Fara varlega með réttinn til að gleymast Snærós Sindradóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Tvö hundruð sjötíu og fimm Íslendingar hafa óskað eftir því við Google að fá að gleymast. Beiðnin felur í sér að leitarniðurstöður séu fjarlægðar af vefnum án þess að upprunalega vefsíðan sé fjarlægð. Google hefur orðið við beiðninni um að fjarlægja leitarniðurstöður um Íslendinga í 35,9 prósent tilfella en það er marktækt minna en meðaltal Evrópu þar sem 42,9 prósent beiðna eru samþykktar. Samtals hefur Google fjarlægt 878 leitarniðurstöður um Íslendinga. Opnað var fyrir þennan möguleika í Evrópu árið 2014 í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Lúxemborg þar sem Google var gert að fjarlægja leitarniðurstöður um spænskan mann en uppboð hafði farið fram á heimili hans fyrir síðustu aldamót. Google býður ekki upp á þennan möguleika í Bandaríkjunum. „Google eru dálítið viðkvæmir fyrir þessu fyrirbæri og ekkert mjög hrifnir. Þeir hafa verið að berjast við persónuverndaryfirvöld í Evrópu um að ganga eins skammt og þeir mögulega geta,“ segir Ragnar Tómas Árnason, lögmaður á Logos, sem hefur kynnt sér ítarlega réttinn til að gleymast.Heimildinni til að fjarlægja efni úr leitarniðurstöðum á að beita af varfærni samkvæmt dómi Evrópudómstólsins. Að sögn Ragnars er til dæmis ekki inni í myndinni að þjóðhöfðingjar eða opinberar persónur fái fjarlægðar viðkvæmar fréttir af sér til að hagræða sögunni sér í hag. Sem dæmi um þetta má nefna að Google segir háttsettan embættismann í Ungverjalandi hafa óskað eftir því að Google fjarlægði áratugagamlar fréttir af sakfellingu hans. Ekki var orðið við beiðninni. Google fjarlægði aftur á móti leitarniðurstöður fréttar um kennara í Þýskalandi sem gerðist sekur um minniháttar glæp áratug áður. Markmiðið var að vernda nafn kennarans. Hugmyndin er sú að þetta séu upplýsingar sem samkvæmt einhverju sanngjörnu mati hafa ekki lengur þýðingu fyrir viðkomandi. Eru honum íþyngjandi eða fela það í sér að viðkomandi sætir einhverri útskúfun eða takmörkunum án þess að það teljist vera sanngjarnt,“ segir Ragnar. Þolendur hrellikláms hafa til að mynda óskað eftir að láta fjarlægja leitarniðurstöður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tvö hundruð sjötíu og fimm Íslendingar hafa óskað eftir því við Google að fá að gleymast. Beiðnin felur í sér að leitarniðurstöður séu fjarlægðar af vefnum án þess að upprunalega vefsíðan sé fjarlægð. Google hefur orðið við beiðninni um að fjarlægja leitarniðurstöður um Íslendinga í 35,9 prósent tilfella en það er marktækt minna en meðaltal Evrópu þar sem 42,9 prósent beiðna eru samþykktar. Samtals hefur Google fjarlægt 878 leitarniðurstöður um Íslendinga. Opnað var fyrir þennan möguleika í Evrópu árið 2014 í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Lúxemborg þar sem Google var gert að fjarlægja leitarniðurstöður um spænskan mann en uppboð hafði farið fram á heimili hans fyrir síðustu aldamót. Google býður ekki upp á þennan möguleika í Bandaríkjunum. „Google eru dálítið viðkvæmir fyrir þessu fyrirbæri og ekkert mjög hrifnir. Þeir hafa verið að berjast við persónuverndaryfirvöld í Evrópu um að ganga eins skammt og þeir mögulega geta,“ segir Ragnar Tómas Árnason, lögmaður á Logos, sem hefur kynnt sér ítarlega réttinn til að gleymast.Heimildinni til að fjarlægja efni úr leitarniðurstöðum á að beita af varfærni samkvæmt dómi Evrópudómstólsins. Að sögn Ragnars er til dæmis ekki inni í myndinni að þjóðhöfðingjar eða opinberar persónur fái fjarlægðar viðkvæmar fréttir af sér til að hagræða sögunni sér í hag. Sem dæmi um þetta má nefna að Google segir háttsettan embættismann í Ungverjalandi hafa óskað eftir því að Google fjarlægði áratugagamlar fréttir af sakfellingu hans. Ekki var orðið við beiðninni. Google fjarlægði aftur á móti leitarniðurstöður fréttar um kennara í Þýskalandi sem gerðist sekur um minniháttar glæp áratug áður. Markmiðið var að vernda nafn kennarans. Hugmyndin er sú að þetta séu upplýsingar sem samkvæmt einhverju sanngjörnu mati hafa ekki lengur þýðingu fyrir viðkomandi. Eru honum íþyngjandi eða fela það í sér að viðkomandi sætir einhverri útskúfun eða takmörkunum án þess að það teljist vera sanngjarnt,“ segir Ragnar. Þolendur hrellikláms hafa til að mynda óskað eftir að láta fjarlægja leitarniðurstöður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira