Fleiri nýjar hendur á plóginn Karítas Guðmundsdóttir skrifar 5. desember 2008 03:00 Nú þegar við sitjum á rústum hagkerfis okkar fer ekki hjá því að neikvætt tal komi sálarlífi landsmanna illa. Margir eru á barmi gjaldþrots og er biðin eftir aðgerðum forystumanna þjóðfélagsins illþolanleg. Þessa dagana er reyndar loksins farið að brydda á einhverjum aðgerðum og er þá ráðist meðal annars í niðurskurð, en fyrsta skotmarkið í þeim niðurskurði er heilbrigðiskerfið - þar sem síst skyldi, því þar er þegar búið að skera allt niður sem hægt er. Við vitum að þegar sálin er í lægð - af hvaða ástæðum sem það er - þá fylgir líkaminn oftast með að einhverju leyti. Þess vegna er frumskilyrði að heilbrigðismálin séu í lagi um þessar mundir - að minnsta kosti á að láta mæta afgangi að ráðast til atlögu þar. Brýnast nú er að stappa stálinu í þjóðina, en því miður kemur ekkert slíkt frá yfirvöldum. Þar eru menn uppteknir af að kenna hver öðrum um ósköpin og gleyma skyldum sínum gagnvart fólkinu - eins og svo oft áður. Hvenær ætla menn að skilja fyrir hvern þeir eru að vinna? Þjóðin kaus þá af því að hún treysti þeim til að fara með landsmálin en ekki til leika sér að fjármálum landsins. Hvernig hafa þessir menn samvisku til að sitja áfram og ætla sjálfir að rannsaka mistökin - eða misgjörðirnar? Segja má að Alþingi hafi ekki verið sýnd sú virðing sem því ber síðustu ca. 17 árin, því mörg stjórnarfrumvörp til laga hafa verið lögð fram á síðustu stundu og þeim rennt í gegnum þingið með ofurhraða í skjóli meirihluta þings, oft án þess að minnihlutinn hafi haft tíma til að ígrunda í botn þau lög sem verið var að setja. Eini varnaglinn sem einu sinni var, þ.e. efri deild Alþingis, var afnuminn árið 1991 þannig að enginn möguleiki hefur verið eftir það til að stemma stigu við þessari ruðningsafgreiðslu mála. Á þennan hátt hafa mörg vanhugsuð lög verið sett og tími til kominn að enduskipuleggja form Alþingis. Mætti þá t.d. setja lög um að ráðherrar megi ekki sitja nema í tvö tímabil í einu. Eitthvað verður að gera til að koma í veg fyrir að einhver flokkur yfirtaki stjórnina í landinu og noti aðra flokka sér til þjónustu, því það er svo einkennilegt að minni samstarfsflokkarnir breytast yfirleitt um leið og þeir komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og virðast týna aðalmarkmiðum sínum. Ekki er að sjá að t.d. að Samfylkingin sé fús til að gefa upp stólana til að réttlætið fái að ná fram að ganga vegna áfallanna nú. Krafan er að kosið verði sem fyrst á nýju ári og stokkað upp í stjórnum allra bankanna, þar á meðal Seðlabankans, því þjóðin treystir þessum aðilum ekki til að fara með þá fjármuni sem við erum að fá að láni erlendis frá á næstunni. Við þurfum nýja krafta og nýtt hugarfar við stjórnvölinn og skora ég á þá mörgu, mikilhæfu athafnamenn og fræðimenn úti í þjófélaginu að koma fram á sviðið og taka þátt í að breyta mynstrinu á Alþingi okkar Íslendinga. Höfundur er bókari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar við sitjum á rústum hagkerfis okkar fer ekki hjá því að neikvætt tal komi sálarlífi landsmanna illa. Margir eru á barmi gjaldþrots og er biðin eftir aðgerðum forystumanna þjóðfélagsins illþolanleg. Þessa dagana er reyndar loksins farið að brydda á einhverjum aðgerðum og er þá ráðist meðal annars í niðurskurð, en fyrsta skotmarkið í þeim niðurskurði er heilbrigðiskerfið - þar sem síst skyldi, því þar er þegar búið að skera allt niður sem hægt er. Við vitum að þegar sálin er í lægð - af hvaða ástæðum sem það er - þá fylgir líkaminn oftast með að einhverju leyti. Þess vegna er frumskilyrði að heilbrigðismálin séu í lagi um þessar mundir - að minnsta kosti á að láta mæta afgangi að ráðast til atlögu þar. Brýnast nú er að stappa stálinu í þjóðina, en því miður kemur ekkert slíkt frá yfirvöldum. Þar eru menn uppteknir af að kenna hver öðrum um ósköpin og gleyma skyldum sínum gagnvart fólkinu - eins og svo oft áður. Hvenær ætla menn að skilja fyrir hvern þeir eru að vinna? Þjóðin kaus þá af því að hún treysti þeim til að fara með landsmálin en ekki til leika sér að fjármálum landsins. Hvernig hafa þessir menn samvisku til að sitja áfram og ætla sjálfir að rannsaka mistökin - eða misgjörðirnar? Segja má að Alþingi hafi ekki verið sýnd sú virðing sem því ber síðustu ca. 17 árin, því mörg stjórnarfrumvörp til laga hafa verið lögð fram á síðustu stundu og þeim rennt í gegnum þingið með ofurhraða í skjóli meirihluta þings, oft án þess að minnihlutinn hafi haft tíma til að ígrunda í botn þau lög sem verið var að setja. Eini varnaglinn sem einu sinni var, þ.e. efri deild Alþingis, var afnuminn árið 1991 þannig að enginn möguleiki hefur verið eftir það til að stemma stigu við þessari ruðningsafgreiðslu mála. Á þennan hátt hafa mörg vanhugsuð lög verið sett og tími til kominn að enduskipuleggja form Alþingis. Mætti þá t.d. setja lög um að ráðherrar megi ekki sitja nema í tvö tímabil í einu. Eitthvað verður að gera til að koma í veg fyrir að einhver flokkur yfirtaki stjórnina í landinu og noti aðra flokka sér til þjónustu, því það er svo einkennilegt að minni samstarfsflokkarnir breytast yfirleitt um leið og þeir komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og virðast týna aðalmarkmiðum sínum. Ekki er að sjá að t.d. að Samfylkingin sé fús til að gefa upp stólana til að réttlætið fái að ná fram að ganga vegna áfallanna nú. Krafan er að kosið verði sem fyrst á nýju ári og stokkað upp í stjórnum allra bankanna, þar á meðal Seðlabankans, því þjóðin treystir þessum aðilum ekki til að fara með þá fjármuni sem við erum að fá að láni erlendis frá á næstunni. Við þurfum nýja krafta og nýtt hugarfar við stjórnvölinn og skora ég á þá mörgu, mikilhæfu athafnamenn og fræðimenn úti í þjófélaginu að koma fram á sviðið og taka þátt í að breyta mynstrinu á Alþingi okkar Íslendinga. Höfundur er bókari.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar