Lífið

„Auðvitað syngjum við saman jólalögin," segir Ruth Reginalds

Ruth Reginalds þá og nú.
Ruth Reginalds þá og nú.

Vísir hafði samband við söngkonuna Ruth Reginalds sem varð landsþekkt þegar hún söng inn á fyrstu sólóplötuna sína, Simmsalabimm, aðeins níu ára gömul árið 1976.

Ruth syngur eftirminnilega jólalögin „Jólasveinninn kemur" og „Ég sá mömmu kyssa jólasvein" sem hljóma á hverju ári í eyrum landsmanna í desember.

Við hlustum á þig í desember en syngur þú jólalögin fyrir börnin þín?

„Yngsta dóttir mín sem er á öðru ári er fyrst núna að fatta allt jólastússið og ég hlakka til að eiga jól með henni og auðvitað syngjum við saman jólalögin," svarar Ruth.

„Ég er svo lánsöm að eiga fjórar dætur og tvö barnabörn svo ég hlakka til að eiga jólin með þeim. Ég mun eyða aðfangadagskvöldi með fjölskyldu minni og bestu vinum."

„Það hlýjar mér um hjartarætur að vita til þess að gömlu jólalögin í mínum flutningi séu enn í minnum manna og séu enn spiluð um hver einustu jól. Svo ekki sé minnst á lagið með mér og Bo," svarar Ruth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.