Lífið

Dóttir Sigmundar Davíðs þekkti pabba sinn í skaupinu

Jakob Bjarnar skrifar
Hannes Óli Ágústsson leikari er sláandi líkur forsætisráðherra, svo mjög að dóttir hans heimtaði ís þegar hún sá leikarann í Skaupinu.
Hannes Óli Ágústsson leikari er sláandi líkur forsætisráðherra, svo mjög að dóttir hans heimtaði ís þegar hún sá leikarann í Skaupinu.
Hannes Óli Ágústsson þykir sláandi líkur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra; hann á auðvelt með að bregða sér í hans líki ef svo ber undir.

Hannes Óli reyndar flutti stutt ávarp þess efnis í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann þakkaði kjósendum Sigmundar það að vera nú með örugg verkefni.

Líklega fær Hannes Óli ekki mikið betri dóma fyrir að ná Sigmundi Davíð vel en þá sem mátti sjá á Facebooksíðu forsætisráðherra skömmu eftir skaupið, en þar kemur fram að ung dóttir Sigmundar ruglaði þeim tveimur saman, einmitt þegar Hannes Óli sem Sigmundur var með ís í hendi: „Þótt það séu skiptar skoðanir um skaupið verð ég líklega að viðurkenna að Hannes Óli hafi staðið sig ágætlega í því að leika mig. Þegar tæplega tveggja ára dóttir mín sá hann birtast á skjánum með ís sagði hún: „Babbi með ís, ég fá ís líka“. Það var ekki um annað að ræða en að gefa barninu ís.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.