Sæll aftur Sighvatur Björgvinsson 16. febrúar 2012 16:00 Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu. Við erum að skoða arfleifðina sem samfélagskiminn sem Sighvatur tilheyrir hefur skilið eftir fyrir ungu kynslóðina að glíma við. Unga kynslóðin í dag kaus ekki Sighvat og samferðamenn hans til valda og því er það yfirsjón að fullyrða að unga kynslóðin beri einhverja sök. En forréttindastéttin vill gjarnan deila sök með alþýðunni eða jafnvel að alþýðan taki á sig sökina og sökin verði kölluð „þjóðarsekt". Það var ekki unga kynslóðin sem valdi það fyrirkomulag sem hefur gilt um stjórnun lífeyrissjóðanna. Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir. Við blasir skelfileg ástand í lífeyrissjóðum landsmanna og stjórnendur sem tóku þátt í þeirri fléttu að hreinsa upp eignir almennings og færa þær í vasa forréttindastéttarinnar á Íslandi sitja enn í forystu sjóðanna og sýna enga iðrun. Gjafir útrásavíkinganna voru máttugar. Í kjölfar þessara hamfara birtist Sighvatur og segir tíu deilt með tveimur eru fimm og þess vegna á unga kynslóðin að vera ábyrg. Hver á að greiða hundruð milljarða skuldir ríkissjóðs? Hver á að borga stökkbreyttu lánin? Hver á að fjármagna samning nýja Landsbankans við þann gamla upp á 280 milljarða til þess að setja í Icesave hítina? Hver á að fjármagna B deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar eftir 2020 vantar í hann átta milljarða á ári til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt tryggingarfræðilegu mati? Hver á að fóðra vasa erlendra vogunarsjóða sem keypu skuldabréfin á 5% af nafnvirði skuldanna? Jú, unga kynslóðin sem í frekju sinni spyr hvort að hún eigi að axla ábyrgðina af þeim hryllingi sem kynslóð Sighvats Björgvinssonar með skammsýni og einföldum reikningsdæmum kölluðu yfir þjóðina. Eina leiðin til þess að komast upp úr þeirri hít sem stjórnvöld hafa með illa hugsuðum aðgerðum komið þjóðinni í er að endurhugsa allt kerfið. Enginn á að þurfa að svelta. Til þess að ná árangri þarf að treysta atvinnulíf og menntun og hlúa að yngri kynslóðinni sem á að bera uppi framtíð þessa lands. Leysa þarf atvinnulífið úr viðjum hafta og virða frumbyggjarétt landsbyggðarinnar til þess að sækja miðin. Leggja þarf áherslu á verðmætasköpun með fullvinnslu innanlands og útflutningi. Ríkið á að taka að sér að vernda neytendur. Stjórnmálamenn hafa haldið stjórnsýslunni í gíslingu og notað hana til þess að styrkja völd sín og úthluta ívilnanir til aðila sem hafa skilið efnahagslíf þjóðarinnar í rjúkandi rústum. En gerendurnir sitja á feitum eftirlaunum, þeim hefur verið úthlutuð störf hjá alþjóðastofnunum með glimrandi meðmælum úr utanríkisráðuneytinu. Þeir sitja í stjórnum og ráða sínum ráðum. Á skjánum birtast svo málssvarar þeirra sem segja látið bara unga fólkið borga. Unga fólkið er að flýja land og hver á fjármagna lífeyrissjóðina þegar þeir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. En það er í kortunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu. Við erum að skoða arfleifðina sem samfélagskiminn sem Sighvatur tilheyrir hefur skilið eftir fyrir ungu kynslóðina að glíma við. Unga kynslóðin í dag kaus ekki Sighvat og samferðamenn hans til valda og því er það yfirsjón að fullyrða að unga kynslóðin beri einhverja sök. En forréttindastéttin vill gjarnan deila sök með alþýðunni eða jafnvel að alþýðan taki á sig sökina og sökin verði kölluð „þjóðarsekt". Það var ekki unga kynslóðin sem valdi það fyrirkomulag sem hefur gilt um stjórnun lífeyrissjóðanna. Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir. Við blasir skelfileg ástand í lífeyrissjóðum landsmanna og stjórnendur sem tóku þátt í þeirri fléttu að hreinsa upp eignir almennings og færa þær í vasa forréttindastéttarinnar á Íslandi sitja enn í forystu sjóðanna og sýna enga iðrun. Gjafir útrásavíkinganna voru máttugar. Í kjölfar þessara hamfara birtist Sighvatur og segir tíu deilt með tveimur eru fimm og þess vegna á unga kynslóðin að vera ábyrg. Hver á að greiða hundruð milljarða skuldir ríkissjóðs? Hver á að borga stökkbreyttu lánin? Hver á að fjármagna samning nýja Landsbankans við þann gamla upp á 280 milljarða til þess að setja í Icesave hítina? Hver á að fjármagna B deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar eftir 2020 vantar í hann átta milljarða á ári til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt tryggingarfræðilegu mati? Hver á að fóðra vasa erlendra vogunarsjóða sem keypu skuldabréfin á 5% af nafnvirði skuldanna? Jú, unga kynslóðin sem í frekju sinni spyr hvort að hún eigi að axla ábyrgðina af þeim hryllingi sem kynslóð Sighvats Björgvinssonar með skammsýni og einföldum reikningsdæmum kölluðu yfir þjóðina. Eina leiðin til þess að komast upp úr þeirri hít sem stjórnvöld hafa með illa hugsuðum aðgerðum komið þjóðinni í er að endurhugsa allt kerfið. Enginn á að þurfa að svelta. Til þess að ná árangri þarf að treysta atvinnulíf og menntun og hlúa að yngri kynslóðinni sem á að bera uppi framtíð þessa lands. Leysa þarf atvinnulífið úr viðjum hafta og virða frumbyggjarétt landsbyggðarinnar til þess að sækja miðin. Leggja þarf áherslu á verðmætasköpun með fullvinnslu innanlands og útflutningi. Ríkið á að taka að sér að vernda neytendur. Stjórnmálamenn hafa haldið stjórnsýslunni í gíslingu og notað hana til þess að styrkja völd sín og úthluta ívilnanir til aðila sem hafa skilið efnahagslíf þjóðarinnar í rjúkandi rústum. En gerendurnir sitja á feitum eftirlaunum, þeim hefur verið úthlutuð störf hjá alþjóðastofnunum með glimrandi meðmælum úr utanríkisráðuneytinu. Þeir sitja í stjórnum og ráða sínum ráðum. Á skjánum birtast svo málssvarar þeirra sem segja látið bara unga fólkið borga. Unga fólkið er að flýja land og hver á fjármagna lífeyrissjóðina þegar þeir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. En það er í kortunum.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun