Sport

Watford heimsækir Liverpool

Watford, lið Heiðars Helgusonar og Brynjars Björns Gunnarssonar, mætir Liverpool á Anfield í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins í fótbolta. Heiðar hefur skorað grimmt fyrir Watford í 1. deildinni og liðið er til alls líklegt gegn Liverpool. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, ætlar að stilla upp sterku liði en hann hefur notað varaliðið til þessa í keppninni. Steven Gerrard og Milan Baros verða líklega í byrjunarliðinu en Baros hefur verið meiddur. Það eru reyndar gríðarleg meiðsli í herbúðum Liverpool og það ætti að gefa Watford þokkalega möguleika. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×