Innlent

Ráðuneytisstjórar ganga í málið

Ákveðið hefur verið í ríkisstjórn að láta alla ráðuneytisstjórana í stjórnarráðinu fara yfir stöðu mála á Kárahnjúkum og gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar og gera tillögur um það hvort og þá hvað mætti fara til betri vegar. Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og var þar með hugleiðingar um stöðu mála við Kárahnjúka. Hann segir að hvort sem ábendingar og ávirðingar séu réttar eða ekki þá snúi þetta að nánast öllum ráðuneytum. "Þarna vilja menn fara ofan í það hvað er verið að kvarta undan, á það rétt á sér og hvernig er rétt að bregðast við því," segir Árni. Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins leiðir nefndina. Enginn tímarammi var settur en umræðurnar í ríkisstjórninni voru þannig að búast má við að kraftur verði settur í málið. Niðurstöðu er hugsanlega að vænta í lok vikunnar. Félagsmálaráðherra hefur fengið greinargerð frá ASÍ um Impregilo og tekur sér nokkra daga í að skoða það mál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×