Erlent

Búið að ná árásarmanninum

Gróf skotárás grunaðs manns í dómsal í Bandaríkjunum hefur vakið ótta og reiði þar í landi. Maðurinn drap þrjá og náðist í dag á flótta. Maðurinn sem heitir Brian Nichols og er 33 ára og starfaði áður sem tölvuviðgerðarmaður. Hann var sakaður um nauðgun, innbrot og fleiri afbrot sem beindust einkum að fyrrverandi unnustu hans. Í gær átti að leiða hann fyrir dómara, en áður en að til þess kom náði hann byssu úr hulstri öryggisvarðar og skaut á nærstadda. Tveir öryggisverðir féllu og einn er í lífshættu, auk þess sem dómarinn í málinu féll fyrir byssukúlu Nichols. Að því loknu komst maðurinn undan og var leitað í ofboði um öll suðausturríki Bandaríkjanna. Undir kvöld náðist hann, í úthverfi Atlanta-borgar, eftir að ein bifreiðanna sem hann stal sást þar á ferð. Handtaka mannsins var sýnd beint á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Mannsins bíður lífstíðarfangelsi eða jafnvel dauðadómur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×