Lífið

Aðdáendur fylgdust með bónorðinu á Twitter

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bones-leikarinn TJ Thyne bað kærustu sinnar, Leuh Park, fyrir utan kastala í Þýskalandi þann 30. desember.

TJ leyfði aðdáendum sínum að fylgjast með herlegheitunum á Twitter-síðu sinni og birti myndir af parinu, sjálfu bónorðinu og trúlofunarhringnum svo eitthvað sé nefnt.

TJ var að sjálfsögðu í skýjunum með að Leah hafi sagt já og þakkaði aðdáendum sínum fyrir heillaóskirnar.

Bónorðið.
Hamingjusamt par.
Hringurinn.
Í skýjunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.