Lífið

Ómyndað Bond-handrit selt á 50 þúsund pund

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sean Connery.
Sean Connery.

Handrit að James Bond-mynd sem aldrei var búin til seldist fyrir tæplega 50 þúsund pund á uppboði í London í gær.

Þar var um að ræða handritið að Warhead sem Kevin McClory skrifaði árið 1976 og byggði á skáldsögu eftir Len Deighton en hann skrifaði meðal annars Jarðarför í Berlín sem Michael Cane gerði ódauðlega á hvíta tjaldinu. Handritið að Bond-myndinni var skrifað með Sean Connery í huga en skúrkinn átti enginn annar en Elvis Presley að leika og Bond-stúlkan hefði orðið Greta Garbo. Myndin fór hins vegar aldrei í framleiðslu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.