Hvað er í pípunum Fanný Kristín Heimisdóttir skrifar 17. nóvember 2010 14:32 Um samslátt leikskóla í Reykjavík og/eða aðrar fyrirhugaðar breytingar á umgjörð menntunar yngstu barna borgarinnar. Við þurfum opna umræðu um breytingar á rekstri leikskóla í Reykjavík. „Sleðinn er kominn af stað", nú þegar hefur rekstrarformi sex leikskóla verið breytt án þess að umræða hafi farið fram á opinn og heiðarlegan hátt. Við þurfum að tala saman um frekari samslátt/samrekstur leikskóla í Reykjavík eða leikskóla og grunnskóla og aðrar fyrirhugaðar breytingar sem stjórnmálamenn hafa „í pípunum". Spurningar vakna um hverju á að ná fram og ræða þarf hverjar afleiðingar breytinga verða frá sem víðustu sjónarhorni. Fyrsta skólastigið Á Íslandi er leikskólinn fyrsta skólastigið. Ólíkt því sem víða er hefja börn því formlega skólagöngu hér á landi tveggja ára eða yngri. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið studd með lögum og reglugerðum en minna hefur verið viðurkennt um þær forsendur sem þurfa að liggja til grundvallar því að hægt sé að ná þeim. Leiðir að háleitum markmiðum um skólastarf eru þekktar í góðu leikskólastarfi þar sem leikur er viðurkennd námsleið. Leikur tryggir þátttöku barna í mikilvægum námsferlum og ánægja foreldra leikskólabarna vitna um ágæti leikskólanna í Reykjavík (sjá kannanir Leikskólasviðs). Í leikskólum er lagður grunnur sem síðari skólastig byggja á. Sú ákvörðun að leikskólinn sé fyrsta skólastigið á Íslandi breytir því hvert við getum horft til fyrirmynda um leikskólastarf. Við höfum gefið fordæmi með þessari ákvörðun og hljótum að þurfa að breyta samkvæmt því og vera fordæmisgjafar frekar en þiggja ráð ýmist frá hægri eða vinstri og hætta þannig á að viðkvæm leikskólasamfélög tapi því sem áunnist hefur með elju leikskólastarfsfólks á undanförnum árum. Meðal leikskólastarfsfólks eru sérfræðingar um leikskólastarf og foreldrar eru sérfræðingar um börn sín ásamt auðvitað börnunum sjálfum. Þessir hópar þurfa að koma að ákvörðunum um stórar breytingar sem varða innviði skólastarfsins og þá umgjörð sem er forsenda þeirra.Hver eru markmiðin? Það hefur nú verið staðfest með ýmsu móti að breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri leikskóla í borginni og einnig hefur verið gefið í skyn að samrekstur milli skólastiga þ.e. grunn- og leikskóla gæti hugnast stjórnmálamönnum. Oddný Sturludóttir forystukona menntamála í borginni hefur tjáð sig en þó mjög óljóst (sjá t.d. grein á visir.is þann 13.11.10). Margir kollegar mínir í stétt leikskólastjórnenda hafa tjáð óöryggi sitt og óánægju með það hve mikið er gefið í skyn án þess að nokkuð sé ákveðið og hversu seint er kallað til samráðs þeirra sem málið varðar. Farsælt breytingaferli krefst þess að góð umræða eigi sér stað, markmið séu vel greind og forsendur þeirra skýrðar og leiðir ákveðnar út frá því. Hér virðast leiðirnar fyrst ákveðnar og hvert þær muni bera okkur geti því verið nokkuð óljóst og við lendum því kannski uppi á reginfjöllum með þetta allt saman. Fyrirmyndir að mögulegum breytingum má finna hjá nágrannaþjóðum okkar bæði í Danmörku og Svíþjóð og e.t.v. víðar. Þar hafa þær breytingar verið gerðar að skólastjórar leiða marga leikskóla og jafnvel grunn- og leikskóla í sama hverfi. Þær ástæður sem hér eru gefnar upp fyrir hugsanlegum samslætti/samrekstri eru að um hagræðingu sé að ræða og vitnað hefur verið til samanburðarskýrslu þar sem fram kemur um dýran leikskólarekstur á Íslandi (skýrsla OECD). Þær tölur hafa þó ekki verið kynntar með greiningum þannig að sjá megi hvar kostnaður liggur í rekstri íslenskra leikskóla. Ég er tíður gestur í Sundsvall í Svíþjóð og þeir skólar sem ég hef heimsótt þar eru með allt öðru byggingarlagi en skólar hér á Íslandi. Mun minna er lagt í byggingar þar. Nú get ég ekki sagt með vissu að það sé á byggingarstigi sem hár kostnaður í leikskólastarfi hér á landi verður til en ég mundi vilja vita það áður en rök um dýra leikskóla á Íslandi eru notuð til að styðja fækkun stjórnenda og samslátt skóla. Við verðum að þekkja sem flestar breytur áður en lagt er í breytingar sem gefa eiga ákveðna útkomu.Ábyrgð leikskólastjóra Ef horft er til Svíþjóðar er menntun leikskólastarfsfólks með öðru móti en hér. Þar eru leikskólakennarar fleiri og leikskólaliðar (barnskötare) vinna einnig í leikskólunum. Það er ákveðið hversu mörg stöðugildi leikskólakennara eru í hverjum leikskóla (kvótun) og einnig er ákveðið um stöðugildi leikskólaliða. Þeir sem ráðnir eru til starfanna þurfa að samþykkja að færa sig á milli ef þess gerist þörf til að tryggja að börnum sé ekki mismunað um þá kennaramenntun sem liggur til grundvallar skólastarfinu í hverjum skóla. Hér á landi hefur sú hefð skapast að það er hver leikskólastjóri sem ber ábyrgð á mönnun síns skóla og hvernig til tekst er mismunandi. Sumir leikskólar hafa marga leikskólakennara meðan aðrir hafa nær enga. Íslensk lög um leikskóla ásamt launum hafa tryggt að hver leikskóli hefur til þessa haft leikskólakennara sem leikskólastjóra. Laun leikskólastjóra eru hærri en almennra kennara og líklega hefur einnig starfsumhverfi tryggt leikskólastjórum ákveðið sjálfræði sem hefur heillað leikskólakennara sem vilja vinna við stjórnun og skipulag en eru jafnframt tilbúnir að vinna á gólfinu og grípa í þau störf sem til falla í leikskólunum. Það eru margvísleg störf sem þarf að sinna í skólunum svo starfið gangi upp. Það eru bæði störf með börnunum, starfsmannahald, skipulag og skýrslugerð en einnig margs konar hversdagsleg umsýsla sem þarf að sinna. Þegar ég sópa fataklefann eða set í þvottavél finnst mér að ég sinni „mínu fólki" og veit að það þarf hrein þvottastykki og smekki til að starfið með börnunum gangi. Ekkert starf í skólanum er öðru ómerkilegra en þau eru mismunandi og laun fyrir þau eru vissulega mismunandi og það má segja að það sé dýrt að hafa leikskólastjóra sem sinnir einföldum störfum en sem sagt skuldbinding kostar.Hvað liggur til grundvallar? Metnaður og skuldbinding leikskólastjóra við starfið með börnunum hafa tryggt að störfin hafa verið unnin þó oft reynist erfitt að manna leikskólana. Það þarf að greina hvað þessi skuldbinding leikskólastjóra kostar áður en ráðist er í breytingar með óljós markmið að leiðarljósi. Þegar skýr og aðgreind markmið hafa verið sett þarf að greina þær forsendur sem þarf til að raunhæft sé að sett markmið náist. Sé horft til Svíþjóðar um breytingar eru forsendur þar allt aðrar en hér, samanlögð menntun leikskólastarfsfólks er þar meiri, stöðugleiki meðal starfsfólks er þar meiri og mannabreytingar ekki viðloðandi eins og hér er í mörgum leikskólum. Ef spara á í peningum þarf að segja það upphátt og greina tölur sem lagðar eru til grundvallar. Ef sjórnmálamenn telja sig hafa staðföst rök fyrir bættu leikskólastarfi þ.e. faglegum ávinningi, með því að gefa rými fyrir leiðtoga í starfinu á annan hátt en nú er t.d. með fjölgun verkefnisstjóra sem sjá um ákveðin störf í samvinnu við börnin þarf að segja það og greina frá því hvernig þær niðurstöður eru fengnar.Færri stjórnunarstörf fyrir konur? Ég hef starfað sem aðstoðarleikskólastjóri og verkefnisstóri og var þá ekki háð sömu lögmálum og ég er sem leikskólastjóri. Laun mín voru lægri og ég fékk þá greidda mælda yfirvinnu ef ég vann hana. Skuldbinding mín við starfið var á margan hátt háð öðrum lögmálum en núna þegar ég er leikskólastjóri. Þær raddir heyrast að starfið í leikskólunum geti orðið faglegra með samslætti þeirra en hvaða forsendur þarf til að svo verði? Verður aukið faglegt starf tryggt með samslætti einum saman? Eða munu laun í leikskólum breytast við samslátt, jafnast og færast til? Hvað kosta störfin sem eru lengra frá börnunum, störf á Leikskólasviði borgarinnar? Spurningar sem vakna eru fjölmargar og með þessum skrifum mínum vona ég að ég geti hvatt aðra til að greina frá sínum sjónarmiðum og jafnvel vangaveltum varðandi sín eigin kjör og hvernig fyrirhugaðar breytingar gætu haft áhrif á þau til góðs eða ills. Jafnréttisstjónarmið koma hér einnig við sögu því fækkun meðal skólastjórnenda í leikskólum fækkar stjórnunarstörfum kvenna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Um samslátt leikskóla í Reykjavík og/eða aðrar fyrirhugaðar breytingar á umgjörð menntunar yngstu barna borgarinnar. Við þurfum opna umræðu um breytingar á rekstri leikskóla í Reykjavík. „Sleðinn er kominn af stað", nú þegar hefur rekstrarformi sex leikskóla verið breytt án þess að umræða hafi farið fram á opinn og heiðarlegan hátt. Við þurfum að tala saman um frekari samslátt/samrekstur leikskóla í Reykjavík eða leikskóla og grunnskóla og aðrar fyrirhugaðar breytingar sem stjórnmálamenn hafa „í pípunum". Spurningar vakna um hverju á að ná fram og ræða þarf hverjar afleiðingar breytinga verða frá sem víðustu sjónarhorni. Fyrsta skólastigið Á Íslandi er leikskólinn fyrsta skólastigið. Ólíkt því sem víða er hefja börn því formlega skólagöngu hér á landi tveggja ára eða yngri. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið studd með lögum og reglugerðum en minna hefur verið viðurkennt um þær forsendur sem þurfa að liggja til grundvallar því að hægt sé að ná þeim. Leiðir að háleitum markmiðum um skólastarf eru þekktar í góðu leikskólastarfi þar sem leikur er viðurkennd námsleið. Leikur tryggir þátttöku barna í mikilvægum námsferlum og ánægja foreldra leikskólabarna vitna um ágæti leikskólanna í Reykjavík (sjá kannanir Leikskólasviðs). Í leikskólum er lagður grunnur sem síðari skólastig byggja á. Sú ákvörðun að leikskólinn sé fyrsta skólastigið á Íslandi breytir því hvert við getum horft til fyrirmynda um leikskólastarf. Við höfum gefið fordæmi með þessari ákvörðun og hljótum að þurfa að breyta samkvæmt því og vera fordæmisgjafar frekar en þiggja ráð ýmist frá hægri eða vinstri og hætta þannig á að viðkvæm leikskólasamfélög tapi því sem áunnist hefur með elju leikskólastarfsfólks á undanförnum árum. Meðal leikskólastarfsfólks eru sérfræðingar um leikskólastarf og foreldrar eru sérfræðingar um börn sín ásamt auðvitað börnunum sjálfum. Þessir hópar þurfa að koma að ákvörðunum um stórar breytingar sem varða innviði skólastarfsins og þá umgjörð sem er forsenda þeirra.Hver eru markmiðin? Það hefur nú verið staðfest með ýmsu móti að breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri leikskóla í borginni og einnig hefur verið gefið í skyn að samrekstur milli skólastiga þ.e. grunn- og leikskóla gæti hugnast stjórnmálamönnum. Oddný Sturludóttir forystukona menntamála í borginni hefur tjáð sig en þó mjög óljóst (sjá t.d. grein á visir.is þann 13.11.10). Margir kollegar mínir í stétt leikskólastjórnenda hafa tjáð óöryggi sitt og óánægju með það hve mikið er gefið í skyn án þess að nokkuð sé ákveðið og hversu seint er kallað til samráðs þeirra sem málið varðar. Farsælt breytingaferli krefst þess að góð umræða eigi sér stað, markmið séu vel greind og forsendur þeirra skýrðar og leiðir ákveðnar út frá því. Hér virðast leiðirnar fyrst ákveðnar og hvert þær muni bera okkur geti því verið nokkuð óljóst og við lendum því kannski uppi á reginfjöllum með þetta allt saman. Fyrirmyndir að mögulegum breytingum má finna hjá nágrannaþjóðum okkar bæði í Danmörku og Svíþjóð og e.t.v. víðar. Þar hafa þær breytingar verið gerðar að skólastjórar leiða marga leikskóla og jafnvel grunn- og leikskóla í sama hverfi. Þær ástæður sem hér eru gefnar upp fyrir hugsanlegum samslætti/samrekstri eru að um hagræðingu sé að ræða og vitnað hefur verið til samanburðarskýrslu þar sem fram kemur um dýran leikskólarekstur á Íslandi (skýrsla OECD). Þær tölur hafa þó ekki verið kynntar með greiningum þannig að sjá megi hvar kostnaður liggur í rekstri íslenskra leikskóla. Ég er tíður gestur í Sundsvall í Svíþjóð og þeir skólar sem ég hef heimsótt þar eru með allt öðru byggingarlagi en skólar hér á Íslandi. Mun minna er lagt í byggingar þar. Nú get ég ekki sagt með vissu að það sé á byggingarstigi sem hár kostnaður í leikskólastarfi hér á landi verður til en ég mundi vilja vita það áður en rök um dýra leikskóla á Íslandi eru notuð til að styðja fækkun stjórnenda og samslátt skóla. Við verðum að þekkja sem flestar breytur áður en lagt er í breytingar sem gefa eiga ákveðna útkomu.Ábyrgð leikskólastjóra Ef horft er til Svíþjóðar er menntun leikskólastarfsfólks með öðru móti en hér. Þar eru leikskólakennarar fleiri og leikskólaliðar (barnskötare) vinna einnig í leikskólunum. Það er ákveðið hversu mörg stöðugildi leikskólakennara eru í hverjum leikskóla (kvótun) og einnig er ákveðið um stöðugildi leikskólaliða. Þeir sem ráðnir eru til starfanna þurfa að samþykkja að færa sig á milli ef þess gerist þörf til að tryggja að börnum sé ekki mismunað um þá kennaramenntun sem liggur til grundvallar skólastarfinu í hverjum skóla. Hér á landi hefur sú hefð skapast að það er hver leikskólastjóri sem ber ábyrgð á mönnun síns skóla og hvernig til tekst er mismunandi. Sumir leikskólar hafa marga leikskólakennara meðan aðrir hafa nær enga. Íslensk lög um leikskóla ásamt launum hafa tryggt að hver leikskóli hefur til þessa haft leikskólakennara sem leikskólastjóra. Laun leikskólastjóra eru hærri en almennra kennara og líklega hefur einnig starfsumhverfi tryggt leikskólastjórum ákveðið sjálfræði sem hefur heillað leikskólakennara sem vilja vinna við stjórnun og skipulag en eru jafnframt tilbúnir að vinna á gólfinu og grípa í þau störf sem til falla í leikskólunum. Það eru margvísleg störf sem þarf að sinna í skólunum svo starfið gangi upp. Það eru bæði störf með börnunum, starfsmannahald, skipulag og skýrslugerð en einnig margs konar hversdagsleg umsýsla sem þarf að sinna. Þegar ég sópa fataklefann eða set í þvottavél finnst mér að ég sinni „mínu fólki" og veit að það þarf hrein þvottastykki og smekki til að starfið með börnunum gangi. Ekkert starf í skólanum er öðru ómerkilegra en þau eru mismunandi og laun fyrir þau eru vissulega mismunandi og það má segja að það sé dýrt að hafa leikskólastjóra sem sinnir einföldum störfum en sem sagt skuldbinding kostar.Hvað liggur til grundvallar? Metnaður og skuldbinding leikskólastjóra við starfið með börnunum hafa tryggt að störfin hafa verið unnin þó oft reynist erfitt að manna leikskólana. Það þarf að greina hvað þessi skuldbinding leikskólastjóra kostar áður en ráðist er í breytingar með óljós markmið að leiðarljósi. Þegar skýr og aðgreind markmið hafa verið sett þarf að greina þær forsendur sem þarf til að raunhæft sé að sett markmið náist. Sé horft til Svíþjóðar um breytingar eru forsendur þar allt aðrar en hér, samanlögð menntun leikskólastarfsfólks er þar meiri, stöðugleiki meðal starfsfólks er þar meiri og mannabreytingar ekki viðloðandi eins og hér er í mörgum leikskólum. Ef spara á í peningum þarf að segja það upphátt og greina tölur sem lagðar eru til grundvallar. Ef sjórnmálamenn telja sig hafa staðföst rök fyrir bættu leikskólastarfi þ.e. faglegum ávinningi, með því að gefa rými fyrir leiðtoga í starfinu á annan hátt en nú er t.d. með fjölgun verkefnisstjóra sem sjá um ákveðin störf í samvinnu við börnin þarf að segja það og greina frá því hvernig þær niðurstöður eru fengnar.Færri stjórnunarstörf fyrir konur? Ég hef starfað sem aðstoðarleikskólastjóri og verkefnisstóri og var þá ekki háð sömu lögmálum og ég er sem leikskólastjóri. Laun mín voru lægri og ég fékk þá greidda mælda yfirvinnu ef ég vann hana. Skuldbinding mín við starfið var á margan hátt háð öðrum lögmálum en núna þegar ég er leikskólastjóri. Þær raddir heyrast að starfið í leikskólunum geti orðið faglegra með samslætti þeirra en hvaða forsendur þarf til að svo verði? Verður aukið faglegt starf tryggt með samslætti einum saman? Eða munu laun í leikskólum breytast við samslátt, jafnast og færast til? Hvað kosta störfin sem eru lengra frá börnunum, störf á Leikskólasviði borgarinnar? Spurningar sem vakna eru fjölmargar og með þessum skrifum mínum vona ég að ég geti hvatt aðra til að greina frá sínum sjónarmiðum og jafnvel vangaveltum varðandi sín eigin kjör og hvernig fyrirhugaðar breytingar gætu haft áhrif á þau til góðs eða ills. Jafnréttisstjónarmið koma hér einnig við sögu því fækkun meðal skólastjórnenda í leikskólum fækkar stjórnunarstörfum kvenna í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun