Kappklæddi Íslandsvinurinn þurfti að líða fyrir hagsýnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2016 11:19 Matt Botten tók til sinna ráða þegar lággjaldaflugfélagið krafði hann um aukagjald fyrir farangurinn sem hann hafði meðferðis til Íslands. Hann snaraði sér einfaldlega í hann. mynd/matt botten „Þú myndir kannski halda að það væri erfitt að fara í hverja einustu flík sem þú átt í anddyrinu á alþjóðaflugvelli - og þú myndir hafa algjörlega rétt fyrir þér,“ segir spéfuglinn og Íslandsvinurinn Matt Botten sem komst í heimsfréttirnar í gær fyrir uppátæki sitt á Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Breski miðilinn Daily Mail greindi frá því þegar hinum hagsýna Botten misbauð töskugjald sem lággjaldaflugfélagið Easyjet krafði hann um er Botten var í þann mund að stíga um borð í vél til Íslands á laugardaginn var. Í stað þess að greiða þær 6500 krónur sem flugfélagið fór fram á tók Botten í stað þess til sinna ráða og snaraði sér í öll fötin sem hann hafði meðferðis. Matt Botten vígalegur á Gatwick-flugvelli, íklæddur öllum farangrinum.Mynd/matt bottenÞannig komst hann hjá gjaldinu en í samtali við Vísi segist Botten hafa svo sannarlega þurft að gjalda fyrir hagsýnina. „Andrúmsloftið á Gatwick var ekki beint það skilnings- eða stuðningsríkasta,“ útskýrir Botten. „Ég gekk gjörsamlega fram af þremur hópum fólks sem sátu að snæðingi á flugvellinum með uppátækinu. Einn hópurinn hafði barn meðferðis og það brast meira að segja í grát. En það er nú bara þannig, óbreyttir borgarar hafa oft þurft að líða fyrir mikilfenglegar tilraunir sem þessar,“ segir Botten gletinn. Það voru þó ekki bara „óbreyttir borgarar“ sem liðu fyrir sparsemina - Botten var sjálfur að farast úr hita. „Mér var mjög heitt í vélinni og svitnaði töluvert, eins og gefur kannski að skilja. Það var því ekki beint óskandi þegar reiði Bandaríkjamaðurinn við hliðina á mér bað mig um að fara úr öllum flíkunum - og það í lokuðum hólki innan um 200 manns. Samfarþegar mínir reyndu ekki einu sinni að leyna kraumandi reiði sinni þegar ég byrjaði að afklæðast,“ segir Botten.Botten segir að þau kærustuparið hafi notað ferðarinnar til hins ýtrasta. Hér eru þau á Langjökli í gær.Hann bætir þó við að starfsfólk EasyJet hafi allt verið hið yndislegasta og ekki sett sig upp á móti sparnaðarráðinu hans. Bretinn fljúgandi gerir ráð fyrir að verja viku á Íslandi og hafa Botten og kærasta hans nýtt tímann vel frá því að þau komu til landsins á laugardag. Þau hafi þannig kíkt í undraheima Langjökuls í gær og stefna á að fara Gullna hringinn á morgun til að fagna afmæli kærustunnar. Botten segir heimsóknina hafa verið draumi líkasta. Þau hafi notið ferðarinnar í botn - þrátt fyrir að buddan hafi fengið að finna fyrir því. Nýtnin er því ekki langt undan. „Allt hérna kostar formúgu og því höfum við þurft að finna aðrar sparnaðarleiðir. Við höfum til að mynda fengið heilan haug af af osti „að láni“ úr morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, skellt skinku á milli (sem við höfum líka fengið „að láni“) og kallað það samloku,“ segir Botten sem þáði sparnaðarráð blaðamannsins með þökkum. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
„Þú myndir kannski halda að það væri erfitt að fara í hverja einustu flík sem þú átt í anddyrinu á alþjóðaflugvelli - og þú myndir hafa algjörlega rétt fyrir þér,“ segir spéfuglinn og Íslandsvinurinn Matt Botten sem komst í heimsfréttirnar í gær fyrir uppátæki sitt á Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Breski miðilinn Daily Mail greindi frá því þegar hinum hagsýna Botten misbauð töskugjald sem lággjaldaflugfélagið Easyjet krafði hann um er Botten var í þann mund að stíga um borð í vél til Íslands á laugardaginn var. Í stað þess að greiða þær 6500 krónur sem flugfélagið fór fram á tók Botten í stað þess til sinna ráða og snaraði sér í öll fötin sem hann hafði meðferðis. Matt Botten vígalegur á Gatwick-flugvelli, íklæddur öllum farangrinum.Mynd/matt bottenÞannig komst hann hjá gjaldinu en í samtali við Vísi segist Botten hafa svo sannarlega þurft að gjalda fyrir hagsýnina. „Andrúmsloftið á Gatwick var ekki beint það skilnings- eða stuðningsríkasta,“ útskýrir Botten. „Ég gekk gjörsamlega fram af þremur hópum fólks sem sátu að snæðingi á flugvellinum með uppátækinu. Einn hópurinn hafði barn meðferðis og það brast meira að segja í grát. En það er nú bara þannig, óbreyttir borgarar hafa oft þurft að líða fyrir mikilfenglegar tilraunir sem þessar,“ segir Botten gletinn. Það voru þó ekki bara „óbreyttir borgarar“ sem liðu fyrir sparsemina - Botten var sjálfur að farast úr hita. „Mér var mjög heitt í vélinni og svitnaði töluvert, eins og gefur kannski að skilja. Það var því ekki beint óskandi þegar reiði Bandaríkjamaðurinn við hliðina á mér bað mig um að fara úr öllum flíkunum - og það í lokuðum hólki innan um 200 manns. Samfarþegar mínir reyndu ekki einu sinni að leyna kraumandi reiði sinni þegar ég byrjaði að afklæðast,“ segir Botten.Botten segir að þau kærustuparið hafi notað ferðarinnar til hins ýtrasta. Hér eru þau á Langjökli í gær.Hann bætir þó við að starfsfólk EasyJet hafi allt verið hið yndislegasta og ekki sett sig upp á móti sparnaðarráðinu hans. Bretinn fljúgandi gerir ráð fyrir að verja viku á Íslandi og hafa Botten og kærasta hans nýtt tímann vel frá því að þau komu til landsins á laugardag. Þau hafi þannig kíkt í undraheima Langjökuls í gær og stefna á að fara Gullna hringinn á morgun til að fagna afmæli kærustunnar. Botten segir heimsóknina hafa verið draumi líkasta. Þau hafi notið ferðarinnar í botn - þrátt fyrir að buddan hafi fengið að finna fyrir því. Nýtnin er því ekki langt undan. „Allt hérna kostar formúgu og því höfum við þurft að finna aðrar sparnaðarleiðir. Við höfum til að mynda fengið heilan haug af af osti „að láni“ úr morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, skellt skinku á milli (sem við höfum líka fengið „að láni“) og kallað það samloku,“ segir Botten sem þáði sparnaðarráð blaðamannsins með þökkum.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira