Um nýja byggingarreglugerð og ljóð Pétur Örn Björnsson skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Nú skal ég segja það hreint og beint, svo allir muni fyrr en síðar heyra, að það var hér áður fyrr ætíð von fyrir lítinn og sjálfstæðan arkitekt að fá til sín verkefni, eins og önnur einyrkja- og smáfyrirtæki, einungis vegna góðs faglegs orðspors, en með tilkomu EES samningsins hefur allt hægt og bítandi orðið verra, enda markvisst verið að drepa hina litlu og smáu á okkar dvergvaxna innanlandsmarkaði. Og nú er embættismanna bíró-teknó-krata-stóðið að uppkokka aðlagaða ESB byggingarreglugerð andskotans. Þar vantar ekki fínu orðin „sjálfbærni“, „vistvænt“, en af hverju í helvítinu fer þetta lið þá ekki í alvöru torfkofa? Nei, það dettur þessu flórstóði ekki í hug. Það röflar um BREEAM og DIN og guð má vita hvað, en megintilgangurinn er alltaf sá sami að efla gróða eftirlitsiðnaðarins, hins ósjálfbærasta og óvistvænasta af öllu og stór-verkfræðinga-graddar fá sér vottunarleyfi og græða á því og bankarnir græða á hækkandi byggingarkostnaði og allir græða … nema hinn sauðsvarti almenningur og þá … meine damen und herren … fer ríkið að lokum á hausinn. Comprendez? Á vorum tímum er mest öll hin volaða arkitektastétt í lamasessi og kvíðakasti yfir nýrri byggingarreglugerð forræðishyggjumeistaranna, sem engum treysta til góðra verka, en gáiði að því … ergo sum, þá treysta færri og færri boðvaldi þeirra að ofan, enda eru þetta bara venjulegir sjálfskammtandi kerfisliðar, en alls engir guðir, ef grannt er skoðað. Það ætti öllu fólki með móavit og þúfna að vera augljóst. Þegar gagnkvæmt traust ríkir ekki, þá dugar boðvaldið einungis til að níða skóinn undan samborgurunum. Það er svo klætt í búning fagurra orða. Það er í nafni heilagleika bírókratanna kallað „nýja“ Ísland en er hræsnisfyllsta útgáfa af „gamla“ Íslandi sem hægt er að ímynda sér, sjálf múmínútgáfa skinhelginnar. En menn spyrja nú hver annan í hljóðum … hefurðu lesið óskapnaðinn? … Og svörin eru flest þau sömu, nei ekki enn, því menn bíða leiðbeiningarrita við leiðbeiningarritin um reglugerðina ógnarlöngu, sem líkist nú helst orðið ályktunum kaþólskra kirkjuskipana páfans á miðöldum, enda virðist nú stefnt að viðlíka ofur-veldi yfir-bírókrata. Þeir nota boðvald sitt til að reyna að drepa alla lifandi grósku hinna mörgu og smáu. Eigum við þá bara að beygja okkur í duftið og leggjast flatir fyrir ofur-veldi yfir-bírókratanna, sjálfs embættismanna aðalsins, sem bera sjálfir aldrei ábyrgð á einu né neinu af þeirra eigin aumkunarverðu verkum? Nei fjandakornið. Fremur vil ég þá aumur spyrja þess hvort við eigum ekki að mótmæla líkt og Lúther forðum og negla eitt stykki mótmælabréf, sem aumir þrælar, á öll bænhús hins ósjálfbærasta af öllum ósjálfbærum valdhroka eftirlitsiðnaði seinni tíma? Mál er að linni. Þjóðin fái að segja sitt um ESB aðlögunina – í síðasta lagi fyrir jólin 2012. Við vitum það öll, að þetta helvíti gengur ekki lengur og við hæfi að enda þetta greinarkorn með ljóði Davíðs Stefánssonar, skáldsins frá Fagraskógi: Það teygir sig vítt yfir bygðir og borg og bólgnar af skipulagshroka, en geigvænt er loftið af gjaldeyrissorg og grátt eins og Lundúnaþoka. En borgarinn fálmar sig bugaður inn og biður um rétt til að lifa, svo þjónninn, sem hímdi með hönd undir kinn, má hamast að reikna og skrifa. En þarna fær borgarinn skjal eftir skjal, sem skráð er gegn réttlátri borgun, og honum er vísað sal úr sal og sagt – að koma á morgun, og svona gengur það ár eftir ár, því altaf er nóg að skrifa, og altaf fær borgarinn skipulagsskrár og skilríki fyrir að lifa. Það lætur víst nærri, að þriðji -nú orðið annar- hver þegn sé þjónn eða skrifstofugreifi, en flestum er starfið þó mikið um megn og margur fær siglingaleyfi. En borgarinn snýst þarna hring eftir hring og hlýðir í orði og verki, og loks þegar alt er þar komið í kring er klínt á hann – stimpilmerki. Að stofnunin eflist hvern einasta dag mun afkoma þegnanna sanna, og auðvitað reikna þeir ríkinu í hag sem ráðstafa lífi manna. En varla mun borgarinn blessa þau tákn, né bætur þeim skriftlærðu mæla, sem vilja að alt þetta blekiðjubákn sé bænahús – krjúpandi þræla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú skal ég segja það hreint og beint, svo allir muni fyrr en síðar heyra, að það var hér áður fyrr ætíð von fyrir lítinn og sjálfstæðan arkitekt að fá til sín verkefni, eins og önnur einyrkja- og smáfyrirtæki, einungis vegna góðs faglegs orðspors, en með tilkomu EES samningsins hefur allt hægt og bítandi orðið verra, enda markvisst verið að drepa hina litlu og smáu á okkar dvergvaxna innanlandsmarkaði. Og nú er embættismanna bíró-teknó-krata-stóðið að uppkokka aðlagaða ESB byggingarreglugerð andskotans. Þar vantar ekki fínu orðin „sjálfbærni“, „vistvænt“, en af hverju í helvítinu fer þetta lið þá ekki í alvöru torfkofa? Nei, það dettur þessu flórstóði ekki í hug. Það röflar um BREEAM og DIN og guð má vita hvað, en megintilgangurinn er alltaf sá sami að efla gróða eftirlitsiðnaðarins, hins ósjálfbærasta og óvistvænasta af öllu og stór-verkfræðinga-graddar fá sér vottunarleyfi og græða á því og bankarnir græða á hækkandi byggingarkostnaði og allir græða … nema hinn sauðsvarti almenningur og þá … meine damen und herren … fer ríkið að lokum á hausinn. Comprendez? Á vorum tímum er mest öll hin volaða arkitektastétt í lamasessi og kvíðakasti yfir nýrri byggingarreglugerð forræðishyggjumeistaranna, sem engum treysta til góðra verka, en gáiði að því … ergo sum, þá treysta færri og færri boðvaldi þeirra að ofan, enda eru þetta bara venjulegir sjálfskammtandi kerfisliðar, en alls engir guðir, ef grannt er skoðað. Það ætti öllu fólki með móavit og þúfna að vera augljóst. Þegar gagnkvæmt traust ríkir ekki, þá dugar boðvaldið einungis til að níða skóinn undan samborgurunum. Það er svo klætt í búning fagurra orða. Það er í nafni heilagleika bírókratanna kallað „nýja“ Ísland en er hræsnisfyllsta útgáfa af „gamla“ Íslandi sem hægt er að ímynda sér, sjálf múmínútgáfa skinhelginnar. En menn spyrja nú hver annan í hljóðum … hefurðu lesið óskapnaðinn? … Og svörin eru flest þau sömu, nei ekki enn, því menn bíða leiðbeiningarrita við leiðbeiningarritin um reglugerðina ógnarlöngu, sem líkist nú helst orðið ályktunum kaþólskra kirkjuskipana páfans á miðöldum, enda virðist nú stefnt að viðlíka ofur-veldi yfir-bírókrata. Þeir nota boðvald sitt til að reyna að drepa alla lifandi grósku hinna mörgu og smáu. Eigum við þá bara að beygja okkur í duftið og leggjast flatir fyrir ofur-veldi yfir-bírókratanna, sjálfs embættismanna aðalsins, sem bera sjálfir aldrei ábyrgð á einu né neinu af þeirra eigin aumkunarverðu verkum? Nei fjandakornið. Fremur vil ég þá aumur spyrja þess hvort við eigum ekki að mótmæla líkt og Lúther forðum og negla eitt stykki mótmælabréf, sem aumir þrælar, á öll bænhús hins ósjálfbærasta af öllum ósjálfbærum valdhroka eftirlitsiðnaði seinni tíma? Mál er að linni. Þjóðin fái að segja sitt um ESB aðlögunina – í síðasta lagi fyrir jólin 2012. Við vitum það öll, að þetta helvíti gengur ekki lengur og við hæfi að enda þetta greinarkorn með ljóði Davíðs Stefánssonar, skáldsins frá Fagraskógi: Það teygir sig vítt yfir bygðir og borg og bólgnar af skipulagshroka, en geigvænt er loftið af gjaldeyrissorg og grátt eins og Lundúnaþoka. En borgarinn fálmar sig bugaður inn og biður um rétt til að lifa, svo þjónninn, sem hímdi með hönd undir kinn, má hamast að reikna og skrifa. En þarna fær borgarinn skjal eftir skjal, sem skráð er gegn réttlátri borgun, og honum er vísað sal úr sal og sagt – að koma á morgun, og svona gengur það ár eftir ár, því altaf er nóg að skrifa, og altaf fær borgarinn skipulagsskrár og skilríki fyrir að lifa. Það lætur víst nærri, að þriðji -nú orðið annar- hver þegn sé þjónn eða skrifstofugreifi, en flestum er starfið þó mikið um megn og margur fær siglingaleyfi. En borgarinn snýst þarna hring eftir hring og hlýðir í orði og verki, og loks þegar alt er þar komið í kring er klínt á hann – stimpilmerki. Að stofnunin eflist hvern einasta dag mun afkoma þegnanna sanna, og auðvitað reikna þeir ríkinu í hag sem ráðstafa lífi manna. En varla mun borgarinn blessa þau tákn, né bætur þeim skriftlærðu mæla, sem vilja að alt þetta blekiðjubákn sé bænahús – krjúpandi þræla.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun