Aðbúnaður dýra á Íslandi Guðrún Eygló Guðmundsdóttir skrifar 23. maí 2012 06:00 23-25. des. sl. var viðtal í Fréttatímanum við Árna Stefán Gunnarsson þar sem hann m.a. tjáði sig um aðbúnað og meðferð á dýrum á Íslandi. Hann er lögfræðingur og lokaritgerð hans fjallaði um réttindi dýra. „Aðbúnaður svína, hænsna og loðdýra á Íslandi er fyrir neðan allar hellur og ekki í neinu samræmi við dýraverndunarlög" segir hann í greininni. Dýrin eru svipt eðlislægum þörfum, lokuð inni og hafa mjög lítið athafnarými. Viku seinna svarar Ólafur R. Dýrmundsson, þáverandi formaður Dýraverndunarsambands Íslands, og segir að það sé fráleitt að sofið hafi verið á verðinum. Rétt sé að sambandið hafi verið í lægð en undanfarin 4-5 ár hafi það verið að eflast. Hann segir Dýraverndunarsambandið sinna öllum þeim málum sem Árni Stefán nefndi og reyndar fleirum en í viðtalinu gagnrýndi Árni m.a. hæg viðbrögð eftirlitsaðila. Ólafur segir orðrétt: „Fólk má koma sér á framfæri og tíunda eigið ágæti en fráleitt sé að gera það á kostnað annara, í þessu tilviki félagsskapar sem vinni af alúð að bættri meðferð dýra. Það er gert innan ramma laga og reglna og áhersla lögð á góða reynslu og greinargóða þekkingu og upplýsingagjöf." Ég er hissa á þessari svargrein. Ég efa ekki að allir reyna að gera sitt besta en það er víða pottur brotinn og erfitt virðist vera að koma á bættri meðferð. Allt ferlið tekur alltof langan tíma. Kannski eru reglurnar of flóknar? Fyrir nokkrum árum sá ég smáklausu í einu blaðanna um að Evrópusambandið hefði veitt Rúmenum í sveitahéruðum landsins undanþágu til að halda í aldagamlan sið sem felur í sér að svínum og lömbum er slátrað án þess að svipta þau meðvitund áður. Lög ESB kveða á um að dýr séu aflífuð með mannúðlegum hætti í sláturhúsum. Kannski Ólafur R. Dýrmundsson geti gefið upplýsingar um hvort þetta sé rétt því í svargreininni sem ég vitnaði í segir hann að þau í Dýraverndunarráði séu virk bæði í norrænu og alþjóðlegu samstarfi. Einnig bendir hann á að hann hafi verið að ljúka 3ja ára kjörtímabili sem forseti Norræna dýravelferðarráðsins. Ég fór í apríl 2011 á málþing í Norræna húsinu, fundarefnið var „aðbúnaður dýra í íslenskum landbúnaði", fullt var út úr dyrum og greinilegt að margir höfðu áhuga á málefninu. Þar var t.d. sýnt myndband af fjórum hænum í búri, það var svo þröngt um þær að þær gátu ekki blakað vængjunum. Maturinn fór af færibandi fyrir framan þær og eggin sömuleiðis fyrir aftan. Það eina sem þessar vesalings búrhænur gátu gert var að kroppa hver í aðra enda margar fiðurlitlar og sárar. Frá 1. jan. 2012 er í Evrópusambandinu bannað að hafa hænur í litlum búrum eins og tíðkast hér. Í dag er hægt að kaupa egg frá lausagönguhænum sem verpa í hreiður. Þau er merkt sem vistvæn egg, brúnegg og omegaegg. Það er aðeins skárra en samt eru sirka sjö til átta hænur á hvern fermetra og því þröngt um þær. Eftir útungun fara hænuungarnir í sérstakar stíur. Það er búið að rækta þá þannig að þeir vaxa mjög hratt. Við slátrun mánaðargamlir eru þeir 1-1,5 kg og fæturnir eiga oft erfitt með að bera þá. Á málþinginu í apríl 2011 var líka fjallað um geldingu á grísum, það má gera það ódeyft fyrstu sjö dagana, einnig klippa af halanum sem stundum er gert. Hver er munurinn á sársaukaskyni sjö daga gríss og átta daga? Þetta hafa leikmenn gert en ekki dýralæknar. En mér skildist á einum svínabónda á þessum fundi að það stæði til að senda menn í þjálfun. Gylturnar eru hafðar í afar þröngum búrum og þær geta bara staðið upp og lagst niður. Þegar gyltan fæðir þá eru grísirnir teknir strax frá henni, hún fær ekki að hnusa af þeim sem er henni eðlislægt. Þeir fara í annað búr en hafa aðgang að spenanum í gegnum einskonar grind. Þetta eru óeðlilegar aðstæður, gyltan er eins konar útungunarvél sem er hennar hlutverk í lífinu. Ég held að almenningur geri sér ekki grein fyrir þessum hræðilega verksmiðjubúskap. Er þetta það sem við viljum? Er velferð dýranna fórnað fyrir lægra vöruverð? Almenningi stendur ekki til boða svína-og kjúklingaafurðir þar sem velferð dýranna er höfð í fyrirrúmi. Hvað er hægt að gera? Kannske er hægt að krefjast þess að framleiðsluaðferðir séu upp á borðinu og þá getum við ráðið hvort við viljum styrkja svona búskaparhætti? Þrýsta þarf á að reglugerðir um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði verði endurskoðaður og bættur og sett strangari skilyrði en hefur verið fram að þessu. Von er um að ný lög um dýravernd verði lögð fram á vorþingi og við skulum vona að þau nái fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
23-25. des. sl. var viðtal í Fréttatímanum við Árna Stefán Gunnarsson þar sem hann m.a. tjáði sig um aðbúnað og meðferð á dýrum á Íslandi. Hann er lögfræðingur og lokaritgerð hans fjallaði um réttindi dýra. „Aðbúnaður svína, hænsna og loðdýra á Íslandi er fyrir neðan allar hellur og ekki í neinu samræmi við dýraverndunarlög" segir hann í greininni. Dýrin eru svipt eðlislægum þörfum, lokuð inni og hafa mjög lítið athafnarými. Viku seinna svarar Ólafur R. Dýrmundsson, þáverandi formaður Dýraverndunarsambands Íslands, og segir að það sé fráleitt að sofið hafi verið á verðinum. Rétt sé að sambandið hafi verið í lægð en undanfarin 4-5 ár hafi það verið að eflast. Hann segir Dýraverndunarsambandið sinna öllum þeim málum sem Árni Stefán nefndi og reyndar fleirum en í viðtalinu gagnrýndi Árni m.a. hæg viðbrögð eftirlitsaðila. Ólafur segir orðrétt: „Fólk má koma sér á framfæri og tíunda eigið ágæti en fráleitt sé að gera það á kostnað annara, í þessu tilviki félagsskapar sem vinni af alúð að bættri meðferð dýra. Það er gert innan ramma laga og reglna og áhersla lögð á góða reynslu og greinargóða þekkingu og upplýsingagjöf." Ég er hissa á þessari svargrein. Ég efa ekki að allir reyna að gera sitt besta en það er víða pottur brotinn og erfitt virðist vera að koma á bættri meðferð. Allt ferlið tekur alltof langan tíma. Kannski eru reglurnar of flóknar? Fyrir nokkrum árum sá ég smáklausu í einu blaðanna um að Evrópusambandið hefði veitt Rúmenum í sveitahéruðum landsins undanþágu til að halda í aldagamlan sið sem felur í sér að svínum og lömbum er slátrað án þess að svipta þau meðvitund áður. Lög ESB kveða á um að dýr séu aflífuð með mannúðlegum hætti í sláturhúsum. Kannski Ólafur R. Dýrmundsson geti gefið upplýsingar um hvort þetta sé rétt því í svargreininni sem ég vitnaði í segir hann að þau í Dýraverndunarráði séu virk bæði í norrænu og alþjóðlegu samstarfi. Einnig bendir hann á að hann hafi verið að ljúka 3ja ára kjörtímabili sem forseti Norræna dýravelferðarráðsins. Ég fór í apríl 2011 á málþing í Norræna húsinu, fundarefnið var „aðbúnaður dýra í íslenskum landbúnaði", fullt var út úr dyrum og greinilegt að margir höfðu áhuga á málefninu. Þar var t.d. sýnt myndband af fjórum hænum í búri, það var svo þröngt um þær að þær gátu ekki blakað vængjunum. Maturinn fór af færibandi fyrir framan þær og eggin sömuleiðis fyrir aftan. Það eina sem þessar vesalings búrhænur gátu gert var að kroppa hver í aðra enda margar fiðurlitlar og sárar. Frá 1. jan. 2012 er í Evrópusambandinu bannað að hafa hænur í litlum búrum eins og tíðkast hér. Í dag er hægt að kaupa egg frá lausagönguhænum sem verpa í hreiður. Þau er merkt sem vistvæn egg, brúnegg og omegaegg. Það er aðeins skárra en samt eru sirka sjö til átta hænur á hvern fermetra og því þröngt um þær. Eftir útungun fara hænuungarnir í sérstakar stíur. Það er búið að rækta þá þannig að þeir vaxa mjög hratt. Við slátrun mánaðargamlir eru þeir 1-1,5 kg og fæturnir eiga oft erfitt með að bera þá. Á málþinginu í apríl 2011 var líka fjallað um geldingu á grísum, það má gera það ódeyft fyrstu sjö dagana, einnig klippa af halanum sem stundum er gert. Hver er munurinn á sársaukaskyni sjö daga gríss og átta daga? Þetta hafa leikmenn gert en ekki dýralæknar. En mér skildist á einum svínabónda á þessum fundi að það stæði til að senda menn í þjálfun. Gylturnar eru hafðar í afar þröngum búrum og þær geta bara staðið upp og lagst niður. Þegar gyltan fæðir þá eru grísirnir teknir strax frá henni, hún fær ekki að hnusa af þeim sem er henni eðlislægt. Þeir fara í annað búr en hafa aðgang að spenanum í gegnum einskonar grind. Þetta eru óeðlilegar aðstæður, gyltan er eins konar útungunarvél sem er hennar hlutverk í lífinu. Ég held að almenningur geri sér ekki grein fyrir þessum hræðilega verksmiðjubúskap. Er þetta það sem við viljum? Er velferð dýranna fórnað fyrir lægra vöruverð? Almenningi stendur ekki til boða svína-og kjúklingaafurðir þar sem velferð dýranna er höfð í fyrirrúmi. Hvað er hægt að gera? Kannske er hægt að krefjast þess að framleiðsluaðferðir séu upp á borðinu og þá getum við ráðið hvort við viljum styrkja svona búskaparhætti? Þrýsta þarf á að reglugerðir um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði verði endurskoðaður og bættur og sett strangari skilyrði en hefur verið fram að þessu. Von er um að ný lög um dýravernd verði lögð fram á vorþingi og við skulum vona að þau nái fram að ganga.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar