Innlent

Ekkert stjórnarmynstur borðliggjandi

„Ég er ánægður með niðurstöðuna hjá okkur. Ég er hins vegar ekki ánægður með að vinstriflokkarnir hafi haldið meirihluta," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir erfitt að sjá besta kostinn í stöðunni núna. „Það er ekkert stjórnarmynstur borðliggjandi eins og staðan er núna.

Vinstri flokkarnir virðast ekki vera að ná saman með Evrópumálin og mér sýnist þeir munu ekki gera það, miðað við yfirlýsingar beggja flokka. En mér sýnist úrslit kosninganna vera þannig að Framsókn lendi í stjórnarandstöðu. Við reynum þá bara að vera uppbyggilegur stjórnarandstöðuflokkur." - hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×