Kappklæddi Íslandsvinurinn þurfti að líða fyrir hagsýnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2016 11:19 Matt Botten tók til sinna ráða þegar lággjaldaflugfélagið krafði hann um aukagjald fyrir farangurinn sem hann hafði meðferðis til Íslands. Hann snaraði sér einfaldlega í hann. mynd/matt botten „Þú myndir kannski halda að það væri erfitt að fara í hverja einustu flík sem þú átt í anddyrinu á alþjóðaflugvelli - og þú myndir hafa algjörlega rétt fyrir þér,“ segir spéfuglinn og Íslandsvinurinn Matt Botten sem komst í heimsfréttirnar í gær fyrir uppátæki sitt á Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Breski miðilinn Daily Mail greindi frá því þegar hinum hagsýna Botten misbauð töskugjald sem lággjaldaflugfélagið Easyjet krafði hann um er Botten var í þann mund að stíga um borð í vél til Íslands á laugardaginn var. Í stað þess að greiða þær 6500 krónur sem flugfélagið fór fram á tók Botten í stað þess til sinna ráða og snaraði sér í öll fötin sem hann hafði meðferðis. Matt Botten vígalegur á Gatwick-flugvelli, íklæddur öllum farangrinum.Mynd/matt bottenÞannig komst hann hjá gjaldinu en í samtali við Vísi segist Botten hafa svo sannarlega þurft að gjalda fyrir hagsýnina. „Andrúmsloftið á Gatwick var ekki beint það skilnings- eða stuðningsríkasta,“ útskýrir Botten. „Ég gekk gjörsamlega fram af þremur hópum fólks sem sátu að snæðingi á flugvellinum með uppátækinu. Einn hópurinn hafði barn meðferðis og það brast meira að segja í grát. En það er nú bara þannig, óbreyttir borgarar hafa oft þurft að líða fyrir mikilfenglegar tilraunir sem þessar,“ segir Botten gletinn. Það voru þó ekki bara „óbreyttir borgarar“ sem liðu fyrir sparsemina - Botten var sjálfur að farast úr hita. „Mér var mjög heitt í vélinni og svitnaði töluvert, eins og gefur kannski að skilja. Það var því ekki beint óskandi þegar reiði Bandaríkjamaðurinn við hliðina á mér bað mig um að fara úr öllum flíkunum - og það í lokuðum hólki innan um 200 manns. Samfarþegar mínir reyndu ekki einu sinni að leyna kraumandi reiði sinni þegar ég byrjaði að afklæðast,“ segir Botten.Botten segir að þau kærustuparið hafi notað ferðarinnar til hins ýtrasta. Hér eru þau á Langjökli í gær.Hann bætir þó við að starfsfólk EasyJet hafi allt verið hið yndislegasta og ekki sett sig upp á móti sparnaðarráðinu hans. Bretinn fljúgandi gerir ráð fyrir að verja viku á Íslandi og hafa Botten og kærasta hans nýtt tímann vel frá því að þau komu til landsins á laugardag. Þau hafi þannig kíkt í undraheima Langjökuls í gær og stefna á að fara Gullna hringinn á morgun til að fagna afmæli kærustunnar. Botten segir heimsóknina hafa verið draumi líkasta. Þau hafi notið ferðarinnar í botn - þrátt fyrir að buddan hafi fengið að finna fyrir því. Nýtnin er því ekki langt undan. „Allt hérna kostar formúgu og því höfum við þurft að finna aðrar sparnaðarleiðir. Við höfum til að mynda fengið heilan haug af af osti „að láni“ úr morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, skellt skinku á milli (sem við höfum líka fengið „að láni“) og kallað það samloku,“ segir Botten sem þáði sparnaðarráð blaðamannsins með þökkum. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Þú myndir kannski halda að það væri erfitt að fara í hverja einustu flík sem þú átt í anddyrinu á alþjóðaflugvelli - og þú myndir hafa algjörlega rétt fyrir þér,“ segir spéfuglinn og Íslandsvinurinn Matt Botten sem komst í heimsfréttirnar í gær fyrir uppátæki sitt á Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Breski miðilinn Daily Mail greindi frá því þegar hinum hagsýna Botten misbauð töskugjald sem lággjaldaflugfélagið Easyjet krafði hann um er Botten var í þann mund að stíga um borð í vél til Íslands á laugardaginn var. Í stað þess að greiða þær 6500 krónur sem flugfélagið fór fram á tók Botten í stað þess til sinna ráða og snaraði sér í öll fötin sem hann hafði meðferðis. Matt Botten vígalegur á Gatwick-flugvelli, íklæddur öllum farangrinum.Mynd/matt bottenÞannig komst hann hjá gjaldinu en í samtali við Vísi segist Botten hafa svo sannarlega þurft að gjalda fyrir hagsýnina. „Andrúmsloftið á Gatwick var ekki beint það skilnings- eða stuðningsríkasta,“ útskýrir Botten. „Ég gekk gjörsamlega fram af þremur hópum fólks sem sátu að snæðingi á flugvellinum með uppátækinu. Einn hópurinn hafði barn meðferðis og það brast meira að segja í grát. En það er nú bara þannig, óbreyttir borgarar hafa oft þurft að líða fyrir mikilfenglegar tilraunir sem þessar,“ segir Botten gletinn. Það voru þó ekki bara „óbreyttir borgarar“ sem liðu fyrir sparsemina - Botten var sjálfur að farast úr hita. „Mér var mjög heitt í vélinni og svitnaði töluvert, eins og gefur kannski að skilja. Það var því ekki beint óskandi þegar reiði Bandaríkjamaðurinn við hliðina á mér bað mig um að fara úr öllum flíkunum - og það í lokuðum hólki innan um 200 manns. Samfarþegar mínir reyndu ekki einu sinni að leyna kraumandi reiði sinni þegar ég byrjaði að afklæðast,“ segir Botten.Botten segir að þau kærustuparið hafi notað ferðarinnar til hins ýtrasta. Hér eru þau á Langjökli í gær.Hann bætir þó við að starfsfólk EasyJet hafi allt verið hið yndislegasta og ekki sett sig upp á móti sparnaðarráðinu hans. Bretinn fljúgandi gerir ráð fyrir að verja viku á Íslandi og hafa Botten og kærasta hans nýtt tímann vel frá því að þau komu til landsins á laugardag. Þau hafi þannig kíkt í undraheima Langjökuls í gær og stefna á að fara Gullna hringinn á morgun til að fagna afmæli kærustunnar. Botten segir heimsóknina hafa verið draumi líkasta. Þau hafi notið ferðarinnar í botn - þrátt fyrir að buddan hafi fengið að finna fyrir því. Nýtnin er því ekki langt undan. „Allt hérna kostar formúgu og því höfum við þurft að finna aðrar sparnaðarleiðir. Við höfum til að mynda fengið heilan haug af af osti „að láni“ úr morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, skellt skinku á milli (sem við höfum líka fengið „að láni“) og kallað það samloku,“ segir Botten sem þáði sparnaðarráð blaðamannsins með þökkum.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira