Kappklæddi Íslandsvinurinn þurfti að líða fyrir hagsýnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2016 11:19 Matt Botten tók til sinna ráða þegar lággjaldaflugfélagið krafði hann um aukagjald fyrir farangurinn sem hann hafði meðferðis til Íslands. Hann snaraði sér einfaldlega í hann. mynd/matt botten „Þú myndir kannski halda að það væri erfitt að fara í hverja einustu flík sem þú átt í anddyrinu á alþjóðaflugvelli - og þú myndir hafa algjörlega rétt fyrir þér,“ segir spéfuglinn og Íslandsvinurinn Matt Botten sem komst í heimsfréttirnar í gær fyrir uppátæki sitt á Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Breski miðilinn Daily Mail greindi frá því þegar hinum hagsýna Botten misbauð töskugjald sem lággjaldaflugfélagið Easyjet krafði hann um er Botten var í þann mund að stíga um borð í vél til Íslands á laugardaginn var. Í stað þess að greiða þær 6500 krónur sem flugfélagið fór fram á tók Botten í stað þess til sinna ráða og snaraði sér í öll fötin sem hann hafði meðferðis. Matt Botten vígalegur á Gatwick-flugvelli, íklæddur öllum farangrinum.Mynd/matt bottenÞannig komst hann hjá gjaldinu en í samtali við Vísi segist Botten hafa svo sannarlega þurft að gjalda fyrir hagsýnina. „Andrúmsloftið á Gatwick var ekki beint það skilnings- eða stuðningsríkasta,“ útskýrir Botten. „Ég gekk gjörsamlega fram af þremur hópum fólks sem sátu að snæðingi á flugvellinum með uppátækinu. Einn hópurinn hafði barn meðferðis og það brast meira að segja í grát. En það er nú bara þannig, óbreyttir borgarar hafa oft þurft að líða fyrir mikilfenglegar tilraunir sem þessar,“ segir Botten gletinn. Það voru þó ekki bara „óbreyttir borgarar“ sem liðu fyrir sparsemina - Botten var sjálfur að farast úr hita. „Mér var mjög heitt í vélinni og svitnaði töluvert, eins og gefur kannski að skilja. Það var því ekki beint óskandi þegar reiði Bandaríkjamaðurinn við hliðina á mér bað mig um að fara úr öllum flíkunum - og það í lokuðum hólki innan um 200 manns. Samfarþegar mínir reyndu ekki einu sinni að leyna kraumandi reiði sinni þegar ég byrjaði að afklæðast,“ segir Botten.Botten segir að þau kærustuparið hafi notað ferðarinnar til hins ýtrasta. Hér eru þau á Langjökli í gær.Hann bætir þó við að starfsfólk EasyJet hafi allt verið hið yndislegasta og ekki sett sig upp á móti sparnaðarráðinu hans. Bretinn fljúgandi gerir ráð fyrir að verja viku á Íslandi og hafa Botten og kærasta hans nýtt tímann vel frá því að þau komu til landsins á laugardag. Þau hafi þannig kíkt í undraheima Langjökuls í gær og stefna á að fara Gullna hringinn á morgun til að fagna afmæli kærustunnar. Botten segir heimsóknina hafa verið draumi líkasta. Þau hafi notið ferðarinnar í botn - þrátt fyrir að buddan hafi fengið að finna fyrir því. Nýtnin er því ekki langt undan. „Allt hérna kostar formúgu og því höfum við þurft að finna aðrar sparnaðarleiðir. Við höfum til að mynda fengið heilan haug af af osti „að láni“ úr morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, skellt skinku á milli (sem við höfum líka fengið „að láni“) og kallað það samloku,“ segir Botten sem þáði sparnaðarráð blaðamannsins með þökkum. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Þú myndir kannski halda að það væri erfitt að fara í hverja einustu flík sem þú átt í anddyrinu á alþjóðaflugvelli - og þú myndir hafa algjörlega rétt fyrir þér,“ segir spéfuglinn og Íslandsvinurinn Matt Botten sem komst í heimsfréttirnar í gær fyrir uppátæki sitt á Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Breski miðilinn Daily Mail greindi frá því þegar hinum hagsýna Botten misbauð töskugjald sem lággjaldaflugfélagið Easyjet krafði hann um er Botten var í þann mund að stíga um borð í vél til Íslands á laugardaginn var. Í stað þess að greiða þær 6500 krónur sem flugfélagið fór fram á tók Botten í stað þess til sinna ráða og snaraði sér í öll fötin sem hann hafði meðferðis. Matt Botten vígalegur á Gatwick-flugvelli, íklæddur öllum farangrinum.Mynd/matt bottenÞannig komst hann hjá gjaldinu en í samtali við Vísi segist Botten hafa svo sannarlega þurft að gjalda fyrir hagsýnina. „Andrúmsloftið á Gatwick var ekki beint það skilnings- eða stuðningsríkasta,“ útskýrir Botten. „Ég gekk gjörsamlega fram af þremur hópum fólks sem sátu að snæðingi á flugvellinum með uppátækinu. Einn hópurinn hafði barn meðferðis og það brast meira að segja í grát. En það er nú bara þannig, óbreyttir borgarar hafa oft þurft að líða fyrir mikilfenglegar tilraunir sem þessar,“ segir Botten gletinn. Það voru þó ekki bara „óbreyttir borgarar“ sem liðu fyrir sparsemina - Botten var sjálfur að farast úr hita. „Mér var mjög heitt í vélinni og svitnaði töluvert, eins og gefur kannski að skilja. Það var því ekki beint óskandi þegar reiði Bandaríkjamaðurinn við hliðina á mér bað mig um að fara úr öllum flíkunum - og það í lokuðum hólki innan um 200 manns. Samfarþegar mínir reyndu ekki einu sinni að leyna kraumandi reiði sinni þegar ég byrjaði að afklæðast,“ segir Botten.Botten segir að þau kærustuparið hafi notað ferðarinnar til hins ýtrasta. Hér eru þau á Langjökli í gær.Hann bætir þó við að starfsfólk EasyJet hafi allt verið hið yndislegasta og ekki sett sig upp á móti sparnaðarráðinu hans. Bretinn fljúgandi gerir ráð fyrir að verja viku á Íslandi og hafa Botten og kærasta hans nýtt tímann vel frá því að þau komu til landsins á laugardag. Þau hafi þannig kíkt í undraheima Langjökuls í gær og stefna á að fara Gullna hringinn á morgun til að fagna afmæli kærustunnar. Botten segir heimsóknina hafa verið draumi líkasta. Þau hafi notið ferðarinnar í botn - þrátt fyrir að buddan hafi fengið að finna fyrir því. Nýtnin er því ekki langt undan. „Allt hérna kostar formúgu og því höfum við þurft að finna aðrar sparnaðarleiðir. Við höfum til að mynda fengið heilan haug af af osti „að láni“ úr morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, skellt skinku á milli (sem við höfum líka fengið „að láni“) og kallað það samloku,“ segir Botten sem þáði sparnaðarráð blaðamannsins með þökkum.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira