vonandi er sú linkind sem þjóðarleiðtogar hafa sýnt rússneskum yfirvöldum á enda. Brottrekstur 140 diplómata er öflugt svar og sömuleiðis eru viðbrögð íslenskra yfirvalda yfirveguð, viðeigandi og umfram allt uppbyggileg þar sem áhersla er lögð á að halda samskiptaleiðum milli Rússlands og Íslands opnum. Sama hvert svar rússneskra yfirvalda verður við aðgerðum og þrýstingi þá er það fyrir öllu að rússneska þjóðin verði ekki látin gjalda fyrir gjörðir leiðtoga sinna. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, komst svona að orði í Fréttablaðinu í gær: „Við eigum ekkert sökótt við rússnesku þjóðina, sem getur verið stolt af afrekum sínum […] En við deilum öll skyldu til að andæfa metnaði ráðamanna í Kreml til að kljúfa og veikja alþjóðasamfélagið. Í hvert sinn sem rússneska ríkiskerfið brýtur alþjóðalög, eflist hættan sem af því stafar.“
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar