Forgangsröðun í þágu almennrar löggæslu Arndís Soffía Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Það var fyrir 10 árum að ég útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins og var í framhaldinu skipuð lögreglumaður í almennu deild embættis Lögreglustjórans í Reykjavík sem þá var. Á þessum tíma var mikið rætt um fækkun lögreglumanna í almennri löggæslu. Reyndir lögreglumenn sögðu mér frá því þegar vaktirnar voru miklu betur mannaðar, fleiri bílar og hjól í umferð og fleiri lögreglumenn á vakt. Nú væri öldin önnur og pappalögreglumenn látnir fylla upp í skarðið. Við vorum ekki alltaf sammála lýsingum hærra settra á stöðunni; Ástandið væri alls ekki svo slæmt, lögreglumönnum væri alls ekki að fækka heldur væri stöðugildum þvert á móti að fjölga. Ekki fylgdi þó sögunni hvar í kerfinu stöðugildum væri að fjölga. Nú þegar þrengir all verulega að þurfum við að einbeita okkur að því að styrkja öryggisnetið á öllum sviðum. Við þurfum að forgangsraða í þágu velferðarkerfisins, styrkja grunnstoðirnar og þar með löggæsluna. Við verðum að leita allra leiða til að færa fjármuni frá þeim útgjaldaliðum ríkisins sem mögulega geta beðið eða þola betur niðurskurð til þeirra útgjaldaliða sem við getum alls ekki verið án. Þá þurfum við líka að forgangsraða innan hvers liðar þannig að fjármunir til þeirra stofnana, deilda eða verkefna sem geta beðið eða þola lægri fjárframlög færist til þeirra deilda sem mest mæðir á. Ég vil meina að enn sé svigrúm til að færa fjármuni á milli útgjaldaliða hrunfjárlaganna og innan hvers liðar þannig að forgangsraðað verði í þágu almannaheilla. Ég hef áhyggjur af því að ef ekki verður forgangsraðað betur í þágu almennrar löggæslu í landinu verði ekki hægt að ætlast til þess af lögreglunni að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu með viðunandi hætti, að gæta að almannaöryggi og halda uppi lögum og reglum. Sorglegt er til þess að hugsa að ekki hafi verið hugað betur að almennri löggæslu áður en hrunið skall á okkur þannig að lögreglan hefði verið betur í stakk búin í dag að mæta skakkaföllum í ríkisbúskapnum. Það er hins vegar staðreynd sem við stöndum frammi fyrir og getum ekki breytt. Lögreglufélög víða um land, Suðurlandi, Austurlandi og á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktanir þar sem boðuðum niðurskurði hjá lögregluembættum landsins er harðlega mótmælt. Lögreglumenn telja sig samkvæmt ályktununum ekki geta tryggt öryggi íbúa eða þeirra sjálfra við skyldustörf sín. Það er háalvarlegt ástand ef löggæsla fer niður fyrir lágmarks öryggiskröfur. Við verðum að leita allra leiða til að tryggja lögreglunni það fjármagn sem hún þarf til að geta haldið uppi lögum og reglu í landinu og sinnt öryggishlutverki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Það var fyrir 10 árum að ég útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins og var í framhaldinu skipuð lögreglumaður í almennu deild embættis Lögreglustjórans í Reykjavík sem þá var. Á þessum tíma var mikið rætt um fækkun lögreglumanna í almennri löggæslu. Reyndir lögreglumenn sögðu mér frá því þegar vaktirnar voru miklu betur mannaðar, fleiri bílar og hjól í umferð og fleiri lögreglumenn á vakt. Nú væri öldin önnur og pappalögreglumenn látnir fylla upp í skarðið. Við vorum ekki alltaf sammála lýsingum hærra settra á stöðunni; Ástandið væri alls ekki svo slæmt, lögreglumönnum væri alls ekki að fækka heldur væri stöðugildum þvert á móti að fjölga. Ekki fylgdi þó sögunni hvar í kerfinu stöðugildum væri að fjölga. Nú þegar þrengir all verulega að þurfum við að einbeita okkur að því að styrkja öryggisnetið á öllum sviðum. Við þurfum að forgangsraða í þágu velferðarkerfisins, styrkja grunnstoðirnar og þar með löggæsluna. Við verðum að leita allra leiða til að færa fjármuni frá þeim útgjaldaliðum ríkisins sem mögulega geta beðið eða þola betur niðurskurð til þeirra útgjaldaliða sem við getum alls ekki verið án. Þá þurfum við líka að forgangsraða innan hvers liðar þannig að fjármunir til þeirra stofnana, deilda eða verkefna sem geta beðið eða þola lægri fjárframlög færist til þeirra deilda sem mest mæðir á. Ég vil meina að enn sé svigrúm til að færa fjármuni á milli útgjaldaliða hrunfjárlaganna og innan hvers liðar þannig að forgangsraðað verði í þágu almannaheilla. Ég hef áhyggjur af því að ef ekki verður forgangsraðað betur í þágu almennrar löggæslu í landinu verði ekki hægt að ætlast til þess af lögreglunni að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu með viðunandi hætti, að gæta að almannaöryggi og halda uppi lögum og reglum. Sorglegt er til þess að hugsa að ekki hafi verið hugað betur að almennri löggæslu áður en hrunið skall á okkur þannig að lögreglan hefði verið betur í stakk búin í dag að mæta skakkaföllum í ríkisbúskapnum. Það er hins vegar staðreynd sem við stöndum frammi fyrir og getum ekki breytt. Lögreglufélög víða um land, Suðurlandi, Austurlandi og á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktanir þar sem boðuðum niðurskurði hjá lögregluembættum landsins er harðlega mótmælt. Lögreglumenn telja sig samkvæmt ályktununum ekki geta tryggt öryggi íbúa eða þeirra sjálfra við skyldustörf sín. Það er háalvarlegt ástand ef löggæsla fer niður fyrir lágmarks öryggiskröfur. Við verðum að leita allra leiða til að tryggja lögreglunni það fjármagn sem hún þarf til að geta haldið uppi lögum og reglu í landinu og sinnt öryggishlutverki sínu.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun