Lífið

Þakinn Miley Cyrus-tattúum

Ugla Egilsdóttir skrifar
Carl McCoid býr í Bridlington.
Carl McCoid býr í Bridlington.
Carl McCoid er aðdáandi Miley Cyrus, og hefur sýnt aðdáun sína í verki með því að tattúvera allan líkama sinn með myndum af söngkonunni, lagatextum hennar og tilvitnunum í hana.

Carl er fertugur Breti sem rekur straujárnsþjónustu. Hann hefur safnað myndum af Miley og horft á viðtöl við hana frá árinu 2009 til að finna efnivið í tattú.

Hann er fráskilinn og vill ekki meina að aðdáun hans á söngkonunni hafi eyðilagt hjónabandið, en fyrrum eiginkonu hans þótti áhugi hans á Miley Cyrus þó ögn undarlegur.

Hér að neðan er myndband af manninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.