Kirkjugarðarnir þyrftu að hækka einingaverð um fjörutíu prósent Sæunn Gísladóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Þórsteinn Ragnarsson, formaður stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands, segir að frá árinu 2009 hafi framlag ríkisins til kirkjugarðanna verið skert meira en áæætlað var. vísir/pjetur „Núverandi ástand í kirkjugörðum er algjörlega óviðunandi vegna niðurskurðar. Kirkjugarðarnir þyrftu að hækka einingaverð um fjörutíu prósent til að vera á línu við núverandi gjaldlíkan frá 2005.“ Þetta segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands. Vonir standa til að framlög ríkisins verði aukin eftir fund milli stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands og stjórnvalda þann 2. maí. Árlega er losaður milljarður til rekstrar kirkjugarða landsins. „Frá 2009 til yfirstandandi árs hefur framlag ríkisins verið skert miðað við núverandi gjaldlíkan. Við tókum að okkur skerðingar í efnahagshruninu, en skerðingarnar hafa verið meiri en áformað var,“ segir Þórsteinn. „Kirkjugarðar hafa ekki lengur rekstrarfé til að greiða fyrir grafartöku og umhirðu.“ Þessu til viðbótar hefur þóknun til presta fyrir útfarir hækkað undanfarin tvö ár um sjötíu prósent. Umframkostnaður vegna þessara hækkana nema á árunum 2014 til 2016 að lágmarki um sextíu milljónum króna. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), sem þjóna rúmlega fimmtíu prósent af þjóðinni, hafa verið reknir með halla fjögur af síðustu fimm rekstrarárum. Niðurstaða rekstrarreiknings 2015 sýnir að gjöld KGRP eru um 30 milljónir króna umfram tekjur. Niðurstaðan á landsbyggðinni er ekki betri að sögn Þórsteins. Þórsteinn segir að síðustu tvö ár hafi áheyrn ríkisyfirvalda ekki náðst um þessi mál. Nú sé áætlaður fundur þann 2. maí og þar verður óskað eftir að samkomulagið frá 2005 verði endurnýjað og einingaverðið uppfært til verðlags 2017. Óskað var eftir viðbragða Innanríkisráðherra en þau svör fengust að ráðherra gæti ekki tjáð sig um málið á meðan nefnd væri að störfum að skoða þessi fjárhagslegu samskipti. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Sjá meira
„Núverandi ástand í kirkjugörðum er algjörlega óviðunandi vegna niðurskurðar. Kirkjugarðarnir þyrftu að hækka einingaverð um fjörutíu prósent til að vera á línu við núverandi gjaldlíkan frá 2005.“ Þetta segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands. Vonir standa til að framlög ríkisins verði aukin eftir fund milli stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands og stjórnvalda þann 2. maí. Árlega er losaður milljarður til rekstrar kirkjugarða landsins. „Frá 2009 til yfirstandandi árs hefur framlag ríkisins verið skert miðað við núverandi gjaldlíkan. Við tókum að okkur skerðingar í efnahagshruninu, en skerðingarnar hafa verið meiri en áformað var,“ segir Þórsteinn. „Kirkjugarðar hafa ekki lengur rekstrarfé til að greiða fyrir grafartöku og umhirðu.“ Þessu til viðbótar hefur þóknun til presta fyrir útfarir hækkað undanfarin tvö ár um sjötíu prósent. Umframkostnaður vegna þessara hækkana nema á árunum 2014 til 2016 að lágmarki um sextíu milljónum króna. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), sem þjóna rúmlega fimmtíu prósent af þjóðinni, hafa verið reknir með halla fjögur af síðustu fimm rekstrarárum. Niðurstaða rekstrarreiknings 2015 sýnir að gjöld KGRP eru um 30 milljónir króna umfram tekjur. Niðurstaðan á landsbyggðinni er ekki betri að sögn Þórsteins. Þórsteinn segir að síðustu tvö ár hafi áheyrn ríkisyfirvalda ekki náðst um þessi mál. Nú sé áætlaður fundur þann 2. maí og þar verður óskað eftir að samkomulagið frá 2005 verði endurnýjað og einingaverðið uppfært til verðlags 2017. Óskað var eftir viðbragða Innanríkisráðherra en þau svör fengust að ráðherra gæti ekki tjáð sig um málið á meðan nefnd væri að störfum að skoða þessi fjárhagslegu samskipti. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Sjá meira