Innlent

Þyrlan sett í viðbragðsstöðu

Tveir unglingspiltar slösuðust í Bláfjöllum nú síðdegis þegar þeir lentu saman, að því er talið er, ofarlega í fjallinu, nærri nýju stólalyftunni. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og er óttast að piltarnir hafi orðið fyrir hryggmeiðslum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en ákveðið hefur verið senda hana ekki á vettvang heldur verður ekið með piltana á slysadeild þar sem hugað verður betur að meiðslum þeirra.   Þá slasaðist maður við Strút fyrir stundu. Talið er að hann hafi verið á vélsleða en það liggur ekki ljóst fyrir að svo stöddu..



Fleiri fréttir

Sjá meira


×