Innlent

Nærri 230 börn í fóstri í fyrra

Halldóra Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Halldóra Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.

Alls voru 228 börn í fóstri að hluta til eða allt árið 2007. Þar af voru 118 börn í varanlegu fóstri en 110 börn í tímabundnu fóstri. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir hefur frá Barnavernd Reykjavíkur.

Munurinn á varanlegu og tímabundnu fóstri er sá að í tímabundnu fóstri er markmiðið það að barnið fari heim á ný og foreldri eða foreldrar séu með forsjá barnsins. Í varanlegu fóstri er barnaverndarnefnd með forsjá barnsins og þá er markmiðið að barnið sé í fóstri til 18 ára aldurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×