Það vantar lyfjatækna á Landspítala Inga J. Arnardóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Á ársfundi Landspítala eru árlega heiðraðir starfsmenn sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í starfi og þeir sem hafa sýnt sérstaklega lofsvert framtak til starfseminnar. Í flestum tilfellum eru það einstaklingar sem fá slíka viðurkenningu en hópar eru líka heiðraðir. Þessar heiðranir byggja á tilnefningum frá samstarfsfólki og stjórnendum. Í ár bárust yfir 300 tilnefningar og hafa þær aldrei verið fleiri. Í ár voru lyfjatæknar sem starfa í sjúkrahúsapóteki Landspítalans heiðraðir. Í tilnefningunum kom fram að lyfjatæknum í apótekinu hafi tekist einstaklega vel upp að þjónusta spítalann. Þá hafi þeim einnig tekist að halda uppi léttum starfsanda þar sem umhyggja og virðing er höfð í heiðri. Sem yfirlyfjafræðingur apóteksins er ég afskaplega stolt af þeim.Lykilhlutverk í bættu öryggi sjúklinga Við sem vinnum í apótekinu vitum nákvæmlega hve mikilvæg störf lyfjatækna eru fyrir öryggi sjúklinga. Í sjúkrahúsapóteki Landspítala starfa um þrjátíu lyfjatæknar við fjölbreytt og sérhæfð verkefni. Lyfjatæknar sjá að mestu leyti um innkaup, pantanir og vörumóttöku lyfja fyrir allan spítalann. Lyfjakostnaður Landspítalans bæði á legudeildum og dag- og göngudeildum eru rúmir 4 milljarðar króna á ári, þetta er því mikil ábyrgð. Dreifing lyfja til allra deilda spítalans fer í gegnum sjúkrahúsapótekið. Lyfjatæknar annast einnig sérhæfða birgðastýringu fyrir um 20 deildir á spítalanum og lyfjaskömmtun fyrir sjúklinga á jafn mörgum deildum. Á Landspítala er líka starfandi apótek sem afgreiðir lyf samkvæmt lyfseðli eins og önnur apótek en þó frábrugðið að því leyti að þaðan er afgreitt mikið af sjúkrahúslyfjum og lyfjum sem þurfa sérstaka undanþágu frá Lyfjastofnun. Nýjasta verkefni apóteksins er afgreiðsla og lyfjaumsýsla vegna meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C en framkvæmdin á því er að mestu í höndum sjúkrahúslyfjatæknis. Síðast en ekki síst þá starfa lyfjatæknar í blöndunareiningu apóteksins. Þar fer fram mjög sérhæfð blöndun lyfja með smitgát, m.a. blöndun einstaklingsmiðarar næringar í æð og krabbameinslyfja. Þegar ofangreind upptalning er skoðuð sést hvað störf lyfjatækna á Landspítala eru fjölbreytt enda er stór hluti af umsýslu lyfja á Landspítala í höndum þeirra.Framtíð lyfjatæknanáms óviss Því miður þá hefur það heyrst nokkrum sinnum undanfarin misseri að hugsanlega verði námsbraut í lyfjatækni Heilbrigðisskólans lögð niður vegna lítillar aðsóknar. Það væri mikill skaði, því vonir hafa staðið til þess að taka inn nýjan hóp í námskrá fyrir sjúkrahúslyfjatækni um næstu áramót. Í gegnum árin hefur apótek Landspítala notið þess að taka töluverðan hóp lyfjatæknanema í starfsnám. Undanfarin misseri hefur þeim fækkað verulega og viðbrögð við auglýsingum eftir lyfjatæknum hafa verið dræm. Það er verulegt áhyggjuefni ef þetta nám verður fellt niður, ekki bara fyrir spítalann heldur líka fyrir apótekin. Þetta er þó alls ekki eina stéttin í heilbrigðiskerfinu þar sem meðalaldur hækkar og nýliðun gengur of hægt. Ég óska lyfjatæknum Landspítala til hamingju með viðurkenninguna sem þeir fengu á ársfundi spítalans sem þeir eiga svo sannarlega skilið. Það er mjög gefandi og skemmtilegt að vinna á Landspítala því þar gefast tækifæri til fjölbreyttra starfa, starfsþróunar og faglegs umhverfis. Landspítala vantar fleiri lyfjatækna til að geta tryggt betur öryggi sjúklinga með aukinni þjónustu við deildir spítalans og nýliðun stéttarinnar. Ég hvet alla þá sem eru að íhuga nám að skoða lyfjatæknabraut Heilbrigðisskólans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á ársfundi Landspítala eru árlega heiðraðir starfsmenn sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í starfi og þeir sem hafa sýnt sérstaklega lofsvert framtak til starfseminnar. Í flestum tilfellum eru það einstaklingar sem fá slíka viðurkenningu en hópar eru líka heiðraðir. Þessar heiðranir byggja á tilnefningum frá samstarfsfólki og stjórnendum. Í ár bárust yfir 300 tilnefningar og hafa þær aldrei verið fleiri. Í ár voru lyfjatæknar sem starfa í sjúkrahúsapóteki Landspítalans heiðraðir. Í tilnefningunum kom fram að lyfjatæknum í apótekinu hafi tekist einstaklega vel upp að þjónusta spítalann. Þá hafi þeim einnig tekist að halda uppi léttum starfsanda þar sem umhyggja og virðing er höfð í heiðri. Sem yfirlyfjafræðingur apóteksins er ég afskaplega stolt af þeim.Lykilhlutverk í bættu öryggi sjúklinga Við sem vinnum í apótekinu vitum nákvæmlega hve mikilvæg störf lyfjatækna eru fyrir öryggi sjúklinga. Í sjúkrahúsapóteki Landspítala starfa um þrjátíu lyfjatæknar við fjölbreytt og sérhæfð verkefni. Lyfjatæknar sjá að mestu leyti um innkaup, pantanir og vörumóttöku lyfja fyrir allan spítalann. Lyfjakostnaður Landspítalans bæði á legudeildum og dag- og göngudeildum eru rúmir 4 milljarðar króna á ári, þetta er því mikil ábyrgð. Dreifing lyfja til allra deilda spítalans fer í gegnum sjúkrahúsapótekið. Lyfjatæknar annast einnig sérhæfða birgðastýringu fyrir um 20 deildir á spítalanum og lyfjaskömmtun fyrir sjúklinga á jafn mörgum deildum. Á Landspítala er líka starfandi apótek sem afgreiðir lyf samkvæmt lyfseðli eins og önnur apótek en þó frábrugðið að því leyti að þaðan er afgreitt mikið af sjúkrahúslyfjum og lyfjum sem þurfa sérstaka undanþágu frá Lyfjastofnun. Nýjasta verkefni apóteksins er afgreiðsla og lyfjaumsýsla vegna meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C en framkvæmdin á því er að mestu í höndum sjúkrahúslyfjatæknis. Síðast en ekki síst þá starfa lyfjatæknar í blöndunareiningu apóteksins. Þar fer fram mjög sérhæfð blöndun lyfja með smitgát, m.a. blöndun einstaklingsmiðarar næringar í æð og krabbameinslyfja. Þegar ofangreind upptalning er skoðuð sést hvað störf lyfjatækna á Landspítala eru fjölbreytt enda er stór hluti af umsýslu lyfja á Landspítala í höndum þeirra.Framtíð lyfjatæknanáms óviss Því miður þá hefur það heyrst nokkrum sinnum undanfarin misseri að hugsanlega verði námsbraut í lyfjatækni Heilbrigðisskólans lögð niður vegna lítillar aðsóknar. Það væri mikill skaði, því vonir hafa staðið til þess að taka inn nýjan hóp í námskrá fyrir sjúkrahúslyfjatækni um næstu áramót. Í gegnum árin hefur apótek Landspítala notið þess að taka töluverðan hóp lyfjatæknanema í starfsnám. Undanfarin misseri hefur þeim fækkað verulega og viðbrögð við auglýsingum eftir lyfjatæknum hafa verið dræm. Það er verulegt áhyggjuefni ef þetta nám verður fellt niður, ekki bara fyrir spítalann heldur líka fyrir apótekin. Þetta er þó alls ekki eina stéttin í heilbrigðiskerfinu þar sem meðalaldur hækkar og nýliðun gengur of hægt. Ég óska lyfjatæknum Landspítala til hamingju með viðurkenninguna sem þeir fengu á ársfundi spítalans sem þeir eiga svo sannarlega skilið. Það er mjög gefandi og skemmtilegt að vinna á Landspítala því þar gefast tækifæri til fjölbreyttra starfa, starfsþróunar og faglegs umhverfis. Landspítala vantar fleiri lyfjatækna til að geta tryggt betur öryggi sjúklinga með aukinni þjónustu við deildir spítalans og nýliðun stéttarinnar. Ég hvet alla þá sem eru að íhuga nám að skoða lyfjatæknabraut Heilbrigðisskólans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun