Hundruð brunnu inni í fangelsinu 16. febrúar 2012 08:00 Við fangelsishliðið beið fjöldi aðstandenda fanganna og vildu margir komast inn til að sjá líkin með eigin augum. nordicphotos/afp Meira en þrjú hundruð manns létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Hondúras í gær. Tugir brunnu inni meðan slökkvilið var að leita að lyklum. Fimm hundruð fangar sluppu. Ævareiðir aðstandendur heimta svör. Heyra mátti skelfingar- og kvalaóp frá fjölda fanga sem sátu innilokaðir í klefum sínum meðan fangelsið í borginni Comayagua í Hondúras brann í gær. Talið er að rúmlega 350 fangar hafi brunnið inni. Tugir þeirra brunnu inni eða köfnuðu af reyk vegna þess að slökkviliðsmenn fundu ekki lykla klefanna fyrr en of seint. „Við gátum ekki komið þeim út vegna þess að við vorum ekki með lyklana og fundum ekki fangaverðina sem voru með þá,“ sagði Josue Garcia, talsmaður slökkviliðsins í Comayagua. Tugir manna særðust en óttast er að 475 fangar hafi sloppið út í ringulreiðinni sem varð. Óeirðir brutust út meðal fanganna þegar eldsins varð vart. Einn fanganna, Silverio Aguilar, sagði í útvarpsviðtali að einhver hafi byrjað að hrópa: Eldur! Fangarnir hafi hrópað á hjálp en lengi vel brást enginn við. „Um stund heyrði enginn neitt, en eftir nokkrar mínútur, sem virtust vera heil eilífð, kom vörður með lykla og hleypti okkur út.“ Ævareiðir aðstandendur margra fanganna kröfðust þess að komast inn um hlið fangelsisins og fá afhent brunnin lík ættingja sinna og ástvina. Sumir reyndu að brjóta sér leið inn í fangelsið. „Við viljum fá að sjá líkið,“ sagði Juan Martinez, faðir eins fanganna sem sagðir voru hafa dáið. „Við verðum hér þangað til við fáum það.“ Hundruð aðstandenda fóru einnig á sjúkrahúsið í Comayagua, en þangað höfðu margir hinna særðu verið fluttir. Sumir voru einnig fluttir á sjúkrahús í höfuðborginni Tegucigalpa. Sumir hinna særðu eru lífshættulega meiddir, þannig að tala látinna gæti enn átt eftir að hækka nokkuð. Óljóst var um upptök eldsins í gær. Tvennt þótti helst koma til greina: Annað hvort var þetta íkveikja eða kviknað hefur í út frá rafmagni. Lucy Marder, yfirmaður réttarmeinadeildar ríkissaksóknara, sagði að erfitt yrði að bera kennsl á fjölmarga fanga því lík þeirra væru svo illa brunnin. Allt að þrír mánuðir geti liðið áður en tekist hefur að bera kennsl á alla með erfðaefnisrannsóknum. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Meira en þrjú hundruð manns létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Hondúras í gær. Tugir brunnu inni meðan slökkvilið var að leita að lyklum. Fimm hundruð fangar sluppu. Ævareiðir aðstandendur heimta svör. Heyra mátti skelfingar- og kvalaóp frá fjölda fanga sem sátu innilokaðir í klefum sínum meðan fangelsið í borginni Comayagua í Hondúras brann í gær. Talið er að rúmlega 350 fangar hafi brunnið inni. Tugir þeirra brunnu inni eða köfnuðu af reyk vegna þess að slökkviliðsmenn fundu ekki lykla klefanna fyrr en of seint. „Við gátum ekki komið þeim út vegna þess að við vorum ekki með lyklana og fundum ekki fangaverðina sem voru með þá,“ sagði Josue Garcia, talsmaður slökkviliðsins í Comayagua. Tugir manna særðust en óttast er að 475 fangar hafi sloppið út í ringulreiðinni sem varð. Óeirðir brutust út meðal fanganna þegar eldsins varð vart. Einn fanganna, Silverio Aguilar, sagði í útvarpsviðtali að einhver hafi byrjað að hrópa: Eldur! Fangarnir hafi hrópað á hjálp en lengi vel brást enginn við. „Um stund heyrði enginn neitt, en eftir nokkrar mínútur, sem virtust vera heil eilífð, kom vörður með lykla og hleypti okkur út.“ Ævareiðir aðstandendur margra fanganna kröfðust þess að komast inn um hlið fangelsisins og fá afhent brunnin lík ættingja sinna og ástvina. Sumir reyndu að brjóta sér leið inn í fangelsið. „Við viljum fá að sjá líkið,“ sagði Juan Martinez, faðir eins fanganna sem sagðir voru hafa dáið. „Við verðum hér þangað til við fáum það.“ Hundruð aðstandenda fóru einnig á sjúkrahúsið í Comayagua, en þangað höfðu margir hinna særðu verið fluttir. Sumir voru einnig fluttir á sjúkrahús í höfuðborginni Tegucigalpa. Sumir hinna særðu eru lífshættulega meiddir, þannig að tala látinna gæti enn átt eftir að hækka nokkuð. Óljóst var um upptök eldsins í gær. Tvennt þótti helst koma til greina: Annað hvort var þetta íkveikja eða kviknað hefur í út frá rafmagni. Lucy Marder, yfirmaður réttarmeinadeildar ríkissaksóknara, sagði að erfitt yrði að bera kennsl á fjölmarga fanga því lík þeirra væru svo illa brunnin. Allt að þrír mánuðir geti liðið áður en tekist hefur að bera kennsl á alla með erfðaefnisrannsóknum. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira