Sæll aftur Sighvatur Björgvinsson 16. febrúar 2012 16:00 Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu. Við erum að skoða arfleifðina sem samfélagskiminn sem Sighvatur tilheyrir hefur skilið eftir fyrir ungu kynslóðina að glíma við. Unga kynslóðin í dag kaus ekki Sighvat og samferðamenn hans til valda og því er það yfirsjón að fullyrða að unga kynslóðin beri einhverja sök. En forréttindastéttin vill gjarnan deila sök með alþýðunni eða jafnvel að alþýðan taki á sig sökina og sökin verði kölluð „þjóðarsekt". Það var ekki unga kynslóðin sem valdi það fyrirkomulag sem hefur gilt um stjórnun lífeyrissjóðanna. Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir. Við blasir skelfileg ástand í lífeyrissjóðum landsmanna og stjórnendur sem tóku þátt í þeirri fléttu að hreinsa upp eignir almennings og færa þær í vasa forréttindastéttarinnar á Íslandi sitja enn í forystu sjóðanna og sýna enga iðrun. Gjafir útrásavíkinganna voru máttugar. Í kjölfar þessara hamfara birtist Sighvatur og segir tíu deilt með tveimur eru fimm og þess vegna á unga kynslóðin að vera ábyrg. Hver á að greiða hundruð milljarða skuldir ríkissjóðs? Hver á að borga stökkbreyttu lánin? Hver á að fjármagna samning nýja Landsbankans við þann gamla upp á 280 milljarða til þess að setja í Icesave hítina? Hver á að fjármagna B deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar eftir 2020 vantar í hann átta milljarða á ári til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt tryggingarfræðilegu mati? Hver á að fóðra vasa erlendra vogunarsjóða sem keypu skuldabréfin á 5% af nafnvirði skuldanna? Jú, unga kynslóðin sem í frekju sinni spyr hvort að hún eigi að axla ábyrgðina af þeim hryllingi sem kynslóð Sighvats Björgvinssonar með skammsýni og einföldum reikningsdæmum kölluðu yfir þjóðina. Eina leiðin til þess að komast upp úr þeirri hít sem stjórnvöld hafa með illa hugsuðum aðgerðum komið þjóðinni í er að endurhugsa allt kerfið. Enginn á að þurfa að svelta. Til þess að ná árangri þarf að treysta atvinnulíf og menntun og hlúa að yngri kynslóðinni sem á að bera uppi framtíð þessa lands. Leysa þarf atvinnulífið úr viðjum hafta og virða frumbyggjarétt landsbyggðarinnar til þess að sækja miðin. Leggja þarf áherslu á verðmætasköpun með fullvinnslu innanlands og útflutningi. Ríkið á að taka að sér að vernda neytendur. Stjórnmálamenn hafa haldið stjórnsýslunni í gíslingu og notað hana til þess að styrkja völd sín og úthluta ívilnanir til aðila sem hafa skilið efnahagslíf þjóðarinnar í rjúkandi rústum. En gerendurnir sitja á feitum eftirlaunum, þeim hefur verið úthlutuð störf hjá alþjóðastofnunum með glimrandi meðmælum úr utanríkisráðuneytinu. Þeir sitja í stjórnum og ráða sínum ráðum. Á skjánum birtast svo málssvarar þeirra sem segja látið bara unga fólkið borga. Unga fólkið er að flýja land og hver á fjármagna lífeyrissjóðina þegar þeir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. En það er í kortunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu. Við erum að skoða arfleifðina sem samfélagskiminn sem Sighvatur tilheyrir hefur skilið eftir fyrir ungu kynslóðina að glíma við. Unga kynslóðin í dag kaus ekki Sighvat og samferðamenn hans til valda og því er það yfirsjón að fullyrða að unga kynslóðin beri einhverja sök. En forréttindastéttin vill gjarnan deila sök með alþýðunni eða jafnvel að alþýðan taki á sig sökina og sökin verði kölluð „þjóðarsekt". Það var ekki unga kynslóðin sem valdi það fyrirkomulag sem hefur gilt um stjórnun lífeyrissjóðanna. Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir. Við blasir skelfileg ástand í lífeyrissjóðum landsmanna og stjórnendur sem tóku þátt í þeirri fléttu að hreinsa upp eignir almennings og færa þær í vasa forréttindastéttarinnar á Íslandi sitja enn í forystu sjóðanna og sýna enga iðrun. Gjafir útrásavíkinganna voru máttugar. Í kjölfar þessara hamfara birtist Sighvatur og segir tíu deilt með tveimur eru fimm og þess vegna á unga kynslóðin að vera ábyrg. Hver á að greiða hundruð milljarða skuldir ríkissjóðs? Hver á að borga stökkbreyttu lánin? Hver á að fjármagna samning nýja Landsbankans við þann gamla upp á 280 milljarða til þess að setja í Icesave hítina? Hver á að fjármagna B deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar eftir 2020 vantar í hann átta milljarða á ári til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt tryggingarfræðilegu mati? Hver á að fóðra vasa erlendra vogunarsjóða sem keypu skuldabréfin á 5% af nafnvirði skuldanna? Jú, unga kynslóðin sem í frekju sinni spyr hvort að hún eigi að axla ábyrgðina af þeim hryllingi sem kynslóð Sighvats Björgvinssonar með skammsýni og einföldum reikningsdæmum kölluðu yfir þjóðina. Eina leiðin til þess að komast upp úr þeirri hít sem stjórnvöld hafa með illa hugsuðum aðgerðum komið þjóðinni í er að endurhugsa allt kerfið. Enginn á að þurfa að svelta. Til þess að ná árangri þarf að treysta atvinnulíf og menntun og hlúa að yngri kynslóðinni sem á að bera uppi framtíð þessa lands. Leysa þarf atvinnulífið úr viðjum hafta og virða frumbyggjarétt landsbyggðarinnar til þess að sækja miðin. Leggja þarf áherslu á verðmætasköpun með fullvinnslu innanlands og útflutningi. Ríkið á að taka að sér að vernda neytendur. Stjórnmálamenn hafa haldið stjórnsýslunni í gíslingu og notað hana til þess að styrkja völd sín og úthluta ívilnanir til aðila sem hafa skilið efnahagslíf þjóðarinnar í rjúkandi rústum. En gerendurnir sitja á feitum eftirlaunum, þeim hefur verið úthlutuð störf hjá alþjóðastofnunum með glimrandi meðmælum úr utanríkisráðuneytinu. Þeir sitja í stjórnum og ráða sínum ráðum. Á skjánum birtast svo málssvarar þeirra sem segja látið bara unga fólkið borga. Unga fólkið er að flýja land og hver á fjármagna lífeyrissjóðina þegar þeir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. En það er í kortunum.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar